Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 13

Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 13
Þjóðlífsmál Stefnur eru ekkert spaug ■^jóðlífsmálið er enn til meðferðar hjá okkur og ■^mér virðist að málið muni ekki leysast endan- lega í bráð. Mér finnst mikilvægt að við neytendur drögum ákveðinn lærdóm af þessu máli, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, í samtali við Neytendablaðið. -1 fyrsta lagi minnir þetta mál okkur á mikilvægi þess að geyma kvittanir fyrir greiðsl- um. I öðm lagi að við ættum að fara fram á skriflega stað- festingu á uppsögn áskrifta. I þriðja lagi höfum við nokkur dæmi um að fólk hafi hunsað áskorunarstefnur, ýmist vegna þess að það hafði þegar greitt Svörin við þessum spurning- um og ótal öðrum er að finna í bók sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Náms- gagnastofnun hafa gefið út um næringargildi matvæla. I bókinni eru næringarefnatöfl- ur þar sem birtar eru upplýs- ingar um rúmlega 600 fæðu- tegundir. Bókin er sögð henta öllum þeim sem vilja kynna sér næringargildi matvæla og á að nýtast jafnt nemendum sem almenningi. í næringarefnatöflunum er að finna upplýsingar um 18 eða taldi sig aldrei hafa keypt áskrift. Það ætti enginn að gera. Askorunarstefnur eru ekkert spaug. Við þekkjum dæmi þess að fólk hafi fengið á sig dóm sem það hefði getað komið í veg fyrir með því að mæta fyrir dómi. Nú vofir yfir þessu fólki hótun um nauðung- arsölu eigna, segir Jóhannes. næringarefni, auk vatns, kól- esteróls og orku. Fjallað er um ávexti og ber, drykki, egg, feitmeti, fisk og fiskafurðir, grænmeti og kartöflur, kjöt og kjötafurðir, kornmat, krydd og hjálparefni, mjólk og mjólkurafurðir, rétti svo sem súpur, sósur og fleira og syk- ur og sælgæti. I viðaukum er að finna upplýsingar um skammtastærðir og þyngd matvæla, ráðlagða dag- skammta ýmissa efna og alkóhól. Þjóðlífsmálið vakti á sínum tíma mikið uppnám í samfélag- inu. Neytendasamtökin hafa haft mikil afskipti af málinu fyrir hönd félagsmanna sinna sem telja sig hafa verið órétti beittir. Auk þess er kæra Neyt- endasamtakanna vegna málsins í rannsókn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Fyrir nokkru var ákveðið að rannsókninni yrði hraðað en henni er ekki lokið þegar þetta er skrifað. Upphaf málsins varð þegar eigendur tímaritsins Þjóðlífs seldu fyrirtækinu Utey ógreiddar kröfur vegna áskrifta. Þegar kaupandi krafn- anna hófst handa við innheimt- ur (innheimtur og ráðgjöf) kom í ljós að enginn fótur var fyrir sumum krafnanna. Dæmi voru um kröfur á hendur fólki sem aldrei kvaðst hafa keypt áskrift. Sumir gátu sýnt fram á að þeir hefðu þegar greitt. Neytendur hafa lent í ýms- um hremmingum vegna þess- ara viðskipta með innheimtu- kröfur. Sumum tókst að kæfa málið í fæðingu með því að sýna greiðslukvittun. Aðrir em enn að berjast við þennan draug úr fortíðinni. Eins og kemur fram í máli Jóhannesar Gunnarssonar em dæmi um að fólk hafi hunsað áskomnarstefnur vegna meintra vangoldinna krafna. Sumir þessara aðila hefðu get- að sannað sakleysi sitt fyrir dómi með því að sýna greiðslukvittun. Það létu þeir hjá líða og eiga nú yfir höfði sér ijárnám. Aðrir mættu ekki fyrir dómi vegna þess að þeir töldu sig aldrei hafa gerst áskrifendur nema tímabundið og greitt að fullu fyrir þá áskrift. Nöfn þeirra voru þó áfram á áskrif- endalistum Þjóðlffs og til varð greiðslukrafa. Erfitt er að færa sönnur á málsatvik í tilvikum sem þessum. Enn aðrir brenndu sig á því að hafa samband við Þjóðlíf þegar innheimtubréf barst frá innheimtufyrirtækinu. Dæmi eru um að Þjóðlíf hafi fengið greitt fyrir kröfur sem það hafði selt öðrum. Önnur dæmi em um að Þjóðlíf hafi fullviss- að viðkomandi um að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af mál- inu, því yrði kippt í lag. Hið næsta sem gerðist í málinu var að þessu fólki var stefnt fyrir dóm. Kröfur af þessu tagi safna gríðarlega miklum kostnaði, þeim mun meiri eftir því sem lengra líður. í einu tilviki sem er til umfjöllunar hjá Neyt- endasamtökunum var upphaf- lega um að ræða skuld uppá 2.960 krónur. Með öllum kostnaði er þessi skuld nú orð- in nær 47 þúsund krónur og safnar dráttarvöxtum þar tií greitt verður. Verði krafan ekki greidd, kemur til nauðungar- sölu á fasteign viðkomandi. Þessi fyrrverandi áskrifandi mætti fyrir dómi, en hafði ekki greiðslukvittun. Metár hjá siðanefnd blaðamanna Siðanefnd Blaðamanna- félags íslands hefur aldrei fjallað um jafn marg- ar kærur á einu ári og í fyrra. Alls tjallaði nefndin um 13 kærur í fyrra, en áður hafa nefndinni að jafnaði borist sex til sjö mál á ári. Siðanefnd fjallar um skriflegar kærur vegna meintra brota á siðareglum Blaðamannafélagsins. Sam- kvæmt reglunum ber kær- anda að leita leiðréttingar sinna mála hjá viðkomandi fjölmiðli áður en hann sendir siðanefnd kæru sína. Þeim sem vilja kynna sér siðareglurnar er bent á að þær birtust í Neytendablað- inu fyrir tveimur árum (3. tbl. 1991), en þær má einnig fá hjá Blaðamannafélagi ís- lands, Síðumúla 23, s. 39155. NÆRINGARGILDI MATVÆ LA NÆRI NGAREFNATÖFLUR. NÁMSGAGNASTOrNUN RANNSÓKNASTOINUN IANDRUNADARINS Næringargildi fæðunnar Hversu margar kaloríur eru í hundrað grömmum af aðalbláberjasultu? Er kínakál ríkt að steinefnum? Hvaða vítamín er helst að finna í hvítlauk? Hvernig breytist næringargildi lauks við steikingu? Eru kartöflur trefjaríkari en annað grænmeti? NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 13

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.