Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 24
Notkun hormóna í landbúnaði Neytendur vilja blátt bann við hormónum Það er hægt að þéna mikla peninga með því að nota hormóna við land- búnaðarframleiðslu. Þannig er hægt að auka kjötmagnið sem naut- gripur gefur af sér um 10% og fitan minnkar um allt að 35% á 3-4 mánaða vaxtartíma með notkun hormóna. En það er ekki aðeins í kjötframleiðslu sem hormónar eru notaðir. í mjólkurframleiðslunni er víða notaður BST hormónn til að auka nyt kúa. Mikil umræða hefur verið að undanfömu um hvort heimila eigi notkun hormóna í land- búnaðarframleiðslu. Slík notkun hefur lengi verið lögleg í Banda- ríkjunum, Astralíu og víðar. í Evrópu hefur notkunin hins vegar verið bönnuð sem og innflutningur frá lönd- um þar sem hormóna- notkun er heimil. Bandarísk stjórnvöld sækja það nú mjög fast, eftir að nýi GATT- samningurinn var stað- festur, að litið verði á innflutningsbannið sem tæknilega viðskipta- hindmn og því úr- skurðað óheimilt sam- kvæmt þessum nýja samningi. I mörgum Evrópulöndum hefur ólögleg hormónanotkun einnig verið veruleg, eins og raunar kom fram í 2. tbl. Neytendablaðs- ins á síðasta ári. í Belgíu var til dæmis eftirlitsmaður með notkun ólöglegra hormóna myrtur fyrir nokkrum árum þegar hann gerðist of að- gangsharður við „horm- ónamafíuna" sem svo hefur verið nefnd. Það er auðvelt að fylgjast með því hvort náttúrulega hormóna sé að finna í kjötinu. En það er erfiðara að fylgjast með því hvort magnið stafar af því að dýrið framleiðir af eðlilegum ástæðum meira magn hormóna en venjulegt er, eða hvort dýrinu hafa ver- ið gefnir inn náttúrulegir hormónar. Eftirlit með tilbún- um hormónum er miklu erfið- ara þar sem stöðugt eru þró- aðar nýjar tegundir og því verður sá sem fylgist með notkuninni að vita nákvæm- lega hvaða hormóna leita skal. Einnig hefur verið á það bent að með notkun náttúru- legra hormóna verður enn erf- iðara en ella að greina önnur og hættulegri efni í rannsókn- um á dýrum og kjöti. Vegna erfiðleika við eftirlitið, bæði að notaðir séu þeir hormónar sem leyfilegir eru og í réttu magni, hafa bæði Alþjóða- samtök neytenda og Evrópu- samtök neytenda, en Neyt- endasamtökin eiga aðild að báðum þessum samtökum, krafist þess ítrekað að horm- ónanotkun verði með öllu bönnuð. Vilja neytendur hormónakjöt? enáut°F Ert þú | orÖinngrœnn? Félagsmenn í Neytendasamtökunum fá Grænu B| bókina um neytendur og umhverfi á 796 krónur á l| skrifstofu Neytendasamtakanna og á skrifstofum Æ neytendafélaga á landsbyggðinni. Neytendasamtökin - þjónusta fyrir þig Því er haldið fram að ekki sé hægt að sýna fram á það með vísindalegum rökum að notk- un hormóna sé beinlínis skað- leg neytendum. Neytenda- samtök víða um heim segja hins vegar að það sé ekki þeirra að sanna slíkt, heldur sé það þeirra sem slík efni nota eða ætla að nota að sanna óyggjandi á vísindaleg- an hátt að efnin séu ekki á neinn hátt skaðleg þeim sem neyta vörunnar. Neytendasamtök hafa einnig bent á að þegar dýrin eru neydd til að framleiða meira en eðlilegt er, aukast sjúkdómar hjá þeim og þar með notkun fúkkalyfja. Þess vegna sé notkun hormóna í raun andstæð hagsmunum 24 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.