Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 30

Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 30
Alþjóðadagur neytendaréttar Viðskiptasiðferði stórfyrirtækjanna Alþjóðasamtök neytenda beindu sviðsljósinu að starfsemi fjölþjóðlegra stórfyrirtækja á alþjóðadegi neytendaréttar, 15. mars. Talið er að fyrirtæki af þessu tagi ráði yfir 70 af hundraði heimsviðskipta, en starfsemi þeirra stangast oft á við hagsmuni neytenda, ekki síst í þróunarlöndunum. Neytendur í þróunarlöndum mega oft þola að þeim séu boðnar vörur sem bannaðar eru í hinum vestræna heimi. Alþjóðasamtök neytenda hafa nú í ellefu ár í röð vakið at- hygli á sérstökum baráttu- málum neytenda í tilefni af al- þjóðadegi neytendaréttar. I fyrra voru umhverfismálin á dagskrá, nú var röðin komin að starfsemi íjölþjóðafyrirtækj- anna. Eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu völdu Neytendasamtökin þann kost að leggja áherslu á það sem meira brennur á íslenskum neytendum; fjármál heimil- anna. Neytendasamtök víða um heim hafa um langt skeið unn- ið að því að hafa áhrif á starf- semi fyrirtækja af þessu tagi, meðal annars með því að knýja á um setningu reglna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fyrirtæki sem starfa víða um heim hafa hvað eftir annað verið staðin að því að flytja vörur, sem ekki standast eftirlit í einu landi, til annars lands þar sem eftirlit er ekki jafn virkt eða reglur ekki jafnstrangar. Þetta á meðal annars við um eiturefni ýmiss konar og lyf. Árið 1988könnuðu hollensk samtök hvort lyf sem dæmd voru ólögleg í löndum Evrópu- bandalagins væm flutt til ann- arra markaðssvæða. I Ijós kom að 75 tegundir slíkra lyfja vom á markaði í Afríku, Asíu og víðar. Til þess að vinna gegn þess- HVERT GETUM IflÐ LEITAÐ? Félag íslenskra bifreiðaeigenda Upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð vegna bifreiðaeignar, viðskipta og þjónustu. Borgartún 33, S. 91-629999, kl. 9-17 virka daga. Húseigendafélagið Upplýsingar um eign, rekst- ur og leigu húsnæðis. Aðstoð einungis veitt fé- lagsmönnum. Síðumúla 29, S. 91-679567. Samkeppnisstofnun Kvartanir og ábendingar vegna vöruverðs. Eftirlit með samkeppni og við- skiptaháttum, röngum, ófullnægjandi eða villandi upplýsingum. Laugavegi 116, gengið inn frá Rauðarárstíg, s. 91-27422, virka daga kl. 8-16. Kvörtunarnefnd vegna ferðamála Neytendasamtökin og Fé- 30 lag ísl. ferðaskrifstofa. Upp- lýsingar á skrifstofu NS, s. 91-625000. Kvörtunarnefnd NS og Félags efnalaugaeigenda Fjallar um kvartanir vegna þjónustu efnalauga. Upp- lýsingar á skrifstofu NS. Kvörtunarnefnd um byggingarstarfsemi Neytendasamtökin, Meist- ara- og verktakasamband byggingamanna og Húseig- endafélagið. Fjallar um kvartanir vegna þjónustu byggingaverktaka (nýbygg- ingar, viðhald, endurbæt- urj.Upplýsingar á skrifstofu NS, M.V.B. eða Húseig- endafélagsins. Leigjendasamtökin Ráðgjöf og leiðbeiningar við gerð leigusamninga. Lögfræðiaðstoð við leigj- endur. Leit að húsnæði fyrir félagsmenn. Hverfisgötu 8-10, s. 91-23266, kl. 9-17 virka daga. LET'S WORK TOGETHER For best busineis praitke to meet people's needs um starfsháttum hafa neyt- endasamtök víða um heim með sér samstarf, nokkurs konar al- þjóðalögreglu neytenda. Sam- starfið felst í því að þegar ólög- leg vara eða hættuleg upp- götvast í einu landi, er upplýs- ingum komið á framfæri við samtök neytenda í öðmm lönd- um svo koma megi í veg fyrir að varan komist þar á markað. Annað áberandi vandamál, sem við er að glíma, er til- hneiging stórfyrirtækja til þess að flytja starfsemi sína þangað sem vægar kröfur eru gerðar um mengunarvamir, eða þang- að sem auðvelt er að sniðganga þær reglur sem þó eru fyrir hendi. Neytendur í þróunarlöndun- um verða gjama fyrir barðinu á þessum starfsháttum fyrirtækja og veiklyndi stjómvalda eða Alþjóðasamtök neytenda beindu athyglinni að við- skiptasiðferði fjölþjóðlegra fyrirtœkja á alþjóðadegi neyt- endaréttar, 15. mars. spillingu í viðkomandi lönd- um. Eitt frægasta dæmið um þetta var slysið í Bhopal á Ind- landi, þar sem eiturefnaverk- smiðja sprakk með hörmuleg- um afleiðingum. Alþjóðasamtök neytenda leggja áherslu á að samræma reglur og eftirlit með starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækja, svo það sem ekki teljist boðlegt neytendum í einu landi teljist það heldur ekki í öðmm. Alþjóðasamtökin telja mikil- vægt að samtök neytenda taki þátt í mótun reglnanna. Leiðbeiningastöð heimil- anna Kvenfélagasamband ís- lands. Upplýsingar um heimilisstörf, heimilistæki og heimilishald. Hallveigar- stöðum, Túngötu 14, 3. hæð, s. 91- 12335. Skrif- stofu- og símatími kl. 9-17 virka daga. Nefnd um ágreiningsmál í heilbrigðisþjónustu Fjallar um skriflegar kvart- anir eða kærur vegna heil- brigðisþjónustu. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, Laugavegi 116, eða landlæknis- embættið. Siðanefnd Blaðamanna- félags íslands Fjallar um skriflegar kærur vegna meintra brota á siða- reglum blaðamanna. Síðumúla 23, s. 91-39155. Siðanefnd um auglýsingar Samband íslenskra auglýs- ingastofa, Neytendasam- tökin og Verslunarráð ís- lands. Fjallar um skriflegar kærur vegna ólögmætra auglýsinga. Háteigsvegi 3, S. 91-29588. Tryggingaeftirlit ríkisins, neytendaþjónusta Upplýsingar um atriði er varða tryggingar. Suður- landsbraut 6, s. 91-685188, miðvikudaga til föstudaga kl. 10-12. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga Kvartanir frá almenningi vegna ástands matvæla, merkinga á vörum, um- gengni á opinberum stöð- um, hávaða eða óþrifnaðar í umhverfinu. Markaðseftirlit Eftirlit með rafföngum, leik- föngum og hættulegri fram- leiðsluvöru. Bifreiðaskoðun íslands, s. 673700. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.