Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 31

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 31
Neytendavernd um okkar. Við getum ekki samþykkt það að Island verði ódýr útsölumarkaður fyrir vörur sem ekki standast þær neytendakröfur sem gerðar eru í nágrannalöndunum. Slík staða þýðir að við fáum lakari vörur en ella án þess að njóta þess í lægra verði. Slíkt er þjóðhagslega óhagkvæmt. Með aðgerðarleysi sínu í neytendamálum og metnaðar- leysi gagnvart þessum mikil- væga málaflokki, sem varðar alla eru íslensk stjómvöld að bjóða hættunni heim, en það er ekki eina vandamálið. Hætt er einnig við að við komum til með að líða fyrir þetta í út- flutningsviðskiptum. Krafan um gæði og öryggi Neytandinn gerir kröfu til þess að fá góða og örugga vöm á sem bestu verði. Gæði og öryggi vörunnar skipta neytanda í okkar heimshluta meira máli en verð vömnnar. Neytendur taka einfaldlega ekki áhættuna á því að kaupa vömr sem em vafasamar. Neytendasamtökin hafa brýnt fyrir neytendum, að þannig ættu þeir að fara að. Kaupið Jón Magnússon skrifar ekki köttinn í sekknum, hefur verið vígorð Neytendasam- takanna. í þeim löndum þar sem neytendalöggjöf er góð og réttur neytandans er sterk- ur komast framleiðendur ekki upp með að setja á markaðinn lélegar vömr sem standast ekki lágmarkskröfur. Þannig má fullyrða að góð neytenda- löggjöf stuðli að betri vöm- gæðum og betri framleiðslu. Þar sem vemd neytandans er hins vegar takmörkuð geta framleiðendur farið sínu fram. Hætt er þá við að vömvöndun verði lakari og metnaður framleiðenda minni. Gæti verið að þeir gallar sem á stundum koma fram í íslensk- um útflutningsvömm stafi af því að hér skortir nægilegt að- hald að íslenskum framleið- endum á heimamarkaði? Gæti það einnig átt sér stað að ís- lenskar framleiðsluvömr séu ekki flokkaðar sem hágæða- vömr vegna þeirrar takmörk- uðu réttarvemdar sem íslensk- ir neytendur búa við og af- skiptaleysis stjómvalda af neytendamálum? íslenskur metnaður íslendingar geta framleitt hluti sem standast hvaða er- lenda samkeppni sem vera skal. Það ætti að vera metnað- ur okkar að gera það. I raun varðar það efnahagslega framtíð þjóðarinnar að ís- lenskar vömr verði þekktar sem ömggar hágæðavömr. Hvaða leið er líklegust til að ná þessari stöðu? Að mínu mati er það fyrsta skilyrðið að um sé að ræða virkt aðhald á heimamarkaðnum. Ekki verð- ur um slíkt aðhald að ræða nema staða neytenda sé sterk og framleiðendur viti að það borgar sig ekki að ganga gegn hagsmunum og réttindum neytenda. Það má því færa rök fyrir því að afskiptaleysi stjómvalda af neytendamálum og metnaðarleysi þeirra fyrir hönd íslenskra neytenda hafi kostað þjóðina mikið á und- anfömum árum. Upplýsingar til neytenda verða stöðugt aðgengilegri og nái íslendingar þeirri stöðu að um þá sé talað sem þjóð þar sem staða neytenda er sterk og aðhald að framleiðendum mikið, mun það hafa þau áhrif að verð á íslenskum fram- leiðsluvömm hækkar. Fyrir þjóð sem er hlutfallslega ein mesta útflutningsþjóð heims skiptir fátt meira máli. Fram- lög stjómvalda til að bæta stöðu neytenda og stuðla að aukinni neytendavemd em því til þess fallin að bæta Iífs- kjör þjóðarinnar, hvort heldur er til að stuðla að hagkvæmari vörukaupum til landsins eða bættri framleiðslu og hærra verði á útflutningsvörum okkar. Jón er hœstaréttarlögmaður og formaður Neytendafélags höfuðborgarsvteðisins Kjör stjórnar Neytendasamtakanna 1996 Samkvæmt 11. og 12. gr. laga Neytendasamtakanna lýsir kjörstjórn eftir framboðum til stjórnar Neytendasam- takanna. Samkvæmt 11. gr. skulu formaður og varaformaður kosnir sérstaklega, en 19 stjórnarmenn skulu kosnir sem fulltrúar frá ákveðnum landshlutum sem hér segir: Reykjavík: 7 fulltrúar Reykjanes: 4 fulltrúar Vesturland: 1 fulltrúi Vestfirðir: 1 fulltrúi Norðurland: 3 fulltrúar Austurland: 1 fulltrúi Suðurland: 2 fulltrúar Frambjóðandi til stjórnar skal eiga lögheimili í þeim landshluta sem hann er í kjöri fyrir. Allir skuldlausir fé- lagar í Neytendasamtökunum eru kjörgengir í stjórnar- kjöri. Ef fleiri gefa kost á sér en einn til formanns eða vara- formanns fá allir félagsmenn í Neytendasamtökunum sendan atkvæðaseðil. Ef fleiri gefa kost á sér en kjósa á í stjórn úr einstök- um landshlutum fá félagsmenn í þeim landshluta send- an atkvæðaseðil. Ef fleiri bjóða sig fram til formanns, varaformanns eða fulltrúa landshluta annast kjörstjórn kynningu frambjóð- enda í næsta tölublaði Neytendablaðsins. Framboðsfrestur rennur út kl. 17 þann 29. mars 1996 og skal framboðum skilað á skrifstofu Neytendasamtak- anna, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík. Framboði telst rétt skilað sé bréf með framboði póststimplað í síðasta lagi 29. mars 1996. Kjörstjórn Neytendasamtakanna Jakob R. Möller formaður NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 31

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.