Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 19

Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 19
• • Bílasölur Nú liggja fyrír drög að frumvarpi um sölu notaðra bíla og er gert ráð fyrir að viðskiptaráðherra leggi frumvarpið fyrir Alþingi í haust. Frumvarp fyrir þingið í haust Viðskiptaráðherra stefnir að því að leggja frumvarp til laga um sölu notaðra bíla fyrir Alþingi í haust. Nú liggja fyrir drög að frumvarpi og í því er að finna mikilvæg ákvæði um skyldur bílasala, skilyrði fyrir leyfi til bílasölu, tryggingar og fleira. Komið hefur fram að talsmenn neytenda telja ófremdarástand ríkja í við- skiptum með notaða bíla. Talsmenn Neytendasamtakanna og Félags íslenskra bifreiðaeigenda hafa hvatt til lagasetningar um starfsemi bílasala með skýrum ákvæðum um réttindi, skyldur og ábyrgð þeirra. Ingi Björn Albertsson alþing- ismaður gerði ítrekaðar til- raunir til þess að vinna slíkri lagasetningu fylgi á Alþingi fyrir nokkrum árum en þing- ið sá ekki ástæðu til þess að afgreiða málið þá. í drögum að frumvarpi við- skiptaráðherra er meðal ann- ars kveðið á um að óheimilt sé að hafa með höndum versl- un eða umboðssölu með not- uð ökutæki nema að fengnu sérstöku leyfi sýslumanns. Auk þess skuli bflasalar hafa fullgilt verslunarleyfi. Gert er ráð fyrir að bflasal- ar leggi fram tryggingu til greiðslu kostnaðar og tjóns sem þeir kunna að valda við- skiptavinum sínum, hvort sem um er að ræða ásetning eða gáleysi. Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að fylgt verði stöðluðum kaupsamnings- og afsalseyðu- blöðum sem gefin verði út af viðskiptaráðuneytinu. Einnig skal samkvæmt drögunum fylgja lýsing á ástandi öku- tækisins og notkunarferli þess, auk yfirlýsingar um veð- bönd og válryggingar. Einnig skal fylgja vottorð úr öku- tækjaskrá, sem sýni ótvírætt að seljandinn sé eigandi öku- tækisins. Gert er ráð fyrir að bflasalinn skuli eftir föngum staðfesta að lýsing ökutækis og upplýsingar um það séu sannleikanum samkvæmt. I drögunum er ákvæði um að ráðherra geti sett nánari reglur um upplýsingar sem fylgja skuli ökutækinu og skyldur bifreiðasala í því sambandi. Hér verður ekki farið nánar út í efni frumvarpsins, enda er aðeins um drög að ræða. Sem fyrr segir telja tals- menn neytendasamtaka, sem látið hafa sig málið varða, að lagasetning geti aukið mjög öryggi þeirra sem selja og kaupa notaða bíla. Mál sem borist hafa Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Neytenda- samtökunum sýna að full þörf er á lagasetningu af þessu tagi. Astæða er til að hvetja þá sem hyggjast kaupa notaða bíla að gefa sér góðan tíma og kynna sér málin vel. Þeim sem óska eftir nánari upplýs- ingum og ráðleggingum er bent á 4. tölublað Neytenda- blaðsins í fyrra. NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU ACO hf., Skipholti 17 Alþýðusamband íslands, Grensásvegi 16a Atlantik. Kringlunni 4 Bakarí Friðriks Haraldssonar, Kársnesbraut 96 Bandalag háskóla- menntaðra rikisstarfsmanna, Lágmúla 7 Bifreiða verkstæði Þorsteins, Dalshrauni 11 Bifreiðaverkstæðið Áki, Sæmundargötu 1b, Sauðárkróki Bílasalan Auðvitað, Höfðatúni 10 Bíliðnafélagið, Suðurlandsbraut 30 Björn og Guðni sf. - skrúðgarðyrkjumeistarar, Kaplahrauni 7c Bossanova hf. - skóverslun, Kringlunni 8-12 Bónus, Skútuvogi 13, Iðufelli 14, Reykjavíkurvegi 72, Smiðjuvegi 2, Faxafeni 14 og Seltjarnarnesi Brekkuval hf., Hjallabrekku 2 Búnaðarfélag íslands, Bændahöllinni Hagatorgi Dynjandi hf., Skeifunni 3h Efnalaug Garðabæjar, Garðatorgi 3 Efnalaugin Hreinn, Hólagarði, Lóuhólum 2-6 Einar Farestveit & Co, Borgartúni 28 Faco hf., Laugavegi 89 Fatahreinsun Kópavogs, Hamraborg 7 Félag blikksmiða, Suðurlandsbraut 30 Félag bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21 Félag flugmálastarfsmanna, Reykjavíkurflugvelli Félag framreiðslumanna, Óðinsgötu 7 Félag íslenskra flugumferðar- stjóra, Grensásvegi 16 Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi.Garðarsvegi 6, Seyðisfirði Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Hveragerði First, Strandgötu 30 Fiskmarkaðurinn hf., Óseyrarbryggju Frami, Fellsmúla 26 Gala - tískuhús, Laugavegi 101 Hár-Expó, Laugavegi 33 Heimsklúbbur Ingólfs, Austurstræti 17 Hjólbarða verkstæðið, Asgarði, Garði íþróttakennarafélag íslands, Kennarahúsinu v/Laufásveg Kaupsel hf., Laugavegi 25 Kennarasamband íslands, Kennarahúsinu v/Laufásveg Kringlusport, Borgarkringlunni NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 19

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.