Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 25

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 25
neytenda, samtímis því sem slík notkun sé ónauðsynleg og stríði gegn öllum náttúrulög- málum. Ut frá dýravemdunar- sjónarmiði sé þessi notkun einnig óviðunandi; oft bera grannir fætur hormónadýr- anna ekki uppi þungan, vöðvastæltan búkinn þannig að fætumir brotna undan þunganum. í bók sem gefin var út í Svíþjóð 1993, „Evrópa og dýrin“, er fullyrt að stærsti hluti þess kjöts sem Banda- ríkjamenn borða sé framleidd- ur með aðstoð stórra skammta af hormónum. „Það er notað svo mikið magn að vöðvar dýrsins verða óætir vegna þess hve harðir þeir verða. Þessu er kippt í liðinn með því að sprauta ensímum í dýr- ið fyrir slátmn sem „leysa upp“ vöðvana. Það er þó eitt vandamál þessu samfara: ef skammturinn er of stór og hann ekki gefinn dýrinu á réttum tíma fyrir sláfrun „leysast einnig lungu og hjarta upp“ og dýrið deyr.“ Það er auðvelt að ímynda sér þann sárauka sem dýrið líður síðustu lífdaga sína, þegar Sem betur fer fer þeim bændum fjölg- andi sem ekki vilja sjá hormóna í fram- leiðslu sinni, þrátt fyrir að með notkun þeirra geti þeir drýgt tekjur sínar. vöðvamir „leysast upp“. Neytendasamtök Evrópu hafa mikið íjallað um þetta mál og í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér í lok síðasta árs segir: „Neytendur vilja ekki notkun gerviefna í framleiðslu landbúnaðarvara ef þau era ekki bráðnauðsyn- leg eða til bóta fyrir neytend- ur. Sannleikurinn er sá að notkun hormóna í kjötfram- leiðslu er neytendum á engan hátt til góða. Af þessari ástæðu verður Evrópusam- bandið áfram að fylgja varúð- arreglum sem settar hafa ver- ið og em grundvallaratriði matvælastefnu sambandsins. Þetta felur í sér að efni skuli því aðeins nota ef þörfin er ótvíræð og óumdeilanlega til bóta. Þar af leiðandi á ekki að nota hormóna þar sem þeir eru á engan hátt til bóta fyrir neytendur. Kröfur neytenda um að matvæli skuli fram- leidd á sem náttúrulegastan hátt verða æ háværari." Þá er ljóst að andstaðan gegn notkun hormóna er ekki aðeins sterk hjá neytendasam- tökum, heldur einnig hjá neyt- endum almennt. Ýmsar kann- anir sýna þetta og má þar til dæmis nefna að rannsókn sem gerð var í Englandi, Þýska- landi, Frakklandi og á Italíu sýndi að 29-57% vilja ekki kaupa mjólk úr kúm sem hafa verið meðhöndlaðar með mjólkurhormóninum BST. Fullyrða má að með vaxandi umræðu um þetta efni hefur andstaðan gegn hormónanotk- un í landbúnaðarframleiðslu stöðugt aukist meðal neyt- enda. Og sem betur fer fer þeim bændum, til dæmis í Bandaríkjunum, fjölgandi sem ekki vilja sjá hormóna í framleiðslu sinni, þrátt fyrir að með notkun þeirra geti þeir drýgt tekjur sínar. Ákveðið hefur verið aðfresta ákvarðanatöku vegna notk- unar hormóna í mjólkurfram- leiðslu um tvö ár en samtök neytenda hafa lagst alfarið gegn henni. Mynd: Guðni Hannesson. Hormónarnir eru á leiðinni Codex Alimentarius starfar á vegum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna um staðla á matvælasviðinu en stjómvöld hafa ekki verið skuldbundin til að fara eftir þeim. Með GATT-samningn- um verða staðlar á matvæla- sviðinu enn mikilvægari og í raun verða stjómvöld nú að fara eftir þeim. Ef þau hafna því verða þau að sýna fram á það með vísindalegum rökum að innflutningur viðkomandi vöra hafi hættu í för með sér út frá heilbrigði eða umhverfi, ella verður litið á slíkt bann sem tæknilega viðskiptahindr- un. Og nú hefur Codex Ali- mentarius komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að banna notkun fimm teg- unda hormóna í landbúnaðar- framleiðslu, þar af era þrír þeirra náttúralegir en tveir til- búnir á rannsóknarstofu. I öll- um tilvikum er um að ræða hormóna vegna kjötfram- leiðslu en ákveðið var að fresta ákvarðanatöku vegna hormóna í mjólkurframleiðslu í um tvö ár. Þessa ákvörðun munu Bandaríkin og fleiri þjóðir nýta sér til að knýja á um frjáls viðskipti landa á milli með afurðir af dýram sem hafa fengið hormóna. Þannig að ljóst er að horm- ónanotkun sækir fram. í íslenskum lögum er að finna ákvæði um að óheimilt sé að flytja inn kjöt- og mjólkurvörar frá þeim lönd- um sem leyfa notkun horm- óna. Þetta er sambærilegt ákvæði og er að fínna í regl- um ESB. En með samþykkt Codex Alimentarius er um róttæka stefnubreytingu að ræða sem án efa mun hafa áhrif í öllum löndum Evrópu. NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 25

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.