Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 16

Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 16
Skuldaskil í vistkreppu Betra líf með minna um Eg býst viö að flestir lesendur þessa tímarits hafi alist upp í þeirri skoðun að eftir þvi sem árin líða verði úr meira að spila. Þeir standi að líkindum enn í þeirri trú að á eftir hverri „lægð” í efnahags- málum hljóti að koma „uppsveifla”, svo notað sé alþekkt líkingamál álitsgjafanna sem tala daglega til okkar í útvarpi og sjónvarpi. Þar fara stjórnmálaforingjarn- ir fremstir í flokki. Engir fá þar oftar orðið til að tjá sig um ástand og horfur í efna- hagsmálum. Til þess að halda fylgi sínu verða þeir að láta sem þeir skilji mæta vel hvar við stöndum og hafi lausnir á því sem virðist valda kjósend- um áhyggjum. Viti hvernig eigi „að vinna sig út úr vand- anum”. Lausnarorð eins og hagræðing og samkeppni - og ódýrt bjartsýnishjal um ný- sköpun og ótal tækifæri sem fari að opnast á sameiginleg- um stórmarkaði Evrópuþjóða eiga sinn þátt í að viðhalda goðsögninni um endalausan hagvöxt og meiri neyslu um ófyrirsjáanlega framtíð. Eigum við að halda áfram að trúa slíku tali? Hvers konar neysluvæntingar byggjast á raunsærri skoðun á auðlindum jarðar og réttlátri nýtingu þeirra? ■ Takmörk vaxtar Hér verður ekki varið rúmi í ítarlegar skýringar á því á hvers konar lífsgrunni við- stöndum hér heima og í víð- ara samhengi. Eg veit að les- endum er meira og minna kunnugt um ástand fiskstofna okkar. Margir hafa heyrt af sex lélegum þorskárgöngum og vita að erfiðara reynist með árunum að ná því sem leyft er að veiða þótt veiðar- færin, tæknin og skipin, sem beitt er við veiðarnar, verði sífellt öflugri. Og flestir hafa vafalaust heyrt sitthvað um eyðingu skóga og gróðurlend- is síðan landið var numið. Fréttum fjölgar af því hvernig lífsskilyrði á jörðinni rýrna samhliða stórfelldum náttúru- spjöllum sem fylgja hagvaxt- arsókn og neyslukappi. Þarfar áminningar um hvert stefnir birtast í gögnum frá Samein- uðu þjóðunum og stofnunum sem helga sig rannsóknum á lífríki og hagþróun. Ein sú virtasta, World- watch Institut í Washington, gefur árlega út yfirlitsritið State of the World sem þýtt er á helstu þjóðtungur. I ritinu þeirra 1993 segir meðal annars: „Umhverfisspjöllin af völdum efnahagsstarfsemi undanfarandi áratuga birtast nú í minnkandi afrakstri rækt- aðs lands, skóga, úthaga og fiskstofna. Ennfremur í svim- andi kostnaði við að verjast mengun frá varasömum úr- gangi, vaxandi kostnaði af baráttu við krabbamein, við mein sem hrjá nýbura, við of- næmi, astma og aðra öndunar- færasjúkdóma; og vaxandi- hungursneyð.“ ■ Öfugsnúin markaðssókn Ef við viðurkennum að vexti eru takmörk sett, auðlindir náttúrunnar ekki ótæmandi, þá höfum við forsendur til að skilja nauðsyn þess að draga úr neyslu. Þá fer hjal stjóm- málamanna um að fá „hjól at- vinnulífsins til að snúast hrað- ar” falskan tón í eyrum okkar. Jafnvel ógnvænlegan. Við gætum farið að krefjast þess að hægt verði á hjólum fram- leiðsluvélarinnar sem matar markað þeirra 700 milljóna sem versla á offylltum mark- aði þar sem að minnsta kosti sjö bragðtegundir af hverri matvörutegund eru í boði og mikið fé og tími lagt í að þróa nýjar! Markaði þar sem sífellt reynist torveldara að vekja at- hygli og selja vöru og þjónustu. Sívaxandi kynningar- og aug- lýsingakostnaður íþyngir þar framleiðendum og kaupend- um, eykur það sem ég hef nefnt umbúðakostnað við mannlíf og rekstur. Markaði sem flestir sækja á einkabíl. Orku- og hráefna- frekum markaði sem hefur orðið til meðal annars vegna þess að fyrir utan hann standa meira en fjórir milljarðar fá- tæks fólks sem vinnur fyrir brot þess kaups sem þarf til Hörður Bergmann fræðslufulltrúi er höfundur þessarar greinar. Hann hefur samið fjölda kennslubóka og var einn af stofnendum og fyrsti formaður Hagþenkis. Á undanförnum árum hefur hann birt gagnrýnar grein- ar um þjóðfélagsmál, en niðurstöður gagnrýni hans birtust í bókinni Umbúða- þjóðféiagið. að vera með í neyslukapp- hlaupi umbúðaþjóðanna. Þar hefur snauður fjöldi misst besta land sitt undir ræktun á matvælum sem ríku þjóðirnar borga sífellt minna fyrir. Sá fimmtungur mannkyns notar 4/5 þeirrar orku og hráefna sem eytt er á ári hverju. ■ Endurskoðun lífshátta Þessi ójöfnuður og alvarleg náttúruspjöll blasa við þeim sem hafa augun opin. Lífsskilyrðum uppvaxandi kynslóðar er ógnað jafnt í hin- um ríka og fátæka hluta heims. Þeir sem hafa búið vel í ríku landi eru ekki lengur öruggir um hag sinn eins og dæmin frá Færeyjum, Finn- landi, Italíu og jafnvel Banda- ríkjunum bera vitni um. Þær breytingar, sem má merkja á lífsskilyrðum jarðar- búa og vitna um þau takmörk sem vexti eru sett, fela í sér kröfu um endurmat á þeim lífsháttum sem valda mestri meinsemd. Hér á landi er þetta einnig orðið brýnt. Of- framboð á hinum þrönga markaði þein a ríku hefur gert marga framleiðslu- og sölu- drauma, sem vaknað hafa hér á landi, að engu. Það gildir um fiskeldi, loðdýrarækt og ál- og kísilmálmvinnslu. Vandséð er hvernig sí- harðnandi samkeppni á evr- ópska stórmarkaðinum á að opna ótal tækifæri: Ljóst er að fyrirtækin reyna ekki síst að sigra í henni með því að fækka fólki og fá sem ódýrast vinnuafl. Því vex atvinnuleysi og færri verða til að taka öll- um tilboðunum á markaðnum. Fram til þessa hefur verið hægt að standa undir dýru heimilishaldi með því að bæta við sig vinnu. Sá möguleiki þrengist eftir því sem dregur úr eftirspurn. Það er orðið tímabært að endurskoða væntingar sínar og kröfur. Ekki bara af ein- 16 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.