Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 6

Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 6
/ Skuldum vafin A valdi freistinganna ▲ Aukiö frjálsræði á peningamarkaöi, aukið framboð á lánsfé, afnám skömmtunar. ▲ Takmörkuð þekking og fyrirhyggja í fjármálum heimilanna. ▲ Ofneysla. A Ógætileg útlán lánastofnana, skortur á greiðslumati. ▲ Háir raunvextir. ▲ Sjálfseignarkvöð í húsnæðismálum. Þessar skýringar koma endur- tekið fram þegar fjallað er um þá þróun sem orðið hefur í fjármálum heimilanna á und- anförnum áratug eða svo; mikil aukning skulda og vax- andi greiðsluerfiðleikar. Ýmsir hafa orðið til þess að skýra þróunina. Neytenda- samtökin efndu til opins fund- ar um fjárhagsvanda heimil- anna í mars síðast liðnum, í tilefni af alþjóðadegi neyt- endaréttar og 40 ára afmæli samtakanna. I ræðu sinni á fundinum gerði Sólrún Hall- dórsdóttir, hagfræðingur Neyt- endasamtakanna, tilraun til þess að skýra hina miklu skuldaukningu heimilanna: „Reynsla mín af fjárhags- ráðgjöf og námskeiðum um hagsýni í heimilishaldi segir mér að offjárfesting- ar, ofneysla og skipulags- leysi í fjármálum sé mun algengari orsök greiðslu- erfiðleika en atvinnumiss- ir eða aðrar óvæntar að- stæður.” Sólrún Halldórsdóttir, hagfræðingur NS. ▲ Aukið frjálsræði á pen- ingamarkaði og afnám lánsfjárskömmtunar. ▲ Aukið framboð á lánsfé, ekki síst aukin fyrir- greiðsla ríkisins vegna húsnæðiskaupa. ■ Eignarstefnan Sólrún benti á að ungt fólk á íslandi hefði lengi búið við þær aðstæður að eiga ekki annarra kosta völ en að ráðast í íbúðarkaup, gjarna áður en það hefði fjárhagslegt bol- magn til að ráða við slíka fjár- festingu. Flestir ganga í gegn- um það á lífsleiðinni að koma sér upp þaki yfir höfuðið á sama tíma og þeir eignast börn og ganga í skóla. Ráð- stöfunartekjur eru þá minnstar þegar mest á ríður. Síðar aukast ráðstöfunartekjur gjarna en minni þörf er á fjár- festingum/lánum. Með tilkomu húsbréfakerf- isins var það framfaraspor að vísu stigið að meta greiðslu- getu þeirra sem sóttu um lán. Neytendasamtökin hafa þó ítrekað bent á galla greiðslu- matsins og telja að enn sé sú hætta fyrir hendi að fólk ráð- ist í dýrari íbúðakaup en for- sendur leyfa. Sólrún benti á að vanskil við Húsnæðisstofnun væru veruleg, eða sem samsvaraði því að 2.800 heimili væru sex mánuðum á eftir með greiðsl- ur til stofnunarinnar. ■ Ofneysla Þó telur Sólrún að ekki sé hægt að skýra þessa erfiðleika með húsnæðislánunum ein- um. Verulegu máli skipti að heimilin hafi tekið önnur lán til annarra hluta og þá fyrst verði greiðslubyrðin þeim of- viða; neyslulán. - Reynsla mín af fjárhags- ráðgjöf og námskeiðum um hagsýni í heimilishaldi segir mér að offjárfestingar, of- neysla og skipulagsleysi í fjármálum sé mun algengari orsök greiðsluerfiðleika en at- vinnumissir eða aðrar ófyrir- sjáanlegar aðstæður, segir Sólrún við Neytendablaðið. Hún tók einnig til þess í fyrrgreindu erindi að háir raunvextir hefðu gert fólki enn erfiðara fyrir, enda hefur umræðan um fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja að miklu leyti snúist um háa raunvexti. ■ Háir vextir í ræðu sinni á ársfundi Seðla- bankans, sem haldinn var ný- lega, rakti Jóhannes Nordal seðlabankastjóri ástæður „Kröfur til lántakenda eru ekki aðrar en að veð eða sjálfskuldarábyrgðarmaður standi á bak við lán. Ekki er spurt um greiðslugetu eins og er í húsbréfakerf- inu. Fólk geturfarið á milli bankastofnana á sama degi og fengið lán nánast eftir þörfum.” Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. hinna háu raunvaxta. „Sökum áframhaldandi halla á ríkisbúskapnum og minnkandi sparnaðar heimil- anna héldust raunvextir hærri en æskilegt hefði verið. Jafn- framt versnaði fjárhagsstaða lánastofnana verulega vegna vaxandi útlánaafskrifta,” sagði Jóhannes meðal annars. Jóhannes nefndi svipaðar ástæður fyrir skuldaaukningu heimilanna og hér hafa verið raktar, það er aukið frjálsræði á peningamarki og aukið framboð lánsfjár. Jafnframt nefndi hann stóraukna lán- tökumöguleika hjá hinu opin- bera húsnæðislánakerfi, sem tekið hefði stökkbreytingum, „fyrst með lánakerfinu frá 1986 og síðan með húsbréfa- kerfinu og vaxandi félagsleg- um lánveitingum með stór- lega niðurgreiddum vöxtum.” Hið síðast nefnda stendur uppá Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Fyrir nokkru birti Morgunblaðið grein þar sem húsbréfakerfinu var eignaður að miklu leyti sá vandi sem heimili og fyrir- tæki standa frammi fyrir og felst í miklum skuldum og háum vöxtum. ■ Freistingarnar Jóhanna sá sig knúna til að svara þessari gagnrýni (Mbl. 31. mars) og varpaði fram spurningunni: Hver er megin- skýringin á skuldaaukningu heimilanna? I svarinu segir hún bæði neytendum og bönkum til syndanna: „Ég tel að á undanförnum áratug hafi meira frjálsræði í viðskiptum opnað fyrir ýmsa lánamöguleika sem ekki voru fyrir hendi áður. Það er til- tölulega auðvelt að fá skamm- tímalán í bankakerfinu sem ekki var áður. Kröfur til lán- takenda eru ekki aðrar en að veð eða sjálfskuldarábyrgðar- maður standi á bak við lán. Ekki er spurt um greiðslugetu eins og er í húsbréfakerfinu. 6 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.