Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 9
Félagslegar eignaríbúðir standa ekki undir nafni Undanfarin ár hefur félagslega húsnæðiskerfið legið undir vaxandi gagnrýni. Margir hafa haldið því fram að húsnæðiskostnaður í félagslegum eignaríbúðum sé orðinn svo hár að vafasamt sé að kerfið standi lengur undir nafni. Einkum hefur verið bent á hátt verð á nýleg- um íbúðum á landsbyggðinni og lágar endurgreiðslur til eigenda við endurkaup íbúða. Þegar húsbréfakerfinu var hleypt af stokkunum var greiðslumatið mun rýmra. Fjárhæð lána miðaðist þá við að greiðslubyrði gæti farið upp í 25-30% af launum. Síð- an hafa menn stöðugt verið að lækka mörkin og eru þau nú eins og áður segir komin nið- ur í 18%. Félagslegar eignaríbúðir Húsnæðiskostnaður í félags- legri eignaríbúð að verðmæti 6,5 milljónir er 33,4 þúsund á mánuði. Þar af er greiðslu- byrði af lánum rúmlega 18 þúsund. Samkvæmt reglum kerfisins má greiðslubyrði lána í kerfinu ekki vera hærri en þriðjungur af launum. Fræðilega gæti því fjölskylda með allt niður í 40-50 þúsund krónur í laun á mánuði keypt félagslega eignaríbúð ef hún á fyrir útborguninni, 10% kaup- verðs. Hins vegar er ljóst að fjölskylda með svo lágar tekj- ur getur ekki staðið undir öll- um kostnaði af húsnæðinu og hlýtur að missa það fyrr eða síðar nema stuðningur komi til. Neðri tekjumörk félags- lega húsnæðislánakerfisins eru þess vegna óljós. Hámark tekna og eigna eru hins vegar skýr. Til að komast í félags- lega eignaríbúð verða fjöskyldur að vera innan tekjumarka sem nú eru 125 þúsund á mánuði fyrir ein- stakling, 156 þúsund fyrir hjón og 198 þúsund fyrir fjög- urra manna fjölskyldu. Þá má skuldlaus eign samkvæmt skattaskýrslu ekki vera hærri en 1.900 þúsund. Fjölskyldan má ekki eiga íbúð fyrir. íbúar í félagslega húsnæðiskerfinu njóta vaxtabóta en ekki húsa- leigubóta. Búsetaíbúðir I Búsetakerfinu er gefinn kostur á þrenns konar búsetu- rétti. Félagslegur búseturéttur stendur þeim til boða sem eru innan sömu tekju- og eigna- marka og áður er lýst í félags- lega húsnæðiskerfinu. Eign verður að vera undir 1.900 þúsundum, tekjur undir 125 þús/mán fyrir einstakling, 156 fyrir hjón og að auki 20,8 þús/mán fyrir hvert bam. Greiða verður fyrir búseturétt- inn 10% af kostnaðarverði eignarinnar. íbúar njóta húsa- leigubóta þar sem þær eru greiddar en ekki vaxtabóta. Almennur búseturéttur er tví- skiptur. Búseturéttur II er fyr- ir þá sem em yfir tekjumörk- um Húsnæðisstofnunar, sem áður eru nefnd, en undir eignamörkunum 1.900 þús- und. Þeir sem njóta Búsetu- réttar II fá vaxtabætur. Bú- seturéttur III stendur öllum til boða án tillits til launa eða eignar. Búseturéttur er hér 30% af kostnaðarverði íbúð- arinnar. Ibúar eiga rétt á vaxtabótum. Stefán Ingólfsson skrifar í stómm dráttum staðfestir könnunin það sem áður er nefnt. Nýlegar félagslegar íbúðir em með dýmstu kostum á flestum þéttbýlisstöðum landsins. A höfuðborgarsvæð- inu er samanburðurinn hag- stæðari. Niðurstaðan