Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 21

Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 21
Þessi grein er sú fjórða í röð greina sem Neytendablaðið birtir í samvinnu við Ljóstæknifélag Islands, en markmið þess er að stuðla að betri lýsingu og sjónskilyrðum og veita almenna, hlutlausa fræðslu um allt er varðar lýsingu og sjónstarf. Þeir sem vilja leita ráða um lýsingu á heimili sínu geta snúið sér til Neytendablaðsins með fyrirspurnir. Blaðið mun leita svara við þeim hjá Ljóstæknifélaginu. Vinsamlega skrifið til: Neytenda- blaðið - lýsing, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík. Bergur Jónsson, rafmagnsverkfræðingur og forstjóri Rafmagns- eftirlits ríkisins, skrifar tengingu, nema þeir séu með tvöfalda einangrun eða fyrir smáspennu. Ef lampi er með tvöfalda einangrun eða notuð er smáspenna, má ekki jarð- tengja hann og gildir þá einu úr hvaða efni lampinn er. ■ Brunahætta Of mikil hitamyndun getur orðið af ýmsum ástæðum í lömpum. Algengast er að not- aðar séu of stórar perur (mælt í wöttum, W) en ýmsar aðrar aðstæður geta legið til þess: Heft loftstreymi (minnkuð kæling), of lítið rými um- hverfis lampann (á oftast við um innfellda lampa), lausar tengingar og bilaðar straum- festur í flúrlömpum. Hitamyndun í lömpum verður skiljanlegri þegar á það er bent að í venjulegum glólampa breytast einungis fimm prósent af orkunni, sem lampinn tekur, í ljós. Afgang- urinn verður að varma. Sé dæmi tekið um 60 W peru, breytast 3 W í ljós en 57 W í varma. í smáflúrpípum (“sparper- um”) breytast hins vegar 20 prósent orkunnar í ljós. 13 W smáflúrpípa gefur frá sér heldur meira ljós en 60 W glópera og notar til þess tæp 3 W, en aðeins rúm 10 W breyt- ast í varma. Smáflúrpípur eru heldur fyrirferðarmeiri en glóperur. Því er ekki alltaf unnt að breyta lampa á þann hátt að nota smáflúrpípu í stað gló- peru. ■ Fylgið leiðbeiningum! Hafa ber í huga, þegar merkt er á lampa til dæmis “Max 60 W”, að ekki má nota stærri glóperu í lampann en 60 W. Stærri pera getur valdið tjóni á lampanum og umhverfi hans. Ljóskastara ber ávallt að setja upp samkvæmt leiðbein- ingum framleiðenda. Séu þeir innfelldir í loft, verður að vera nóg rými bak við þá, svo að hiti safnist ekki fyrir. Á ljóskösturum á að vera greinilegt merki um það, hversu nálægt brennanlegum hlutum ljóskastarinn má vera. Notið ávallt rétta gerð af per- um. Kastaraperur eru ýmist með speglum sem varpa ljós- inu fram á við, aftur fyrir sig á vegg eða á lampann sjálfan, eða spegillinn beinir ljósinu til hliðar. Farið ávallt eftir leiðbeiningum sem framleið- andi lampans gefur. ■ Margt að varast Látið aldrei brennanlega hluti liggja upp við óvarða peru. Handlampar og önnur vinnu- Ijós eiga ávallt að vera með hlífðargleri og hlífðameti en aldrei minna en með öðru hvoru þeirra. Sé pera í vinnu- ljósi óvarin, getur hún valdið slysi og bruna ef hún brotnar. Spennuhafa hlutar pemnnar eru þá óvarðir gegn snertingu og hitinn frá glóandi þráðum Hvað þýða merkin? ®,Þetta merki táknar jarðtengingu. Gula og græna tengiþráðinn á að tengja þar sem þetta merki er. Athugið hvaða raftæki eiga að vera jarðtengd. Raftæki með þetta merki eru með tvöfalda einangrun. Þau má ekki jarðtengja. Raftæki með þetta merki má heldur ekki jarðtengja. Á vönduðum kösturum er merk- ing sem sýnir þá lágmarksfjar- lægð frá brennanlegu efni (t.d. gluggatjöldum og þess háttar) sem framleiðandinn ábyrgist. Sé kastarinn hafður nær, er hætta á íkveikju vegna hitans frá honum. fPera af þessari gerð varpar Ijós- inu til baka. Merkið þýðir að nota má peru af þessari gerð í viðkom- andi lampa. Þar sem þetta merki er ekki, ætti ekki að nota svona peru. Mörg rafföng þurfa að vera varin gegn raka, ryki og vatni, til dæmis lampar í baðherbergi og þvottahús, svo og útiljós. Tákn fyrir raka- eða vatnsvörn er vatnsdropi, eða stafirnir IP ogtvær tölur. Einn dropi (IP 21 og IP 22) táknar að tækið sé varið gegn raka, gufu og dropum, til dæmis til notkunar í baðherbergi. Dropi í ferningi (IP 23) táknar að tækið sé regnvarið, en þó öruggast að nota það í skjóli, til dæmis úti- Ijós undir skyggni. A Dropi í þríhyrningi (IP 34 og IP 44) /táknar að raffangið sé skvettvarið, / A \ það er þoli vatnsgusur úr öllum / ^ \ áttum. Tveir þríhyrningar með dropa (IP 55 og IP 66) tákna vörn gegn vatni sem sprautað er úr öllum áttum. MAX 60 W Þetta táknarað hámarksstærð peru í lampann er 60 W. Sé stærri pera notuð, ábyrgist framleiðandinn ekki að lampinn þoli þann hita sem þá myndast. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 21

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.