Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 29
Leiðbeiningaþjónustan
Fínt, dýrt og viðkvæmt
Því miður er nokkuð algengt að félagsmenn komi til okkar með flíkur sem hafa
eyðilagst í þvotti eða hreinsun. Oft er þetta vegna þess að fötin hafa ekki verið
þvegin í samræmi við þvottamerkin eða þvottamerkin hafa verið óljós. Jafnvel eru
dæmi um flíkur án þvottamerkja og flíkur sem ekkert má gera við. Sérstaklega vil ég
hvetja fólk til að meðhöndla varlega fatnað sem gefinn er upp fyrir handþvott og vél-
arþvott á 30 gráðum. Slíkur fatnaður er gjarna dýr og fínn, segir Sesselja Ásgeirs-
dóttir, starfsmaður kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna, í samtali við
Neytendablaðið.
Kvörtunarmál og fyrirspurnir
vegna fatnaðar koma inn á
borð til Sesselju. Af ýmsum
ástæðum er það svo að skápar
í skrifstofu hennar eru iðulega
fullir af fatnaði sem ágrein-
ingur stendur um. Að sögn
Sesselju verða neytendur oft
að bíta í það súra epli að
standa uppi bótalausir vegna
þess að þeir hafa ekki með-
höndlað fatnaðinn rétt. Jafn-
vel í slíkum tilvikum eru þó
dæmi um að seljendur komi
til móts við neytendur.
- Fínar, dýrar peysur eru
algengt vandamál. Þær eru
gjarna gefnar upp fyrir hand-
þvott eða vélarþvott á 30
gráðum. Hið síðarnefnda get-
ur verið í lagi í þvottavélum
með kerfi sem tekur aðeins
örfáar mínútur, segir Sesselja.
Hún segir að þegar flík sé
merkt fyrir 30 gráður eða
handþvott, sé átt við kalt vatn.
Þeir sem ekki hafa mæli, geta
dýft hendi ofaní vatnið. Finni
þeir hvorki yl né kul, er vatn-
ið um það bil 30 gráður. Sé
notað þvottaduft er nauðsyn-
legt að leysa það vel upp í
heitu vatni til þess að fyrir-
Sesselja Asgeirsdóttir: Selj-
endur eiga að geta gefið upp-
lýsingar um meðhöndlun þess
sem þeir selja.
byggja að korn úr þvottaduft-
inu festist í flíkinni og leysi
upp lit. Um það eru mörg
dæmi. Athugið að velja
þvottaduft eða þvottalög í
samræmi við það sem þvegið
er. Best er að fá nánari upp-
lýsingar um það í versluninni.
Æskilegt er að viðkvæmur
þvottur og handþvottur taki
ekki meira en eina til þrjár
mínútur. Varist að láta flíkina
liggja í bleyti í sápuvatni, það
hefur oft farið illa með fatnað,
einkum litaðar flrkur. Notið
ekki of mikið þvottaefni. At-
hugið að skola flíkina vel að
þvotti loknum. Takið hana
upp úr skolvatninu, leggið
beint á handklæði, rúllið því
upp og þrýstið vel á. Slík
vinding fer best með flíkina.
Hún verður létt og mjúk við-
komu. Leggið flfkina loks á
handklæði eða hengið hana
upp eftir aðstæðum.
- Mér finnst ástæða til að
hvetja fólk til að spyrja selj-
endur um meðhöndlun við-
kvæms fatnaðar. Seljendur
eiga að geta gefið góðar upp-
lýsingar um meðferð þess
sem þeir selja, segir Sesselja.
Fókusmálið
leyst
Lesendur Neytendablaðs-
ins hafa fengið fréttir af
kvörtunarmáli sem kennt er
við Fókus. Nú getur blaðið
fært þá ágætu frétt að ntálið
hefur verið leyst farsællega
fyrir milligöngu kvörtunar-
þjónustunnar.
Málið var þannig vaxið
að myndavél sem farið var
með til viðgerðar í verslun-
inni Fókus týndist. A ýmsu
gekk í samskiptum viðkom-
andi neytanda og kvörtunar-
þjónustu Neytendasamtak-
anna við eigendur Fókus en
nýlega ákváðu eigendur að
bæta týndu myndavélina
með nýrri.
Rocký
endurgreiddi
Verslunin Rocký í Ólafs-
vík hefur endurgreitt
viðskiptavini sem hafði snú-
ið sér til Neytendasamtak-
anna með frásögn af við-
skiptum við Rocký. Málið
hefur verið leyst í fullri sátt.
Sagt var frá tildrögum
málsins í Neytendablaðinu
fyrir jól, og því ekki nenta
sanngjarnt að greina frá hin-
um farsælu málalokum.
Neytandinn hafði keypt skó
á dóttur sína en þegar heim
var komið uppgötvaði hún
að skórnir voru sinn af
hvorri stærð. Hún vildi þá
skila skónum en eigandi
verslunarinnar áttaði sig
ekki fyllilega á skyldum
sínum í þessu sambandi. Nú
er málið hins vegar úr sög-
unni.
Þessi peysa var einu sinni ífullorðinsstœrð. Hún var gefin uppfyrir vélarþvott á 30 gráðum, var
þvegin þannig í venjulegu þvottakerfi og árangurinn varð eins og sjá má á myndinni.
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993
29