Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 3
o ® ® Stefán Ingólfsson verk- fræðingur gerði ítarlega úttekt á húsnæðis- kostnaði og komst að þeirri niðurstöðu að Búseti væri hagkvæmasti kosturinn. Félagslega húsnæðiskerfið stendur ekki undir nafni. Leitið aðstoðar áður en í óefni fer, ráðleggur Sólrún Halldórsdóttir hagfræðingur í grein um fjárhagsörðugleika. Markaðskönnun Neytendablaðsins nær til 79 tegunda þvottavéla, 52 tegunda af þurrkurum og 14 tegunda þvotta- véla með sambyggðum þurrkara. Markaðskönnun Neytendablaðsins á 14" sjónvarpstækjum. Gæðakannanir leiða í Ijós að myndgæði tækj- anna hafa aukist. Neytendur vilja blátt bann við notkun hormóna í kjöt- og mjólkurframleiðslu, segir í úttekt um hormóna- notkun í landbúnaði. Tímarit Neytendasamtakanna, Skúla- götu 26, 101 Reykjavík, s. 562 5000, grænt númer 800 6250. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnars- son. Myndir: Einar Ólason. Prófarka- lesari: Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprent- smiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 22.500 Blaðið er sent öllum félagsmönn- um í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 1.950 krónur og gerist viðkom- andi þá um leið félagsmaður í Neyt- endasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytendablaðinu í öðrum fjöl- miðlum, sé heimildar getið. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skrif- legt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Neytenda- blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Hvert getum við leitað? Félag íslenskra bifreiðaeigenda Upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð vegna bifreiðaeignar, viðskipta og þjónustu, aðeins til félagsmanna. Borgartún 33, s. 562 9999, kl.9-17 virka daga. Húseigendafélagið Upplýsingar um eign, rekstur og leigu húsnæðis. Aðstoð einungis veitt félagsmönnum. Síðumúla 29, s. 588 9567. Samkeppnisstofnun Kvartanir og ábendingar vegna vöru- verðs. Eftirlit með samkeppni og við- skiptaháttum, röngum, ófullnægjandi eða villandi upplýsingum. Laugavegi 116, gengið inn frá Rauðarárstíg, s. 552 7422, virka daga kl. 8-16. Leigjendasamtökin Ráðgjöf og leiðbeiningar við gerð leigusamninga. Lögfræðiaðstoð við leigjendur. Leit að húsnæði fyrir fé- lagsmenn. Hverfisgötu 8-10, s. 552 3266, kl. 9-17 virka daga. Leiðbeiningastöð heimilanna Kvenfélagasamband íslands. Upplýs- ingar um heimilisstörf, heimilistæki og heimilishald. Hallveigarstöðum, Tún- götu 14, 3.hæð, s. 551 2335. Skrif- stofu- og símatími kl. 9-17 virka daga. Siðanefnd Blaðamannafélags íslands Fjallar um skriflegar kærur vegna meintra brota á siðareglum blaða- manna. Síðumúla 23, s. 553 9155. Siðanefnd um auglýsingar Samband íslenskra auglýsingastofa, Neytendasamtökin og Verslunarráð ís- lands. Fjallar um skriflegar kærur vegna ólögmætra auglýsinga. Háteigsvegi 3, s. 562 9588. Markaðseftirlit Eftirlit með rafföngum, leikföngum og hættulegri framleiðsluvöru. Bifreiðaskoðun íslands, s. 567 3700 Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga Kvartanir frá almenningi vegna ástands matvæla, merkinga á vörum, umgengni á opinberum stöðum, há- vaða eða óþrifnaðar í umhverfinu. Vátryggingaeftirlitið - neytendaþjónusta Upplýsingar um atriði er varða trygg- ingar. Suðurlandsbraut 6, s. 568 5188, miðvikudaga til föstudaga kl. 10-12. Nefnd um ágreiningsmál í heilbrigðisþjónustu Fjallar um skriflegar kvartanir eða kærur vegna heilbrigðisþjónustu. Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Laugavegi 116, eða landlæknis- embættið. Kvörtunarnefnd NS og Félags efnalaugaeigenda Fjallar um kvartanir vegna þjónustu efnalauga. Upplýsingar á skrifstofu NS. Kvörtunarnefnd vegna ferðamála Neytendasamtökin og Félag íslenskra ferðaskrifstofa. Kvartanir frá neytend- um vegna ferða sem skipulagðar eru af ferðaskrifstofum sem eru í Félagi íslenskra ferðaskrifstofa. Upplýsingar á skrifstofu NS. Kvörtunarnefnd um byggingarstarfsemi Neytendasamtökin, Samtök iðnaðar- ins og Húseigendafélagið. Fjallar um kvartanir vegna kaupa á vörum og þjónustu frá aðilum sem eru í bygging- ariðnaði (nýbyggingar.viðhald, endur- bætur). Upplýsingar á skrifstofu NS, Samtaka iðnaðarins eða Húseigenda- félagsins. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum Nefndin fjallar um ágreining varðandi bótaskyldu, þ.m.t. sök og sakarskipt- ingu milli neytenda og vátryggingarfé- lags, sem starfsleyfi hefur hér á landi. Suðurlandsbraut 6, s. 568 5188. Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki Nefndin tekur til meðferðar kvartanir sem snúast um réttarágreining og varða íslensk fjármálafyrirtæki, sem aðild eiga að nefndinni og dótturfyrir- tæki þeirra annars vegar og neytenda hins vegar. Austurstræti 5, s. 525 6075. Kvörtunarnefnd Samtaka samvinnu- verslana, Kaupmannasamtakanna ogNS Fjallar um kvartanir vegna kaupa á vörum í verslunum Samtaka sam- vinnuverslana og kaupmannasam- takanna. Upplýsingar á skrifsíofu NS. Lífsvog - samtök gegn læknamistökum Skúlagötu 26, s. 552 3737 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.