Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 11
Húsnæðiskostnaður Hvemig húsnæðiskostnaður er mældur að hefur vafist fyrir mönnum hvernig eigi að bera saman hag- kvæmni þess að búa í húsnæði með ólíku eign- arhaldi. í umræðu um húsnæðismál hafa menn oft látið sér nægja að líta á greiðslubyrði húsnæð- islána og bera hana saman við húsaleigu og greiðslur í Búsetaíbúð- um. Flestum er þó Ijóst að til þess að saman- burðurinn á húsnæðis- kostnaði sé sanngjarn verði að taka tillit til eins margra þátta og unnt er. Reikna verður alla kostnaðarþætti, taka tillit til opinberra bóta, meta þætti sem ekki eru áþreifanlegir, á borð við fyrningar og vaxtatap, og líta á eignamyndun í eignaríbúðum. Eignarhaldskostnaður húsnæðis Til þess að bera saman ólíka kosti í húsnæðismálum verður að nota sambærilegar fjár- hæðir. Stærsti liðurinn í kostnaði fjölskyldu sem leigir á almennum leigumarkaði er húsaleiga. I húsnæðiskostnaði eignaríbúðar vega afborganir af húsnæðislánum þyngst og í Búsetaíbúðum er mestallur kostnaðurinn í búsetugjaldinu. Liðir sem koma til lækkunar húsnæðiskostnaðar eru einnig breytilegir. Eign þeirra sem búa í eigin íbúð vex eftir því sem greitt er af húsnæðislán- um en leigjendur njóta engrar eignaaukningar. Enn er ótalið að húsnæðiskostnaður er mjög breytilegur eftir sveitar- félögum, stærð húsnæðis, efnahag, fjölskyldustærð og hjúskaparstöðu. Samanburður ólíkra kosta er vegna alls þessa ekki einfaldur. Hér er valin sú leið að telja saman alla kostnaðarliði sem fylgja því að kaupa eða leigja íbúð- arhúsnæði og búa í því í ákveðinn tíma og draga síðan frá bætur og eignaaukningu þegar lán eru greidd. Með því að deila kostnaðinum niður á hvem mánuð tímabilsins fæst mælikvarði á húsnæðiskostn- að sem nota má til að bera saman ólíkustu kosti. Sú að- ferð sem hér er lýst er vel þekkt en hefur til skamms tíma lítið verið beitt við mat á húsnæðiskostnaði. Kostnaðarliðir við eignaríbúðir I eignaríbúðum, þar með töld- um félagslegum eignaríbúð- um, er húsnæðiskostnaðurinn aðallega afborganir af hús- næðislánum, greiðslur í hús- sjóð, rafmagn og hiti, viðhald utanhúss og innan, skattar, tryggingar og opinber gjöld. Þessir liðir eru samtals um 88% af húsnæðiskostnaðin- um. Þessir kostnaðarliðir eru mjög áþreifanlegir og getur fólk lesið þá af reikningum og kvittunum. Viðhaldskostnað- ur fellur þó ekki til jafnt og þétt heldur kemur hann al- mennt í færri og stærri fjár- hæðum. Almennt er talið að árlega þurfi að eyða 1 -2% af nýbyggingarverði íbúðar til viðhalds. Hér hefur verið reiknað með 1,25%. Einnig þarf að taka tillit til þátta á borð við fyrningu húsnæðis og taps vegna fjár sem er bundið vaxtalaust í eigninni. Fyming kemur fram sem verðlækkun á eignaríbúð þeg- ' ar hún er seld. Markaðsverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkar um 0,3%-0,5% á ári að öðrum þáttum óbreyttum. í félagslega íbúðarkerfinu er fymingin reiknuð samkvæmt ákvæðum laga 1,0% á ári og að auki ber eigendum að skila íbúð sinni í ástandi sem er fullnægjandi að mati viðkom- andi húsnæðisnefnda. Það eru einnig afskriftir því við sölu- uppgjör Iækkar verð oft af þessum ástæðum. Skuldlaus eign bundin í eignaríbúð veld- ur vaxtatapi því ef eigandi velur að leigja íbúð getur hann ávaxtað féð. Þessi „glat- aða“ ávöxtun, sem hagfræð- ingar nefna fómarkostnað, er í þessum útreikningum miðuð við 3% raunvexti. Kostnaður við leigu- og búseturéttaríbúðir Kostnaður leigjenda er frá- brugðinn því sem áður er lýst því leigusalinn greiðir af lán- um, megnið af viðhaldi, opin- ber gjöld og tryggingar og tekur á sig fymingar. Leigj- andi greiðir í hússjóð, raf- magn og hita. Eitthvert við- hald á skammtímaþáttum inn- anhúss fellur einnig á leigj- anda, hugsanlega 0,2% af ný- byggingarverði eins og Búseti reiknar. I búseturéttaríbúðum greiða íbúar fast mánaðar- gjald, hliðstætt húsaleigu. í því er innifalinn nær allur húsnæðiskostnaður sem fylgir eignaríbúðum, nema rafmagn. Ibúar greiða í upphafi fasta fjárhæð fyrir búseturétt sinn, almennt 10% af verði íbúðar- innar. Þetta fé fæst endurgreitt með verðbótum þegar flutt er úr íbúðinni en liggur vaxta- laust á meðan. Oft er dregið frá búseturéttinum þegar íbúð er rýmd vegna endurbóta hliðstætt því sem gerist í fé- lagslegum íbúðum. Almennir leigjendur þurfa einnig oft að greiða leigu fyrirfram. Af bú- seturétti og bundinni, fyrir- framgreiddri leigu þarf að reikna fórnarvexti. Eignamyndun og endurgreiðslur Á móti kostnaðarliðum kemur að eignarhlutur vex vegna þess að húsnæðislán greiðast upp, vaxtabætur berast árið eftir og í ákveðnum sveitarfé- lögum eru greiddar húsaleigu- bætur. Þessir þættir eru mjög háðir aðstæðum íbúanna. Eig- endur eignaríbúða, félagslegra íbúða og íbúar almennra bú- seturéttaríbúða njóta vaxta- bóta. Þær eru háðar tekjum, vaxtagreiðslum og eignum og eru allflóknar í útreikningi. Leigjendur og íbúar í félags- legum búseturéttaríbúðum njóta húsaleigubóta ef þær eru á annað borð greiddar í við- komandi sveitarfélagi. Af þeim verður að greiða skatt árið á eftir. Húsaleigubætur eru háðar fjölskyldustærð, tekjum, eignum og greiddri húsaleigu. Eignamyndun er mjög breytileg og fer að mestu eftir tegund húsnæðis- lána, lánstíma og vöxtum. Eignarhaldstími Reiknað er með húsnæðis- kostnaði fyrstu 10 árin eftir kaup eða leigu íbúðar. Þetta tímabil er valið miðað við venjur sem skapast hafa við mat á fasteignum. Þegar „eignarhaldskostnaður" er metinn er almennt miðað við endingartíma hlutar eða þann tíma sem hann er í stöðugri notkun. Fyrir því má færa rök að miða eigi við þann tíma sem fjölskyldur búa til jafnað- ar í íbúð þar til þær skipta. Þessi tími er skammur hér á landi, oft talinn 5-10 ár. NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.