Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 10
Húsnæðiskostnaður Mikil gagnrýni á uppgjör Ibúseturéttarkerfinu og félagslega húsnæðiskerfinu eru ákvæði um að meta skuli endurbætur sem íbú- ar gera á húsnæðinu og galla sem fram koma. íbúðir í Búsetakerfinu eru nýlegar svo enn á eftir að reyna á framkvæmdina en í félags- lega kerfinu hefur komið fram mikil gagnrýni á uppgjör við eigendur við endurkaup íbúða. í báðum kerfum eru fjárhæðir metnar af tilkvöddum mönnum. Matsmenn félags- lega kerfísins eru í raun starfsmenn þess þótt þeir séu að forminu til dómkvaddir. Matsmenn Búseta starfa hins vegar form- lega á vegum samtakanna sjálfra. I bú- seturéttarsamningunum eru ákvæði um störf úttektarmanna ótrúlega einhliða. Þeir starfa á vegum Búseta hsf. og eru niðurstöður þeirra bindandi fyrir íbúana. Um störf þeirra segir í samningum fé- lagsins: „Sérstökum úttektarmönnum, sem starfa á vegum Búseta hsf., skal falið að meta hvert sé hæfilegt endurgjald vegna endurbóta eða galla á húsnæðinu sam- ífélagslega ketfinu hefur komið fram mikil gagnrýni á uppgjör við eigendur við endurkaup íbúða. kvæmt nánari reglum um störf og starfs- háttu úttektarmanna. Niðurstaða úttektar- manna er bindandi fyrir báða aðila samningsins.“ Avæði félagslega húsnæðiskerfisins eru að vísu ekki eins ein- hliða en framkvæmd uppgjörsins er engu að síður hin sama. Eigendur félagslegra eignaríbúða hafa kvartað mikið undan samskiptum við ,,kerfið“. Þeir nefna að erfitt sé að fá skýringar og skriflegar reglur um mat á endurbótum og göllum séu ekki fáanlegar. Við endursölu íbúða inn í fé- lagslega kerfið fá margir seljendur minna en þeir greiddu í útborgun við kaup. Ástæðan er sú að afskriftir kerfisins eru miklar og kostnaður er að auki reiknaður vegna lagfæringa á íbúðum. Eigendur íbúðanna eiga rétt á greinargóðu uppgjöri á þessum þáttum. Þeir ættu að geta lesið af uppgjörsblöðum og matsgögnum hvemig endursöluverð eigna þeirra er reiknað, hvaða reglur er stuðst við og hvers vegna. Á þessu er misbrestur og uppgjörið stenst ekki faglegar kröfur. Mat á kostnaði við viðgerðir og endurbætur er almennt ekki sundurliðað, hvað þá að seljendur sjái hvemig það er reiknað. Verðskrár sem notaðar em við matsreikninga og eiga að vera aðgengilegar fyrir eigendur em það ekki. Helst ætti að nota viðurkenndar, þekktar verðskrár. Þá em reglur sem mats- menn eiga að fylgja við útreikning mats- ijárhæða ekki til afhendingar. Matið er með öðmm orðum ófaglegt og uppfyllir ekki lágmarkskröfur. Dæmi um skiptingu húsnæðiskostnaðar LEIGUÍBÚÐ Fjárhæðir miðast við hjón með 2 börn með 100 þúsund krónur í mánaðartekj- ur. Þau búa í 3. herbergja íbúð og greiða 40 þúsund í húsaleigu á mánuði. Kostnaðarþáttur.....Þúsund á ári Húsaleiga.......................480 Viðhald inni.....................14 Hússjóður, rafmagn og hiti.......70 Vextir af fyrirframgreiðslu.......7 Samtals.........................571 Húsaleigubætur, núvirði........-126 Húsnæðiskostnaður á ári.........445 Á mánuði.......................37,1 EIGNARÍBÚÐ KEYPT MEÐ HÚSBRÉFUM TIL 25 ÁRA Fjárhæðir miðast við hjón með 2 börn með 225 þúsund krónur í mánaðartekj- ur. Þau búa í 3. herbergja íbúð að verðmæti 6,5 milljónir. Kostnaðarþáttur.....Þúsund á ári Greiðsla af lánum..............455 Fasteignagj. og tryggingar......53 Viðhald.........................88 Fyrningar.....%...............26 Rafmagn, hiti og hússjóður......70 Vextir af eigin fé..............62 Kostnaður samtals..............753 Eignamyndun...................-216 Vaxtabætur núvirði.............-72 Húsnæðiskostnaður..............465 Á mánuði......................38,7 FÉLAGSLEG BÚSETAÍBÚÐ Fjárhæðir miðast við hjón með 2 börn með 100 þúsund krónur í mánaðartekj- ur. Þau búa í 3. herbergja íbúð að verðmæti 6,5 milljónir. Kostnaðarþáttur....Þúsund á ári Búsetugjald....................311 Vextir af eigin fé...............20 Rafmagn..........................18 Lagfæringar....................10 Húsaleigubætur, núvirði......-118 Húsnæðiskostnaður á ári.......241 Á mánuði.....................20,1 FÉLAGSLEG EIGNARÍBÚÐ Fjárhæðir miðast við hjón með 2 börn með 100 þúsund krónur í mánaðartekj- ur. Þau búa í 3. herbergja íbúð að verðmæti 6,5 milljónir. Kostnaðarþáttur.....Þúsund á ári Greiðsla af lánum..............220 Fasteignagj. og tryggingar......53 Viðhald ........................88 Rafmagn, hiti og hússjóður......70 Fyrningar.......................75 Vextir af eigin fé..............40 Kostnaður samtals..............545 Uppgreiðsla lána...............-88 Vaxtabætur, núvirði............-56 Húsnæðiskostnaður á ári........400 Á mánuði......................33,4 10 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.