Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 5
• • • • gerist iðulega þar sem lögin eru almenns eðlis en markað- urinn tekur sífelldum breyt- ingum. Yfirleitt leysast málin farsællega en ef í harðbakk- ann slær getur umboðsmaður kært til dómstóla. í sérstök- um tilfellum, t.d. ef um rangar eða villandi auglýsingar er að ræða eða sölu á hættulegri vöru, hefur umboðsmaður vald til að setja lögbann á brothafa eða beita fésektum. Flýtimeöferö í Svíþjóð og Finnlandi var komið á fót markaðsdómstól- um til að skera úr um brot á markaðslögunum. I Noregi gegnir markaðsráð svipuðu hlutverki en í Danmörku er um almenna dómstóla að ræða. Aðeins í örfáum tilfell- um eru mál færð fyrir mark- aðsdómstólana því yfirleitt leysast þau á skrifstofu um- boðsmanns. Til að rnynda í Svíþjóð voru á einu ári ein- ungis um 20 mál færð fyrir dómstóla af þeim 2500 sem brutu í bága við markaðslög- in. Fyrir dómstólunum verja umboðsmenn hagsmuni neyt- endanna. Urskurðum þeirra er ekki hægt að áfrýja. Dómstól- arnir geta sett lögbann á starf- semi en algengustu viðurlög eru fésektir. Markaðsdómstól- amir, sem hafa ígildi Hæsta- réttar, vinna yfirleitt mun hraðar en almennir dómstólar og tekur venjuleg málsmeð- ferð aðeins um þrjá mánuði. Með nýju samkeppnislögun- um í Svíþjóð, sérstaklega með tilkomu svokallaðrar bann- reglu, hafa hins vegar streymt inn svo mörg mál til dóm- stólsins að afgreiðslu þeirra hefur seinkað töluvert. Fjölbreytt starfssvið Árlega berst umboðsmönnum fjöldi athugasemda frá neyt- endum, fyrirtækjum og verð- lagsyfirvöldum en einnig taka þeir upp mál að eigin fmm- kvæði. Málin em af ýmsum toga, til að mynda varðandi auglýsingar, samningsgerð, verðmerkingar, tryggingar, bankaviðskipti og umhverfis- mál. í Svíþjóð er umboðsmaður neytenda einnig fram- kvæmdastjóri Konsument- verket sem er opinber stofnun og sinnir nánast öllu sem við- kemur netyendamálum. Ár- lega sinnir stofnunin um 4000 málum og um helmingur þeirra varðar markaðslögin. Starfsmenn eru um 200 og sjá þeir meðal annars um gerð verðkannana, útgáfu neyt- endablaðs, neytendafræðslu og margt fleira. í Noregi var embætti um- boðsmanns neytenda komið á fót árið 1973. Til að gæta jafnréttis var heiti embættisins endurskoðað árið 1978, í sam- ræmi við jafnréttislögin, og það síðan nefnt „Forbruker- ombudet". Norski umboðs- maðurinn sinnir um 3500 Að Islandi undanskildu eiga neytendur á Norðurlöndum sér opinberan talsmann sem kallaður er umboðsmaður neytenda. Svíar riðu á vaðið árið 1971 með stofnun slíks embœttis. málum á ári og á skrifstofu hans starfa um 20 manns. Álíka viðamikið er embætti danska umboðsmannsins sem tók til starfa árið 1974. Emb- ætti finnska umboðs- mannsinns er einnig svipað að uppbyggingu en það var sett á stofn árið 1978. Endurskoðun hjá ESB Norðurlöndin fjögur og írland eru einu ríki Evrópu þar sem neytendur eiga sér opinberan málsvara. Á írlandi starfar framkvæmdastjóri neytenda- mála sem gegnir svipuðu hlutverki og umboðsmaður neytenda á Norðurlöndum. Fyrir dyrum stendur endur- skipulagning á neytendamál- um hjá Evrópusambandinu og hefur þar meðal annars verið horft til fyrirkomulagsins á Norðurlöndum. Nýlega var stofnað neytendamálaráðu- neyti ESB-ríkjanna. Hrönn er stjórnmálafræðingur Norræn uppfinning Svíar áttu hugmyndina að stofnun fyrsta emb- ættis umboðsmanns árið 1809, þegar umboðsmaður þingsins tók til starfa þar í landi. Síðan þá hefur um- boðsmönnum sífellt farið fjölgandi og nú starfa þeir víða um heim sem málsvar- ar tiltekinna hagsmunahópa. Hér á landi eru þeir tveir, umboðsmaður Alþingis og umboðsmaður barna. Umboðsmaður Alþingis hér á landi gegnir eftirlits- hlutverki líkt og umboðs- maður neytenda. Umboðsmaður Alþingis hefur eftirlit með stjórnsýsl- unni en umboðsmaður neyt- enda hefur eftirlit með við- skiptum á markaðinum. Umboðsmaður Alþingis er skipaður af þinginu en umboðsmaður neytenda af ríkisstjórninni. Umboðsmaður Alþingis verndar hagsmuni almenn- ings gagnvart stjórnsýslunni en umboðsmaður neytenda verndar hagsmuni neytenda gagnvart viðskiptalífinu. Umboðsmaður Alþingis getur gagnrýnt stjórnvöld og lýst yfir skoðun sinni á stjórnvaldsákvörðunum en umboðsmaður neytenda getur gengið skrefinu lengra með því að leggja fram kæru og sækja mál fyrir dómstólum. NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.