Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 8

Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 8
Seljendur eru yfirleitt ekki að flíka kostnaði við afborgunar- kaup, en auglýsa svonefnt af- borgunarverð sem í raun er fjarri þeim kostnaði sem neyt- andinn ber vegna kaupanna. Búast má við að hug- takið afborgunarverð muni öðlast nýja merk- ingu við gildistöku laga um neytendalán sem Al- þingi samþykkti nýlega. Því hefur verið spáð að lögin muni draga úr lán- tökum neytenda, enda kveða þau á um að lán- veitendum beri að upp- lýsa neytendur um allan kostnað af láninu, bæði í auglýsingum og í tilboð- um sem veitt eru á sölu- staðnum. Lögin eiga einnig að tryggja að neytendur geti borið saman Viðmiðunarverð á lánum með auðveldum hætti hin ýmsu tilboð um lánskjör. Uppfrá því verður hægt að ræða um “kílóverð” eða við- miðunarverð á lánum. Lög um neytendalán eru meðal þeirra laga sem Alþingi af- greiðir í tengslum við samn- inginn um evrópskt efnahags- svæði. Lögin taka gildi 1. október næst komandi. Neytendasamtökin hafa fagnað tilkomu laganna þar eð þeim er ætlað að auðvelda neytendum mjög að gera sér grein fyrir raunverulegum kostnaði við lán og afborgun- arkaup, sem og samanburð á mismunandi tilboðum um lán- veitingar. í auglýsingum seljenda er gjarna talað um afborgunar- verð, sem þó er í raun fjarri því að samsvara kostnaði neytenda við kaupin. Ef við gefum okkur að auglýst af- borgunarverð í núverandi merkingu sé 100 þúsund krónur, má gera ráð fyrir að kostnaður neytenda við kaup- in verði um það bil 10 prósent meiri, eða um 110 þúsund krónur, sé miðað við 12 af- borganir. Þar er komið hið raunverulega afborgunarverð. Eitt mikilvægasta ákvæði nýju laganna kveður á um að í auglýsingum og tilboðum sem liggja frammi á sölustað skuli tilgreina vexti, lántökukostn- að og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Sé lánveitandi jafnframt seljandi vöru eða þjónustu skal hann einnig gefa upp staðgreiðsluverð. Árleg hlutfallstala kostnað- ar er það sem nefna má við- miðunarverð á lánum. Þar er átt við heildarlántökukostnað, lýst sem árlegri hlutfallstölu höfuðstólsins, reiknuð út sam- kvæmt aðferð sem kveðið verður á um í reglugerð. Þetta nýmæli á að gera neytendum kleift að bera saman hin ýmsu tilboð en við núverandi að- stæður hefur það jafnvel reynst viðskiptafræðingum örðugt að bera saman tilboð um lán. í lögunum er einnig að finna þá nýjung að neytandi getur krafist lækkunar á láns- kostnaði, greiði hann fyrir umsamdan gjalddaga. Lækk- unin nemur þá þeim vöxtum eða öðrum kostnaði sem greiða átti eftir greiðsludag. Til þessa hefur lánveitandi haft einhliða heimild til þess að hækka kostnað þegar drátt- ur verður á greiðslu. Með nýju lögunum myndast meira jafnræði með aðilum. í lögunum segir að láns- samningur skuli vera skrifleg- ur og að við gerð samningsins skuli lánveitandi veita neyt- anda upplýsingar um: AHöfuðstól, það er lánsfjár- hæð án nokkurs kostnaðar. AFjárhæð útborgunar, það er höfuðstól að frádregnum lánskostnaði. AÁrlega nafnvexti. ALántökukostnað í krónum. AÁrlega hlutfallstölu kostnaðar. AHeildarupphæð þá sem greiða skal, það er samtölu höfuðstóls, vaxta og láns- kostnaðar. AFjölda einstakra greiðslna, fjárhæð þeirra og gjalddaga. AGildistíma samningsins og skilyrði uppsagnar hans. Við þessar upplýsingar verður lánveitandinn að standa, enda þótt of lágt sé reiknað. Lögin gilda ekki um eftirtalda lánssamninga: ASamninga sem giida skemmri tíma en þrjá mánuði. ASamninga sem fela í sér endurgreiðslur án vaxta og kostnaðar. ALeigusamninga, nema eignarleigusamninga. ASamninga að lægri fjárhæð en 15.000 kr. eða hærri en 1.500.000. ASamninga sem tryggðir eru með veði í fasteign. ASamninga í formi yfirdrátt- arheimildar af tékka- reikningi. ASamninga sem gerðir eru í því skyni að kaupa eða við- halda fasteignum, eða til þess að reisa, endurnýja eða endurbæta byggingu. 8 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.