Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 2

Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 2
• • • • Beint að efninu Hallur, tekurðu undir þann spá- dóm sem fram hefur komið að auglýsingastofur muni í aukn- um mæli taka mið af þörfum og óskum neytenda ekki síður en auglýsenda? Mér finnst það í sjálfu sér ekki mikil spá- dómsgáfa að halda því fram. Við tökum síaukið tillit til neytenda og verðum að gera það. Auglýsendur greiða okkur vissulega laun en það er verið að senda neytendum skilaboð og þau taka mið af því. Árið 1985 tókum við hjá Sambandi ís- lenskra auglýsingastofa upp siðareglur og þær 12 auglýsingastofur sem eiga að- ild að sambandinu hafa skuldbundið sig Hallur A. Baldursson er formaður Sam- bands íslenskra auglýsingastofa (SIA) og fram- kvæmdastjóri auglýsingastof- unnar Yddu. Hann er 38 ára og útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands 1983. Síðan hef- ur hann starfað að markaðs- og kynningarmál- um. Við erum sía á auglýsendur til þess að fara að þeim. Þessar stofur eru með 35-50 prósent af markaðnum. í siðareglunum og siðanefnd felst sjálfsagi okkar og í þeim er skilgreint hvernig góð auglýsing eigi að vera. Þar segir meðal annars að auglýsingar skuli semja þannig að traust neytandans, tak- mörkuð reynsla hans eða þekking sé ekki misnotuð. Stofurnar vita að hægt er að kæra þær til siðanefndar, verði þeim á að brjóta reglurnar. Oft eru þó birtar auglýsingar með villandi upplýsingum eða þar sem sann- leikurinn er ekki allur sagður. Nœrtœkt dœmi um þetta eru auglýsingar ferða- skrifstofa þar sem slegið er upp verði sem oft er langtfrd því verði sem neyt- endur þurfa að greiða. Þd vaknar sú spurnjng hvort auglýsingastofur séu bara viljalaus verkfœri í höndum auglýsenda. Svo er ekki. Svona vinnubrögð eins og þú nefnir koma verst niður á aug- lýsendum. Þegar ég verð fyrir svona lög- uðu verð ég argur við auglýsandann. En við erum að velta fyrir okkur d- byrgð auglýsingastofanna og sambandi þeirra við auglýsendur annars vegar og neytendur hins vegar. Hvernig geta svona hlutirfarið í gegnum auglýsinga- stofurnar þegar menn þar hljóta að vita að þeir eru ekki að gera rétt? Ég held að auglýsingastofurnar séu ekki vísvitandi að brjóta reglur um aug- lýsingar. Um auglýsingar ferðaskrifstofa gilda ákveðnar reglur og ég veit ekki til þess að auglýsingastofur hafi verið að brjóta þær. Dœmin eru borðleggjandi. Þú segir j að reglurnar séu ekki vísvitandi brotnar j en þekkja starfsmenn auglýsingastofanna reglurnar þó nœgilega vel til þess að j getci haft þcer til hliðsjónar í daglegu starfi? Reglurnar eru til á öllum stofum og starfsmenn þekkja þær. Við höfum meðal annars haldið námskeið um siðareglurn- ar. Svo stofurnar geta ekki borið við þekkingarleysi þegar brotlegar auglýs- ingar komafrd þeim? Ég held að stofurnar reyni að halda sig við reglurnar. Við neitum oft að birta hluti sem viðskiptavinir okkar biðja okk- ur um vegna þess að við vitum að það brýtur í bága við reglumar. Við vitum hvað má og hvað má ekki og virkum j mjög oft eins og sía á auglýsendur gagn- vart neytendum. Nú tala ég fyrir hönd Sambands íslenskra auglýsingastofa. En utan þess em aðilar sem eru ef til vill ekki að vinna á sama faglega grunni og við viljum vinna á. Manstu eftir cið slíkur dgreiningur hcifi komið upp milli auglýsanda og aug- lýsingastofu um innihald og boðskap auglýsingar að stofan hafi neitað cið gera I hanci dforsendu auglýsandans? Svoleiðis dæmi eru til. Auglýsendur komast ekki upp með hvað sem er á aug- lýsingastofunum. En er sú hœtta ekki fyrir hendi að sú sem hefur strcmga siðferðilega viðmiðun missi einfaldlega viðskiptin til þeirra sem j ekki erujafn vandir að virðingu sinni? Þetta er ekki alveg svona einfalt. Við getum lent í þrýstingi frá viðskiptavinum j um að gera hlutina með einhverjum hætti sem við teljum ekki réttan, en um leið j emm við undir þrýstingi um að varan seljist og að ímynd viðskiptavinarins haldist jákvæð. Það er undir neytendum komið. Ef við fæmm í einu og öllu eftir viðskiptavini sem vildi brjóta allar reglur myndi það enda með því að hann skaðaði stöðu sína á markaðinum. Það þjónar hvorki hagsmunum hans né okkar. Þetta er spuming um að hugsa til lengri tíma. Sumir viðskiptavinir þrýsta á okkur um j skammtímaaðgerðir sem ekki em nægi- lega vel ígrundaðar og koma sér illa til langframa. Þær stofur sem hafa vit á að hugsa ekki aðeins til skamms tíma halda velli. Þær sem taka aðeins mið af óskum J viðskiptavinanna detta út af markaði. Við j verðum að taka mikið tillit til neytenda í ráðgjöf okkar við viðskiptavini. Oft koma upp vafamál og við ráðfærum okk- ur reglulega við meðal annars sérfræðing okkar í siðareglunum, framkvæmdastjóra SÍA. Við neytendur höfum þó þín orðfyrir j því að siðareglurnar séu uppi d borðum d auglýsingastofunum, að starfsmennirn- ir þekki þœr og að auglýsingastofurnar virki sem sía d auglýsendur? Já, og sú sía er góð fyrir bæði neyt- endur og auglýsendur. Én almennt vilja auglýsendur ekki brjóta reglur, af þeirri einföldu ástæðu að þetta eru yfirleitt skynsamir menn og vita að enginn græðir á þvf að brjóta reglurnar þegar til lengri tíma er litið. Veruleikinn er ekki þannig að við eigum í stöðugum erjum við vonda auglýsendur sem vilja brjóta reglur. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.