Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 8
Húsnæðiskostnaður Tekjurnar ráða úrslitum Reglur húsnæðislánakerfísins ráða því úr hvaða kostum fjölskyldur geta valið við öflun húsnæðis. Við kaup á eignaríbúð má greiðslu- byrði húsnæðislána ekki fara upp fyrir 18% af tekjum. Annars fást ekki húsbréfalán. Til að komast í félagslega eignaríbúð verður fjöskylda að vera innan tekjumarka sem nú eru 125 þúsund á mánuði fyrir ein- stakling, 156 þúsund fyrir hjón og 198 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Ekki eru forsendur fyrir fjölskyldur með undir 135 þúsund krónum í mánaðarlaun að kaupa íbúð á almennum markaði í Reykjavík. Til þess að komast í fullnægj- andi íbúð mega launin í raun ekki vera lægri en 175 þúsund krónur. Það eru lág- markslaun sem húsbréfakerfið gerir kröf- ur um til að unnt sé að fá húsbréfalán til 40 ára til kaupa á íbúð að verðmæti 5 milljónir króna. Ungt fólk með tiltölu- lega lítið eigið fé þarf að styðjast við húsbréfalán og skammtímalán frá banka til að fjármagna kaup sín. Fagmenn eru sammála um að fólk verði að eiga minnst 15% af kaupverði íbúðar skuldlaus áður en kaup fara fram. Það er tæplega ein milljón kr. þegar keypt er íbúð að verð- mæti 6,5 milljónir, svo dæmi sé tekið. Reglur húsbréfakerfisins kveða svo á að greiðslubyrði við fyrstu afborgun skuli ekki vera hærri en 18% af launatekjum fjölskyldu. Ódýrustu íbúðir sem fáanleg- ar eru á höfuðborgarsvæðinu kosta meira en 4 milljónir króna. Kjör á skammtíma- lánum, aðallega lánstími, ráða mestu um kaupgetu fólks. Þeir sem einungis eiga kost á lánum til 4 ára þurfa að hafa 175 þúsund krónur á mánuði til að geta keypt ódýrustu íbúðir. Lánstími skammtíma- lánanna í okkar húsnæðislánakerfi má ekki vera skemmri en 7 ár. Bankar ættu ekki að veita skemmri lán til húsnæðis- kaupa. í töflunni hér á eftir er í stórum drátt- um lýst kaupgetu fjölskyldna á höfuð- borgarsvæðinu. Miðað er við húsbréfalán fyrir 70% kaupverðs, að skammtímalán séu veitt til 7 ára fyrir 15% verðsins og að fjölskyldan eigi 15% kaupverðs. Laun Þús. á Húsbréf Húsbréf mánuði til 25 ára til 40 ára -135 ekkert ekkert 136-150 u léleg 2 h. 151-175 léleg 2. herb.2. herb. 176-200 2. herb. 2.-3. herb 201-225 2.-3. herb. 3. herb. 226-250 3. herb. 3.-4. herb Kaupendur sem ekki eiga kost á skammtímalánum til lengri tíma en 4 ára hafa mun minni kaupgetu. Kaup í húsbréfakerfinu miðað við svo stutt lán og 40 ára húsbréf eru sýnd í næstu töflu. Laun Þús. á mánuði Kaupgeta -175 ekkert 176-200 léleg 2. herb. 201-225 lítil 2. herb. 226-250 2. herb./lítil 3. herb.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.