Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 25

Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 25
skuli bættur gallinn honum að kostnaðarlausu. Samkeppnisstofnun getur sett nánari reglur til að koma í veg fyrir að upplýsingar séu villandi eða óhæfilegar gagn- vart neytendum. ■ Gagnsæi markaðarins Mikilvægt hlutverk Samkeppn- isstofnunar verður að hafa eftir- lit með gagnsæi markaðarins, sem svo er nefnt. Með því er meðal annars átt við merkingu vöru, til dæmis verðmerkingu. Samkeppnisstofnun hefur heimild til þess að gefa fyrir- tækjum sérstök fyrirmæli um að auðvelda neytendum að meta verð og gæði vöru. Gert er ráð fyrir að Sam- keppnisstofnun alli upplýsinga um verð, verðmyndun og önnur viðskiptakjör. í því sambandi hefur verið rætt um samstarf við neytendafélög um öflun gagna á landsbyggðinni, enda hefur Samkeppnisstofnun ekki nema einn starfsmann utan höf- uðborgarsvæðisins. Neytendur geta því eftir sem áður reiknað með að birtar verði verðkannanir í ætt við þær sem Verðlagsstofnun birti. ■ Greiðslukort Eins og lesendum Neytenda- blaðsins er kunnugt hafði Al- þingi um langt skeið til með- ferðar frumvarp til laga um greiðslukortastarfsemi. Neyt- endasamtökin höfðu lýst yfir stuðningi við frumvarpið en það varð ekki að lögum. Þess í stað var brugðið á það ráð að setja sérstakan kafla um greiðslukortastarfsemi í sam- keppnislögin. I frumvarpi til samkeppnislaga var ráðherra veitt rúm heimild til setningar nánari reglna um greiðslukorta- starfsemi en í lögunum er eng- in slík heimild. í kaflanum.um greiðslukort Adam Smith skrifaði Jýrir rúmlega 200 árum að “fjár- magnseigendur gœtu undir engum kringumstœðum komið saman, jafnvel þó tilefnið vœri einungis til ánœgju eða skemmtunar, án þess aðfé- lagsskapurinn endaði í ein- hvers konar samsœri gegn al- mannaheill eða leynilegu samkomulagi um verðhœkk- anir. ” Um 100 árum síðar litu fyrstu samkeppnisreglurnar dagsins Ijós í Bandaríkjunum. segir að Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð skuli hafa eftir- lit með slfkri starfsemi. „Skal þess gætt að viðskipta- hættir séu sambærilegir hér við það sem almennt gerist í helstu viðskiptaríkjum Islendinga,” segir í lögunum. Ennfremur segir þar að telji samkeppnisráð að viðskipta- skilmálar kortaútgefenda feli í sér óréttmæt skilyrði sem að- eins taki mið af eigin hagsmun- um eða komi niður á hagsmun- um korthafa eða greiðsluviðtak- enda, geti það lagt bann við slíkum skilmálum og gert kortaútgefanda að breyta þeim. Tíminn leiðir í ljós hvort á þessi ákvæði mun reyna og hvemig samkeppnisráð túlkar þau hverju sinni. Gagnrýna skipan samkeppnisráðs Neytendasamtökin hafa gagnrýnt skipan samkeppnisráðs harðlega og lagt það undir dóm umboðsmanns Alþingis hvort hún sé í samræmi við samkeppnislögin. Einkum hafa samtökin efasemdir um að skipan framkvæmda- stjóra VSÍ og formanns Rafiðnaðarsambandsins samrýmist ákvæðum laganna. í athugasemdum við frum- varp til samkeppnislaga lögðust Neytendasamtökin og fleiri gegn því að sér- stakir fulltrúar hagsmunaað- ila á borð við VSI og ASÍ ættu sæti í samkeppnisráði. Niðurstaða Alþingis varð: „Ráðherra skipar fimm menn í samkeppnisráð og jafnmarga til vara. Skulu þeir hafa sérþekkingu á samkeppnis- og viðskipta- málum og vera óháðir fyrir- tækjum eða samtökum sem lögin taka til.” VSÍ og ASÍ áttu sérstaka fulltrúa í Verðlagsráði. í samkeppnisráð voru skipað- ir sömu aðilar, það er fram- kvæmdastjóri VSÍ og for- maður Rafiðnaðarsambands íslands. Neytendasamtökin eru þeirrar skoðunar að. skipan þessara aðila sam- rýmist ekki lögunum. í kjöl- far erindis Neytendasamtak- anna hefur umboðsmaður Alþingis leitað eftir gögnum og nánari upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 25

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.