Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Page 26

Neytendablaðið - 01.05.1993, Page 26
LANDS- VIRKJUN Landsvirkjun er sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Hlutverk hennar er að stuðla að aukinni nýtingu orkulinda landsins og tryggja að ætíð sé nægileg orka beisluð til þess að anna eftirspurn. Landsvirkjun framleiðir nú rúmlega 90% alls rafmagns á íslandi og flytur það og selur í heildsölu til almenningsrafveitna á sama verði um land allt. Á síðasta ári var meðalverð rafmagns frá Landsvirkjun til almenningsrafveitna um kr. 2,30 á kWst og hafði lækkað að raungildi um 43% frá 1984. Nemur rafmagnsverð Landsvirkjunar aðeins um þriðjungi af meðalsmásöluverði rafmagns á heimilistaxta. Landsvirkjun kappkostar að sjá landsmönnum öllum fyrir sem bestri þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. L LANDSVIRKJUN 26 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.