getur þó alls ekki talist viðunandi. Þeir sem eiga rétt á að kaupa fé- lagslega eignaríbúð em nú fjöl- skyldur með undir 1.870 þús- und krónur í árstekjur að við- bættum 250 þúsund krónum fyrir „hvert bam að 20 ára aldri sem býr á heimilinu." Skuld- laus eign má ekki fara yfir 1.900 þúsund. Óhagstæður samanburður Lágmarkstekjur til að kaupa íbúð í kerfinu ráðast sam- kvæmt upplýsingum Húsnæð- isnefndar Reykjavíkur af því að greiðslubyrði fari ekki upp fyrir þriðjung af launum. Fræðilega séð gæti því fjöl- skylda með 60 þúsund króna mánaðarlaun keypt þriggja herbergja íbúð að verðmæti 6,5 milljónir. Utborgun er 10% af kaupverði sem fýrir nýjar íbúð- ir er byggingarkoslnaður. 90% verðs em lánuð með verð- tryggðum jafngreiðslulánum til 43 ára og bera 2,4% vexti. Þegar tekjur fara upp fyrir áð- umefnd tekjumörk hækka vextimir upp í það sem gerist á lánum Byggingarsjóðs ríkisins. Miðað við fjölskyldu með 100 þúsund króna mánaðarlaun er húsnæðiskostnaður í félags- legri eignaríbúð 33,4 þúsund á mánuði miðað við forsendur könnunarinnar. Það er 12% hærra en gerist í félagslegri bú- seturéttaríbúð án húsaleigubóta og 64% hærra en í félagslegri búseturéttaríbúð með húsa- leigubótum. Ekki viðunandi Samanburður við almenna bú- seturéttarkerfið er einnig óhag- stæður. Fjölskylda með 150 þúsund króna mánaðarlaun mundi greiða 19% hærri hús- næðiskostnað í félagslegri eignaríbúð en almennri búsetu- réttaríbúð. Samanburður við almennan fasteignamarkað er lítið eitt hagstæðari en getur þó ekki talist viðunandi. Húsnæð- iskostnaður fjölskyldu með 100 þúsund króna mánaðar- tekjur í félagslegri íbúð er 33,4 þúsund á mánuði, 10,5% lægri en fjölskyldu með 225 þúsund krónu mánaðarlaun sem kaupir jafn góða íbúð fyrir 40 ára hús- bréfalán. Munurinn er mjög lít- ill og skýrist af því að tekju- minni fjölskyldan fær hærri vaxtabætur. Ef borinn er sam- an húsnæðiskostnaður tveggja fjögurra manna fjölskyldna með 175 þúsund króna mánað- arlaun í félagslegri eignaríbúð og almennri íbúð reynist fé- lagslega íbúðin hins vegar 4% dýrari. I flestum þéttbýlisstöð- um er fasteignaverð yfir 35% lægra en í Reykjavík. Þar er húsnæðiskostnaður í nýlegum félagslegum eignaríbúðum yfir 19% hærri en gerist í almenn- um eignaríbúðum. Uppgjörsreglur Meginástæða þess hversu óhagstætt félagslega íbúðakerf- ið kemur út úr könnuninni felst í uppgjörsreglum þess, einkum afskriftareglum. íbúðir eru samkvæmt reglum kerfisins af- skrifaðar um 1% á ári. Lán eru hins vegar til 43 ára og greið- ast afar hægt upp. Eignamynd- un sem verður þegar lán eru greidd upp er þess vegna að miklu leyti upphafin af af- skriftum. Fyrir ári voru af- skriftir félagslegra eignaríbúða lækkaðar úr 1,5% í 1%. Til fróðleiks má geta þess að ef hærri afskriftimar giltu enn í dag hefði húsnæðiskostnaður félagslegra eignaríbúða verið 9,4% hærri en nú gerist. Þá hefði sá litli munur sem könn- unin sýnir horfið með öllu. NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.