Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Blaðsíða 172
2-3
TFÍ í öðrum samtökum
starfsárið 1994/1995
1 Sammennt - COMETT
Tæknifræðingafélag Islands er aðili að Sammennt og er Nicolai Jónasson fulltrúi félagsins á
þeim vettvangi. Sammennt er samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla um menntun og þjálfun.
Sammennt hefur á undanförnum árum starfað í tengslum við COMETT-áætlun Evrópusam-
bandsins. Lokaár þeirrar áætlunar var 1994 en ný áætlun, LEONARDO, tók formlega gildi 1.
janúar 1995.
Meginmarkmið Leonardo áætlunarinnar er að efla starfs- og endurmenntun í Evrópu þann-
ig að sem flestir Evrópubúar eigi kost á starfsmenntun, starfsþjálfun og síðan endurmenntun í
samræmi við þarfír atvinnulífs og starfsmannanna sjálfra á hverjum tíma. Áætluninni er ætlað
að taka til allra þátta og stiga starfsmenntunar; hefðbundinnar starfsþjálfunar, endurmenntun-
ar, og starfsþjálfunar á háskólastigi. Heildaríjárveiting til áætlunarinnar verður a.m.k. 50
milljarðar króna.
Aðilar að Sammennt eru fyrirtæki, samtök atvinnugreina, fagfélög og skólar. Sammennt
heldur stutt námskeið og sér um undirbúningsvinnu vegna styrkumsókna, m.a. vegna starfs-
manna- og nemendaskipta. Sammennt hefur séð um að útvega íslenskum nemendum, sem
annað hvort hafa nýlokið námi eða eru á lokasprettinum, þjálfunarstöður hjá evrópskum
fyrirtækjum. Sömuleiðis hefur Sammennt haft milligöngu um að koma nemendum frá
Evrópu í nokkurra mánaða þjálfun hjá fyrirtækjum hér á landi.
Aðalfundur Sammenntar var haldinn 20. janúar s.l. Af námskeiðum á vegum Sammenntar,
sem annaðhvort eru í undirbúningi eða hafa verið haldin, og styrkt hafa verið af COMETT,
má nefna námskeið um geymsluþol matvæla, um pappírslaus viðskipti, um gæðavottun í bygg-
ingariðnaði og um nýja staðla í málmiðnaði.
I stefnumörkun Sammenntar, sem samþykkt var á aðalfúndi 10. desember 1993 segir, að
það skuli vera meginmarkmið nefndarinnar að „vera vettvangur fyrir samstarf aðila atvinnu-
lífs, menntakerfis og vísindasamfélags og þessara aðila við stjórnvöld“. Núverandi formaður
Sammenntar er Sigmundur Guðbjarnason, prófessor, en verkefnisstjóri er Ágúst H. Ingþórsson.
Nicolai Jónasson
2 Skýrsla fulltrúa TFÍ í stjórn Endurmenntunarstofnunar HÍ
Frá því að ég var valinn fulltrúi félagsins í stjórn Endurmenntunarstofnunar Háskóla
Islands hafa verið haldnir fjórir stjómarfundir. Á fyrsta fundi sem haldinn var 28.09.94 þá var
Valdimar Jónsson prófessor kosinn formaður, Auður Hauksdóttir ritari og Erna Agnarsdóttir
til vara.
Endurmenntunarstjóri Guðrún Yngvadóttir kynnti síðan dagskrá stofnunarinnar fyrir
haustönn. Á stjórnarfundi 7.12.94 skýrði endurmenntunarstjóri frá því að haustmisserið hafí