Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 6
Kvörtunarþjónustan Er símareikningurinn þinn óeðlilega hár? Síminn er nauðsynlegt sam- skipta- og öryggistæki og með tilkomu Símatorgsins hefur hlutverk símans sem þjónustu- tækis aukist. Hjá Neytendasam- tökunum hefur töluvert borið á kvörtunum vegna óeðlilega hárra símareikninga og er þá hlutur Símatorgsins oft mikill. í öllum til- vikum telur símnotandinn að ekki sé um að ræða notkun hans eða heimilismanna hans. Eftir Sigríði Arnardóttur Það sem einkennir ágreiningsmál vegna símanotkunar er sú erfiða sönnunarstaða sem símnotandinn er í; hann verður með einhverjum hætti að sýna fram á að ekki sé um notkun hans að ræða. í flestum til- vikum þarl' að kanna búnað og inntök sem ekki er á færi annarra en tækni- menntaðra manna. Óinnsiglað inntak Af og til heyrist af málum þar sem sím- kerfíð hefur verið misnotað, til að mynda í tilvikum þegar tengibox hafa verið óvarin, og einnig virðast inntök ekki alltaf vera innsigluð. Þetta sýnir að sím- kerfið er ekki nægilega öruggt gagnvart ýmiss konar misnotkun. Nýlega barst til Neytendasamtakanna mál þar sem kvart- að var yfír of háum símareikningi og þegar málið var kannað kom í ljós að inntakið var opið. Neytendasamtökin óskuðu eftir leiðréttingu á símareikningi fyrir hönd símnotandans en Póstur og sími hafnaði kröfu um lækkun síma- reiknings með þeim rökum að ólíklegt væri að um misnotkun óviðkomandi að- ila á símanúmerinu hefði verið að ræða. Þessi niðurstaða verður að teljast óviðun- andi fyrir símnotandann. Ef í ljós kemur að frágangur á búnaði er ekki sem skyldi og það getur valdið hættu á misnotkun er eðlileg og sanngjöm krafa að allur vafí sé túlkaður neytandanum í hag. Póstur og sími ber ábyrgð á því að símkerfið sé ör- uggt en ekki notandinn. Sundurliðun símareikninga Símnotendur eiga réttmæta kröfu til þess 6 að fá skýringar á notkun sinni með því að óska eftir sundurliðun á símareikningi enda er hún eina tiltæka sönnunargagnið sem notendur geta lagt fram þegar deilt er um upphæð símareiknings. I ágúst á sl. ári óskuðu Neytendasamtökin eftir því við tölvunefnd að heimilað yrði að skrá öll símtöl án nokkurra takmarkana og jafnframt yrði leyft að gefa upp alla stafi símanúmers en ekki eingöngu fímm fyrstu. Það var síðan í nóvember á sama ári sem tölvunefnd heimilaði Pósti og síma að skrá öll símtöl sem eiga sér stað í símkerfinu, bæði því almenna og far- símakerfinu, og tók heimiidin gildi nú um áramótin. Ef símnotandi telur síma- reikning sinn óeðlilegan getur hann ósk- að eftir upplýsingum um þau númer sem hringt hefur verið í en ekki er þó heimil- að að gefa upp tvo síðustu stafi síma- númers. Upplýsingarnar ná einnig til dagsetningar og tíma þegar samband kemst á og þegar því lýkur og tímalengd samtals (skrefafjöldi). Hvað kostar Símatorgið? Þjónusta Símatorgsins hefur sífellt verið að aukast og hefur fjölbreytileiki þess vaxið í samræmi við það. Símatorgsþjón- ustan er mun dýrari en almenn símajjjón- usta en verðið er þó mismunandi. Verð- flokkar fyrir símatorgið eru 5 og í þeim ódýrasta kostar mínútan 12,50 krónur en í þeim dýrasta 66,50. Upplýsingar frá Veðurstofu Islands og tölvugagnabanki þar sem notendur hringja með mótöldum, en það eru tæki til að tengja bókun við símalínu, falla undir ódýrari verðflokk- ana en kynfræðslusíminn og símastefnu- mót falla undir hæsta verðflokkinn. Almenningur virðist oft ekki gera sér grein fyrir því að þessi þjónusta er í boði né hversu dýr hún er. Rétt er að taka fram að hægt er að láta loka fyrir síma- torgsþjónustuna og myndi það leysa mörg vandamál vegna of hárra síma- reikninga, því oftar en ekki er um að ræða notkun annars aðila en þess sem greiðir símareikninginn, sbr. ungt fólk sem býr í foreldrahúsum. Breyta þarf reglunum Það er álit Neytendasamtakanna að sím- notendur eigi eingöngu að fá þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir. Sú meginregla Hœgt er að láta lokafyrir símatorgsþjón- ustuna og myndi það leysa mörg vanda- mál vegna of hárra símareikninga. á að gilda að þjónusta sé ekki veitt nema til komi frumkvæði frá þeim sem þjón- ustuna vill. Því hafa Neytendasamtökin óskað eftir að símatorgsþjónustan verði að jafnaði lokuð nema að eftir henni sé óskað sérstaklega og þá jafnframt upp- lýst hvað hún kosti. Hægt er að fallast á þau sjónarmið að í sumum tilvikum eigi að heimila almenna opnun á þjónustunni, t.d. upplýsingar frá Veðurstofu og Vita- og hafnamálastofnun. Hlutlaus úrskurðaraðili Neytendasamtökin hafa óskað eftir því við Póst og síma að stofnuð verði úr- skurðamefnd vegna ágreiningsmála er varða símaþjónustu. Þörfín fyrir slíka nefnd er mikil þar sem mjög erfitt hefur reynst að leysa þau deilumál sem upp hafa komið. Er þá nauðsynlegt að fulltrúi neytenda eigi sæti í slíkri nefnd ásamt fulltrúa Pósts og síma til að tryggja hlut- leysi nefndarinnar en ekki eins og nú er þar sem Póstur og sími úrskurðar sjálfur í deilumálum sínum. í Noregi og Svíþjóð eru slíkar nefndir til og að auki er í Nor- egi sérstök nefnd vegna ágreiningsmála er varða símatorgsþjónustu og hefur hún þá sérstöðu að niðurstaða hennar er bind- andi fyrir aðila málsins. Nauðsynlegt er að hraða stofnun slíkrar úrskurðamefndar því símaþjónusta er sífellt að verða viða- meiri og flóknari. Sigríður er lögfrœðingur Neytendasamtakanna NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.