Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 30

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 30
• • • • Neytendavernd Það má þvífœra rökJyrir því að afskiptaleysi stjórnvalda af neytendamálum og metnaðar- leysi þeirra fyrir hönd ís- lenskra neytenda haft kostað þjóðina mikið á undanförnum árum. Framlög til neytenda- mála bæta lífskjörin Flestar umbætur í neytendalöggjöf á síðustu árum hafa verið lögfestar vegna skuldbindinga þjóðarinnar í fjölþjóðlegum samningum, aðallega vegna EES samningsins. Það er umhugsunarefni fyrir okkur að fram til þess tíma hafi ís- lenskir neytendur búið við lakari og ófullkomnari neytendalöggjöf heldur en neyt- endur landa eins og Spánar, Ítalíu og Grikklands. Við höfum um langa hríð tek- ið þátt í norrænu samstarfi en á þeim vettvangi hefur iðu- lega verið fjallað um neyt- endamál og gerðar samþykkt- ir um aukna neytendavernd. Þrátt fyrir það hefur það ekki skilað sér til okkar. Norður- landaþjóðirnar hafa sett sér það markmið að koma á end- urbótum á neytendalöggjöf Evrópusambandsins, þar sem það er þeirra mat að hún sé ófullkomnari heldur en þeirra eigin neytendalöggjöf. A sama tíma og við erum þátt- takendur í þessu samstarfi og ráðamenn þjóðarinnar undir- rita viljayfirlýsingar um þessi efni kemur í ljós að við erum meira að segja eftirbátar hvað snertir neytendalöggjöf Evrópusambandsins, hvað þá heldur ef við förum í saman- burð við lönd eins og Svíþjóð, Noreg og Danmörku. Fyrrverandi viðskiptaráð- herra sagði að umbætur í neytendamálum kæmu að utan og átti þá við það að við yrðum að gera þær breytingar sem fjölþjóðlegir samningar þjóðarinnar skuldbindu ráða- menn til að framfylgja. Enginn íslenskur stjóm- málamaður hefur orðað þá hugsun að við ættum að vera í fararbroddi og miða við að ís- lensk neytendalöggjöf væri með því besta sem þekktist í heiminum og í því efni ættum við að taka grannlönd okkar, Norðurlöndin, til fyrirmyndar. Engri íslenskri rfkisstjóm hefur dottið í hug að setja sér markmið um virka neytenda- stefnu. Annars staðar á Norð- urlöndum er staðan hins vegar sú að engri ríkisstjóm í þeim ríkjum dettur annað í hug en setja fram ítarlega stefnu og markmið í neytendamálum. Mér hefur stundum virst sem stjórnvöld Iitu þannig á málefni neytenda að þau væm þeim að mestu leyti óviðkom- andi og nægjanlegt væri að veita lítilsháttar fjárstyrk til Neytendasamtakanna og þá væri skyldum stjómvalda í þessum málaflokki nánast lokið. Neytendasamtökin hér eyða því megin hluta fjár- muna sinna, bæði styrkveit- ingum hins opinbera og stór- um hluta annarra tekna sinna, til að sinna málefnum sem op- inberir aðilar kosta alfarið í öðram Iöndum í okkar heims- hluta. í því sambandi má nefna, að kvörtunar- og upp- lýsingaþjónusta fyrir neytend- ur er kostuð og sums staðar rekin af hinu opinbera. Neyt- endasamtök þeirra landa sinna því fyrst og fremst atriðum sem varða neytendur í heild svo sem umbótum á neyt- endalöggjöf og þeim atriðum á markaðnum sem geta til skemmri eða lengri tíma litið haft óheppileg áhrif á stöðu neytenda. Neytendasamtökin íslensku þurfa hins vegar að leysa einstaklingsbundin vandamál fyrst, áður en þau geta snúið sér að hinum þátt- unum, þ.e. því sem skiptir neytendur almennt máli ef horft er til framtíðar. Með vaxandi fjölþjóðlegu samstarfí og auknu frelsi í milliríkjaviðskiptum varðar miklu að neytendur á Islandi séu ekki lakar settir en neyt- endur í helstu viðskiptalönd- Engri íslenskri ríkisstj^rn hefur dottið í hug að setja sér markmið um virka neytendastefnu. Annars stað- ar á Norðurlöndum er staðan hins vegar sú að engri ríkisstjórn í þeim ríkjum dettur annað í hug en setja fram ítarlega stefnu og markmið í neytendamálum 30 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.