Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 4
Umboðsmenn neytenda á Norðurlöndum Málsvari stærsta hagsmunahópsins Með auknu frelsi í viðskiptum og minnkandi um- svifum ríkisins ber flestum saman um vaxandi mikilvægi neytendaverndar. í ríkjum Evrópu er mál- efnum neytenda gert mismunandi hátt undir höfði en á því sviði hefur framganga Norðurlanda verið til fyrirmyndar. Að íslandi undanskildu eiga neytendur þar sér opinberan talsmann sem kallaður er um- boðsmaður neytenda. Svíar riðu á vaðið árið 1971 með stofnun slíks embættis en Danir, Norðmenn og Finnar fylgdu nokkrum árum síðar í kjölfarið. Eftir Hrönn Marinósdóttur Umboðsmaður neytenda er skipaður af stjórnvöldum til nokkurra ára í senn og skal hafa eftirlit með því að farið sé að lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Hann sendir frá sér álit og athugasemdir ef lögin eru brotin og upplýsir almenning um lagaleg réttindi sín. Þungamiðjan í starfi hans felst í að koma á samninga- fundum fulltrúa neytenda og aðila úr viðskiptalífínu í ágreiningsmálum og setja al- mennar viðmiðunarreglur í viðskiptum. Yfírleitt sinnir umboðs- maður ekki einstaka kvörtun- um neytenda heldur hugar að sameiginlegum hagsmunum þeirra. Finnski umboðsmaður- inn er undantekning þar á en Hrönn Marinósdóttir. hann aðstoðar einnig einstak- linga ef þeir þurfa á lagalegri aðstoð að halda. Kynjamisrétti bannað í auglýsingum Á Norðurlöndunum fjórum gilda sams konar lög um neyt- endavernd og óréttmæta við- skiptahætti, svokölluð mark- aðslög. Umboðsmanni ber að framfylgja lögunum og í þeim eru ákvæði um starfssvið hans. Hér á landi hefur Sam- keppnisstofnun haft umsjón með að lögum um óréttmæta viðskiptahætti sé framfylgt en árið 1993 leysti sú stofnun Verðlagsstofnun af hólmi með samþykkt samkeppn- islaga. Auk þess eru ákvæði um óréttmæta viðskiptahætti ítarlegri í samkeppnislögun- um heldur en lögunum sem þau leystu af hólmi. Norrænu markaðslögin taka til mun fleiri þátta heldur en íslensku samkeppnislögin. Bannað er til dæmis í sænsku og norsku lögunum að bjóða kaupbæti eða happdrættis- miða með vörukaupum og blátt bann er lagt við því að höfða til barna í auglýsingum eða sýna auglýsingar í sjón- varpi þegar barnaefni er á næsta leiti. I íslensku lögun- um er kveðið á um að auglýs- ingar miðist við að börn sjái þær og heyri og að ekki megi misbjóða þeim. Skýr ákvæði eru í norsku markaðslögunum um bann við mismunun kynjanna í auglýsingum. Norski umboðs- maðurinn beitti sér til að mynda gegn auglýsingaher- ferð um megrunarlyf þar sem ofuráhersla var lögð á grann- an konulíkama. Slíkt taldi hann vera lítillækkandi fyrir konur og því skýlaust brot á lögunum. í Noregi fjalla um 15% þeirra mála sem um- boðsmaður tekur fyrir um brot á reglum um jafnrétti kynjanna. Siðferði í viðskiptum Umboðsmanni ber að vinna náið með fulltrúum neytenda- samtaka og fulltrúum við- skiptalífsins og í samráði við þá setur hann almennar við- miðunarreglur sem síðan eru hafðar að leiðarljósi í við- skiptum. Slíkar reglur hafa til að mynda verið settar um upplýsingar í auglýsingum, t.d. samanburðarauglýsingar og áfengisauglýsingar. Alla jafna er virðing borin fyrir niðurstöðum umboðsmanns enda ber honum að gæta ýtr- ustu sanngirni við meðferð mála. Lögbann og fésektir Þegar upp koma ágreinings- mál kemur umboðsmaður á samningafundum hagsmuna- aðila þar sem hann gegnir hlutverki sáttasemjara. Slíkt Samtökin Lífsvog Lífsvog hefur nú starfað í tæpt ár. Á þessum tíma hafa samtökin liðsinnt því fólki sem telur sig hafa orðið fyrir mistökum í læknismeð- ferð, ellegar öðmm þáttum innan heilbrigðisþjónustu. Að- stoð við að afla gagna í máls- meðferð, s.s. sjúkraskýrslna, og ábending um boðleiðir inn- an stjómkerfisins em meðal verkefna félagsins. Einnig hafa samtökin átt ijölda funda með skjólstæðingum og land- lækni, sem er lögum sam- kvæmt viðtakandi og rann- sóknaraðili þeirra kvartana. Hinn mannlegi þáttur verð- ur aldrei ofmetinn í málum sem þessum. Því er stuðningur fólki mjög mikilvægur. Sam- tökin hafa, ásamt því að reyna að stuðla að opinni umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu, safnað upplýsingum um ijölda tilvika einstakra læknisverka, og t.d. sýkinga í kjölfar að- gerða, og munu gera áfram. Lífsvog hvetur því fólk ein- dregið til að tilkynna slík tilvik til samtakanna. Samtökin vilja þakka alla þá miklu aðstoð og velvilja sem þau hafa notið af hálfu Neytendasamtakanna. Lífsvog er til húsa í húsnæði þeirra að Skúlagötu 26. Enn sem komið er er opið frá kl. 9-12 á mið- vikudögum og símatími er sömu daga frá kl. 12-13. Utan þess tíma tekur símsvari við skilaboðum. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.