Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Page 31

Neytendablaðið - 01.05.1993, Page 31
Eitt af því sem ég hef lengi ætlað að vinda bráðan bug að „bráðum” er að ganga í Neytendasamtökin. En ein- hvern veginn hefur nú ekki orðið af því enn, frekar en svo mörgu öðru sem maður ætlar endilega að drífa í „bráðum”. Sjálfsagt er nú fyrst og fremst um að kenna almennu framtaksleysi en fleira kemur þó til. Það em nefnilega tak- mörk fyrir því hvað maður getur verið í mörgum félög- um, þrátt fyrir góðan vilja og löngun til að styðja öll góð málefni. Þegar maður er þungt haldinn af einhvers konar „taka þátt í öllu” áráttu, lendir maður fljótlega í ógöngum, því það er svo Að setja í forgangsröð sannarlega enginn hörgull á verðugum og góðum við- fangsefnum og baráttumálum. Það eru nú til dæmis öll kvenna „eitthvað” málin, það eru öll foreldrafélögin, það eru stétta- og starfsmannafé- lögin (ég er í mörgum). Það er ýmiss konar menningarstarf- semi, alls konar baráttuhópar til stuðnings hinu og þessu eða á móti einu og öðru. Það eru „átök” af margvíslegu tagi, til lengri eða skemmri tíma og áfram mætti telja. Við þetta bætast svo allar ráð- stefnurnar, málþingin og námskeiðin um hin aðskiljan- legustu málefni sem áhuga vekja, fyrirlestrarnir sem mann langar að hlusta á, list- viðburðirnir sem inaður vill helst ekki missa af, les- hringirnir sem mann langar að vera í, að maður tali nú ekki um allt sem maður vildi gjarnan gera sjálfum sér til heilsubótar, svo maður hafí þrek í eitthvað af þessu. Aftur og aftur lendi ég í því að vera komin í alltof mörg samtök, hópa, hreyfing- ar og félög - stunda nokkur illa og flest ekkert. Eins og þetta er nú allt nauðsynlegt og áhugavert. Eins og mig lang- aði nú að leggja einmitt þessu öllu lið. Samviskan fer á kreik og bætir við sig biti. Hvað er nú til ráða? Það eitt að ákveða forgangsröð. Fyrst kemur náttúrlega vinnan og heimilið, með öllum til- heyrandi skyldum, ljúfum og leiðum. Það er kannski ekki hægt að kalla það forgangs- röð, því þar er engrar undan- komu auðið. Næst kemur fjölskyldan - innan og utan kjarnans - vin- irnir og kunningjarnir með til- heyrandi fjölskylduboðum, afmælum, fermingarveislum, brúðkaupum, stúdentsveisl- um, kvennaboðum, einstaka bridgekvöldum (reyndar alltof fá) og alls konar uppákomum sem útheimta „sammen- komst” og er þá fátt eitt talið. Þetta getur nú varla kallast forgangsröð heldur. Er bara sjálfsagt, skemmtilegt og nauðsynlegt ef maður ætlar að lifa af og reyna að vera al- mennileg manneskja. Leikhús stunda ég sæmi- lega og ekki alltaf gott að segja hvort það tilheyrir vinnu eða forgangsröð. Óperusýn- ingar og einstaka tónleikar, alltof fáir þó, eru framarlega í röðinni og alltaf fellur eitt- hvað til af ýmsu tagi til fróð- leiks eða skemmtunar sem maður setur í forgang. Loks koma stundirnar sem maður notar til að gera ekki neitt, að minnsta kosti ekkert sérstakt, bara slappa af - hvernig sem maður svo kýs að gera það. Tíma til að lesa bækur stel ég svo af nætur- svefni, með tilheyrandi afleið- ingum hvern einasta morgun sem guð gefur og verður lík- lega að teljast forgangsröðun. Þá er komið að félagsstörf- unum og raunsætt mat á for- Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri skrifar neytendum gangsröð leiðir í ljós að mað- ur kemst aðeins yfir örlítið brot af því sem maður ætlaði. Hvað þá um allt hitt sem mann langaði svo að taka þátt í? Það verður bara að bjarga sér án mín og ég án þess. Samviskubitið reynir mað- ur svo að svæfa með því að borga þó að minnsta kosti fé- lagsgjöld. En jafnvel það get- ur orðið manni ofviða, þegar félögin og málefnin eru of mörg, hvað þá þegar við bæt- ast áskriftirnar, happdrættis- miðarnir, merkin, safnanirnar og „átökin” og aftur þarf að forgangsraða - fækka félags- gjöldunum og áskriftunum. En hvernig fer maður að því? Ég hef aldrei þorað eða kunnað við að segja mig úr neinu félagi, nema einu póli- tísku, heldur ævinlega notað aðferð strútsins - og „gleymt” að borga sum félagsgjöldin í þeirri von að detta útaf félags- skrá. En það er mjög hægvirk aðferð og stundum virkar hún alls ekki - gíróseðlarnir detta ár eftir ár inn um bréfalúguna - svo þessi leið til að for- gangsraða er ekki til eftir- breytni. Fyrir nú utan það að alltaf er öðru hvoru verið að stofna til einhvers sem er áhugavert eða skemmtilegt og mér finnst alveg nauðsynlegt að láta skrá mig til þátttöku í. Ég er nú samt aðeins að vitkast og er að reyna að koma mér upp varnarkerfi - virkri forgangsröð. Því var það um daginn þegar elskuleg stúlka hringdi í mig og bauð mér að gerast félagi í Neyt- endasamtökunum að ég tók í mig kjark og sagði nei takk. En hver veit nema ég láti til leiðast ef hún hringir aftur - forgangsröðin er nefnilega alltaf að riðlast og breytast, því staðfestan er nú ekki meiri en guð gaf! NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 31

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.