Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 27

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 27
Mælieiningarverð getur lækkað útgjöld heimilisins Hér á landi er löng hefð fyrir því í mat- vöruverslunum að gefa upp kílóverð á kjöti, fiski, osti og fleiri afurðum. Við eig- um því einnig að venjast að lítraverð á ýmsum afurðum, svo sem mjólk, sé gefið upp. Þannig höfum við með auðveldum og skjótum hætti getað borið saman verðið á þessum vörum með það fyrir augum að gera hagkvæmustu kaupin og eigum erfitt með að ímynda okkur hvemig væri t.d. að koma inn í fiskbúð þar sem einungis væri gefið upp verð á hverjum fiski eða fisk- flaki! Með tilkomu reglna um mælieining- arverð eigum við hins vegar ekki aðeins að geta borið fyrrgreindar vömr saman heldur eigum við einnig að geta séð og borið saman kíló- og lítraverð á öllum vömm, þ.m.t. lítraverð á sjampói og kílóverð á brauðum. Hvernig er mæli- einingarverð reiknað út? Til þess að mælieiningarverð villi ekki um fyrir neytendum eða geri framleiðendum óleik þurfa kaupmenn að nota þrjár mis- munandi aðferðir við að reikna það út og fer aðferðin eftir því um hvemig vöm er að ræða. Mælieiningarverð þeirrar vöm sem fell- ur undir fyrsta flokkinn er reiknað þannig út að nettóþyngd eða nettórúmmáli vör- unnar, þ.e. þyngd eða rúmmáli vöm að ffá- dregnum umbúðum, er deilt í smásölu- verðið. Mælieiningarverð langflestra vara í matvömverslunum er reiknað út með þess- um hætti. Dæmi um vömr sem seldar em miðað við nettóþyngd em ferskir ávextir, grænmeti, kjöt, fiskur, ostar, skyr og smjör, auk komafurða og brauðs. Dæmi um vömr sem seldar em miðað við nettó- rúmmál em mjólk, súrmjólk, ís og hrein- gemingar- og uppþvottalögur. Mælieiningarverð vara sem falla undir annan flokkinn er reiknað út með þeim hætti að þurrvigt, þ.e. þyngd vöm að frá- dregnum vökva, er deilt í smásöluverðið. Dæmi um vömr í þessum flokki em niður- soðnir ávextir og ber, grænmeti í vatni, sykurlegi, edikslegi o.þ.u.l., marinemð sfld og niðursoðnar fiskbollur. Þriðji og síðasti flokkurinn er svo vömr sem bæta þarf vökva, kryddi eða öðm því út í sem hefur lítil eða engin áhrif á endan- legt verð vömnnar. Mælieiningarverð þessara vara er reiknað þannig út að end- anlegri þyngd eða rúmmáli er deilt í smá- söluverðið. Við útreikning mælieiningar- verðisins er miðað við fyrirmæli ffamleið- anda um það til dæmis hversu mikfu vami eigi að blanda saman við vömna. Dæmi um vöm í þessum flokki er ávaxtaþykkni. Hvernig eiga neytendur að nota mælieiningarverð? Fyrir einu ári sendi Samkeppnisstofnun öllum kaupmönnum á landinu fféttabréf þar sem reglur um mælieiningarverð vom kynntar. Það er hins vegar ekki nóg að kaupmenn kunni skil á þessum reglum heldur þurfum við, neytendumir, að kunna að notfæra okkur þær upplýsingar sem mælieiningarverðið veitir okkur. Þar sem úrval af vömm er mikið getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum. Mælieiningarverð auðveldar okkur að bera saman verð á sölustað auk þess sem það gefur okkur mögufeika á að bera vömverð saman óháð eðli og magni vömnnar. Þannig getur mælieiningarverð komið að notum við: ▲ samanburð á vömverði mismunandi pakkningarstærða sömu vöm, ▲ samanburð á vömverði frá hinum ýmsu framleiðendum sömu vömtegundar, ▲ val á mismunandi vömtegundum, ▲ val á vöm með mismunandi eðliseigin- leika. Með öðmm orðum eigum við nú í fyrsta lagi að geta séð hvort hagkvæmara sé að kaupa tiltekna vöm í lítflli eða stórri pakkningu. Margir halda að verð vöm í stærri pakkningum sé ávallt lægra en í þeim minni en sú er þó ekki alltaf raunin. I ciðm lagi eigum við á auðveldan hátt að geta borið saman vömverð ffá ýmsum framleiðendum sömu vöm, óháð magni. Þannig eigum við til dæmis að geta borið saman kflóverð frá framleiðanda A við kflóverð frá framleið- anda B, jafnvel þótt magnið sé ekki það sama. I þriðja lagi getum við notað mælieining- arverðið við val á mis- munandi vömtegund- um. Þannig eigum við til dæmis að geta borið saman kflóverð á kartöflum og hrisgrjónum eða hrísgrjónum og spagettíi. I fjórða lagi eigum við svo að geta bor- ið saman lítraverð á safa sem er tilbúinn til drykkjar við lítraverð á þykkni sem þarf að þynna út með vatni svo dæmi sé tekið. Loks má benda á að þegar verslanir auglýsa söluverð vöm, til dæmis í dag- blöðum eða í bæklingi sem sendur er inn á heiniilin, er skylt að gefa upp mælieining- arverð vömnnar, þ.e.a.s. kfló- eða lítraverð auk söluverðs. Hægt að lækka matarreikninginn Mælieiningarverðið mun að öllum líkind- um fyrst og ffemst koma neytendum að notum við innkaup í matvömverslunum. Þegar vömr em verðmerktar á þennan hátt eiga neytendur hægara með að glöggva sig á því sem í boði er og vemd þeirra eykst. Fyrir neytendur er þetta einnig fjárhagslegt atriði því að samkvæmt erlendum könnun- um geta fjölskyldur sparað vemlegar fjár- hæðir með því að notfæra sér þær upplýs- ingar sem mælieiningarverðið býður upp á. Höfundur starfar á Samkeppnisstofnun Þing Neytendasamtakanna 1996 Þing Neytendasamtakanna verður haldið í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerð- inni), Reykjavík, dagana 3.- 4.maí nk. Samkvæmt 7. gr. laga Neytendasamtakanna eiga allir félagsmenn, sem tilkynna um þátttöku með eins mánaðar fyrirvara, rétt til setu á þinginu. Stjórn Neytendasamtakanna hvetur þá félagsmenn, sem áhuga hafa á að sitja þingið, að tilkynna um þátttöku sem allra fyrst og eigi síðar en 3. apríl nk. Þátttöku ber að tilkynna til skrifstofa Neytendasamtakanna í Reykjavík, á Akranesi, ísafirði, Akureyri, Höfn, Selfossi eða Reykjanesbæ (sjá heimil- isföng á bls. 2 í blaðinu). Stjóm Neytendasamtakanna NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 27

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.