Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 23
Algengt er aðfólk ífátœkrahverfunum matreiði og snæði ut- andyra. Myndin var tekin í borginni Wuxi. tíma 5 daga vikunnar og sumarfrí. Þarna skoðuðum við markað fyrir inn- fædda og var verðlag þar nánast ofan í ekki neitt á okkar mælikvarða. I þeim silki-, perlu-, teppa- og hús- gagnaverksmiðjum sem við heimsóttum var allur aðbúnaður starfsfólks mjög bág- borinn, jafnt vinnuaðstaða sem kaffiað- staða enda drekka þeir víst Iítið kaffi. Samt virðast allir vera glaðir, fallegir og masandi. Flestir líta vel út, börnin eru falleg, húð þeirra slétt, hárið kolsvart og gljáandi og heilar tennur. Hrísgrjón og grænmeti eru greinilega góð undirstaða. Almennt eru Kínverjar smávaxið fólk og grannt, þó heldur breiðleitara eftir því sem sunnar dregur í landinu og þegar til Hong Kong var komið sáum við í fyrsta sinn feita Kínverja, unglinga að borða franskar kartöflur á McDonalds. Afleiðingar af menn- ingarbyltingu Maós Kínverskir fararstjórar í hverri borg ( en þeir eru starfsmenn Kínversku alþýðu- ferðaþjónustunnar C.I.T.S.) voru mis- jafnlega opinskáir í frásögnum sínum, en einn þeirra sagði t.d. að hann hefði ekki þorað að tala svona frjálslega við fólk fyrir einu ári því áður hefðu allir verið að njósna hver um annan og enginn þorað að lýsa hvorki tilfinningum sínum né hugsunum. Ein afleiðing menningarbyltingar Maós er að 50%-60% Kínverja á miðj- um aldri eru trúlaus, en með auknu frelsi hefur það breyst. Eins vekur það athygli í þessu mikla og rótgróna menningarríki hve lítið virðist vera til af fomum mun- um enda var okkur lítið beint á söfn heldur virðist ríkisvaldið aðallega vilja hafa útlendinga í að skoða verksmiðjur og selja þeim á háu verði það sem þar fæst. Hins vegar hefur sú markaðssetning ekki tekist sem skyldi þar sem þetta eru yfirleitt ekki vörur að smekk vestrænna þjóða og á það ekki síst við um tilbúinn fatnað. Enda var okkur sagt að mest allt silki sem Kínverjar framleiddu væri flutt úr landi í ströngum. Hong Kong í lok ferðar komum við til Hong Kong, sem talað er um sem „Paradís“ neytand- ans, en þar urðum við fyrir miklum von- brigðum. Bæði voru vörurnar ekki að okkar smekk og á uppsprengdu verði, að minnsta kosti miðað við verðlag á svip- uðum vörum í London þar sem við höfð- um viðdvöl á heimleiðinni. gífurlegu umferð, jafnvel í Shanghai. Kínverjar eru mjög tillitssamir, prúðir og lítillátir; allir virtust ánægðir, jafnvel í allsleysinu, og gætum við Islendingar lært margt af þeim í þessum efnum. Kjör almennings Fararstjórinn okkar í Peking sagði að al- menn verkamannalaun væru um það bil 400-500 yen (x 8 kr. ísl.) á mánuði og dygði það ekki fyrir húsaleigu, sem er gjama 700-800 yen á mánuði, svo hið opinbera yrði að aðstoða við framfærslu þessara fjölskyldna. Algengast er að hið opinbera úthluti mönnum bæði atvinnu og húsnæði sem er þá hluti launa. Sér- staklega er lífið erfitt hjá ellilífeyrisþeg- um, þar sem verðbólgan var 25% á sl. ári, og endar ná vart saman hjá þeim. Þeir verða því að leita aðstoðar bama sinna. Litlar íbúðir sem almenningi hefur nýlega gefist kostur á að kaupa til eignar, en áður átti hið opinbera allt húsnæði, kosta um það bil 3.000.000 til 4.000.000 íslenskar krónur, smábíll kostar 800.000 íslenskar krónur, bifhjól 60.000 og reið- hjól 3.800 íslenskar krónur. Kínverjar skrá öll reiðhjól og þarf að koma með þau til skoðunar á þriggja ára fresti. Hvorki ljós né glitmerki eru á hjólunum en samt er engum erfiðleikum bundið að ferðast um að kvöldlagi á illa upplýstum götunum. Fjölskyld- ur halda vel saman í Kína. Hin opinbera fjölskyldustefna þeirra birtist okkur fljótt í Peking því áberandi er að þrír einstaklingar sjáist saman; maður, kona og bam á mismun- andi aldri og þá helst á hjólum. Afleiðing af op- inberu fjölskyldu- stefnunni er meðal annars sú að um það bil 20% færri stúlkuböm fæðast og vonumst við til að það leiði til þess að þær verði verð- mætari í framtíðinni og hagur kvenna í Kína batni. Hins vegar var ekki hægt að sjá annað á al- menningi en að lífið væri jafn erfitt kon- um sem körlum, sér- staklega á hrísgrjónaökmnum og fljóta- bátunum þar sem kynin skiptust á að ganga í sömu störf. Þeir einstaklingar sem brjóta lögin eru algjörlega útskúfaðir af þjóðfélaginu, ættingjum og vinum og fá aldrei upp- reisn æm. Þeir fá hvorki vinnu né hús- næði og er það ef til vill skýringin á því að lítið er um glæpastarfsemi í Kína og engum vandkvæðum bundið að fara ferða sinna óáreittur jafnt kvölds sem morgna. Uppbygging Mikil uppbygging er í Peking, Nanjing, Shanghai og Xian. Alls staðar var verið að lemja niður gamlar úr sér gengnar byggingar og reisa ný hús, flest í vest- rænum stfl. Uppbyggingin er samt ekki alls staðar jafn mikil. T.d. stendur borgin Wuxi, sem hefur um aldur verið hjarta kínverskrar silkiframleiðslu, ekki í jafn miklum blóma og uppbyggingu. Þar var allt afar fomeskjulegt og gamaldags í gamla borgarhlutanum og ekki hægt að finna þar tehús í sjálfu teframleiðsluland- inu Kína. Enda vinna innfæddir frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld svo varla er þörf á tehúsum, og sennilega eru fáir sem hafa efni á slíkum munaði. Samt sagði fararstjórinn að þeir væru búnir að taka upp 8 stunda vinnu- NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.