Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 14
Debetkort
Stefnt að útgáfu í sumar
íankar og kortafyrirtæki stefna að því að hefja útgáfu debetkorta í vor eða
tsumar. Gert er ráð fyrir að kortin muni leysa tékka af hólmi að miklu leyti og
eru kortin talin hafa þá kosti umfram tékka að vera í senn ódýrari og öruggari.
Enn fremur má búast við að draga muni úr notkun kreditkorta. í könnun sem
Neytendasamtökin gerðu fyrir ári kom fram talsverður áhugi á debetkortum og
kvaðst stór hluti svarenda myndu láta debetkortið koma í stað kreditkortsins.
Flestir hugðu þó að þeir myndu nota hvort tveggja, en mestur áhugi fyrir debet-
kortum kom fram meðal þeirra sem þegar höfðu kreditkort.
Eins og fram kemur annars
staðar í opnunni er enn ekki
ljóst hvað það mun kosta að
fá debetkort og hvemig kostn-
aðurinn mun skiptast milli
notenda og viðtakenda, verði
honum yfirleitt skipt.
Eins og ílestum er kunnugt
greiða notendur kreditkorta
aðeins lítinn hluta kostnaðar
vegna notkunar þeirra beint.
Notendur greiða stofngjald og
síðan árgjald fyrir kortið, auk
mánaðarlegs útskriftargjalds,
en annan kostnað greiða þeir
sem taka við kortunum sem
greiðslu, það er verslanir og
þjónustuaðilar. Þeir greiða
þóknun til kortafyrirtækjanna
á bilinu eitt og upp í tæplega
þrjú prósent af hverri úttekt.
Til viðbótar kemur vaxta-
kostnaður og jafnvel afföll af
seldum nótum og leiga á raf-
rænum búnaði.
Þessi kostnaður er í al-
mennu vöruverði og greiðist
því jafnt af öllum, korthöfum
og öðrum, nema þar sem
veittur er staðgreiðsluafslátt-
ur.
Ljóst er að mörgum selj-
endum, einkum þeim stóru, er
mikill hagur að notkun kredit-
korta, en aðrir vilja mikið til
vinna að losna við kortin og
gefa því verulegan afslátt
gegn staðgreiðslu.
■ Andstæða kreditkorta
Segja má að debetkort sé and-
stæða kreditkorts, eins og
nöfnin bera með sér. Kredit-
kort er lánskort en debetkort
er staðgreiðslukort, þar eð út-
tektin verður færð af tékka-
reikningi korthafans á reikn-
ing seljanda samdægurs. Auk
þess munu debetkortin gilda
sem tékkaábyrgðarkort og
hraðbankakort. Þau má nota
jafnt erlendis sem hér heima.
A kortunum verður litmynd af
korthafa til þess að draga úr
hættu á misferli. Debetkortin
verður aðeins hægt að nota
þar sem rafrænn búnaður er
fyrir hendi, það er svonefndir
posar.
Ekki er ljóst hvemig eftir-
liti með úttektum verður hátt-
að en gera má ráð fyrir að
grennslast verði fyrir um inni-
stæðu fyrir úttektum yfír
ákveðnu marki.
■ í stað tékka
Talið er að debetkortin muni
leysa tékka af hólmi að miklu
leyti, einkum þó að draga
muni úr útgáfu smárra tékka.
Talið er að um 25 miljónir
tékka séu gefnar út hérlendis
á ári en mestur hluti þeirra er
uppá tíu þúsund krónuf og
minna. Mikill kostnaðurer
samfara tékkanotkun og er
það hald manna að sparnaður
muni nást með tilkomu debet-
korta. Jafnframt hefur fölsun
tékka og útgáfa innistæðu-
lausra ávísana verið til vand-
ræða en debetkort eiga að
vera mun öruggari greiðslu-
máti.
í ársskýrslu Rannsóknar-
lögreglu ríkisins 1992 kemur
fram að fölsun tékka var mun
algengari í fyrra en árið á
undan. Aukningin nemur um
50 af hundraði. Árið 1991
voru falsaðir tékkar að upp-
hæð um 16,5 miljónir króna
en í fyrra fór upphæðin yfír
20 miljónir.
Debetkortin verða jafn-
framt hraðbankakort og
tékkaábyrgðarkort. A bak-
hlið kortsins verður lit-
mynd afkorthafa til þess
að draga úr hœttu á mis-
ferli. Hér til hliðar er sýn-
ishorn afkortinu sem
Kreditkort mun gefa út, en
Visa gefur út kort undir
nafninu Electron.
Rætt um innheim
Enn er óljóst hverjum verður gert að greiða kostnað-
inn vegna notkunar debetkorta. Halldór Guðbjarna-
son bankastjóri segist búast við að kostnaðurinn lendi á
bæði notendum og kaupmönnum, en Kaupmannasam-
tökin hafna þeirri hugmynd að kaupmenn taki á sig
kostnað. í tengslum við þessa umræðu hefur verið rætt
um það í bönkunum að krefja notendur þjónustu í ríkari
mæli um gjald fyrir hana, en að sögn Halldórs Guð-
bjarnasonar ætti með því að vera hægt að draga úr
vaxtamun. Meðal annars hefur verið rætt um innheimtu
færslugjalda vegna notkunar tékka og greiðslukorta.
Halldór Guðbjarnason er for-
maður nefndar sem bankar,
sparisjóðir og kortafyrirtæki
settu á fót til þess að undirbúa
útgáfu debetkorta. Kortafyrir-
tækin eru bæði í eigu sömu
aðila; banka og sparisjóða.
- Við höfum verið að út-
færa hinar tæknilegu hliðar
málsins og erum komnir að
því sem snertir streng í hjarta
manna, það er spurningunni
um skiptingu kostnaðar. I því
sambandi er jafnframt verið
að móta stefnu bankanna á
þessu sviði, segir Halldór.
Hann vísar til þeirrar gagn-
rýni sem beinst hefur að
bönkunum um að vaxtamunur
sé hærri hérlendis en í nálæg-
um löndum. Halldór telur
þessa gagnrýni ekki fyllilega
eiga rétt á sér en bendir á að
vaxtamunur hafi staðið undir
kostnaði vegna ýmissar
greiðslumiðlunar, sem sé
verulegur hluti af starfsemi
bankanna til hliðar við eigin-
lega innlána- og útlánastarf-
semi.
- Eigi vaxtamunur að geta
minnkað verður að koma til
stefnubreyting í þá átt að þeir
sem notfæri sér þjónustu á
borð við greiðslumiðlun borgi
jafnframt fyrir þá þjónustu.
Þessi stefna hefur verið uppi
hjá erlendum bönkum og þeir
hafa fylgt henni af meiri
ákveðni í þeirri kreppu sem
einkennt hefur efnahagslíf
Vesturlanda síðustu misseri.
14
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993