Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 26

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 26
Vöruverð MERRILD KAFFI 104 Dcemi um vandaða merkingu á mœliemingarverði. Því er gert nœstum þvíjafn hátt undir höfði og verði vörunnar. Hér er á hinn bóginn ekki nœgilega vel staðið að merkingu mœlieiningarverðsins. Engin tilraun er gerð til þess að vekja athygli viðskiptavinarins á mœlieiningarverðinu. Mælieiningarverð er upplýsingar sem ætlað er að auðvelda neytendum að velja vörur með því að bera saman verð á sölustað á sama hátt og innihaldslýsing vöru gerir þeim kleift að bera saman gæði. Öll fyrirtæki sem selja vörur til neytenda eiga að merkja þær með mælieiningarverði auk sölu- verðs og á þetta einnig við þegar söluverð vöru er birt í auglýsingu. Eftir Kristínu Færseth Við gildistöku EES-samningsins skuld- bundu Islendingar sig til að setja ýmis lög og reglur sem m.a. er ætlað að vemda neytendur og veita þeim betri upplýsingar um vömr og þjónustu. Reglur um mæliein- ingarverð em dæmi um slíka skuldbind- ingu og í apríl 1994 vom þær gefnar út á vegum Samkeppnisstofnunar. Enda þótt hátt á annað ár sé liðið síðan reglur þessar gengu í gildi veita einungis fáar verslanir þessar upplýsingar og enn hefur fjöldi kaupmanna ekki tekið við sér. Það er hins vegar sjálfsögð krafa okkar neytenda að kaupmenn framfylgi þessum reglum. Hvað er mælieiningarverð? Mælieiningarverð er verð vöm miðað við ákveðna þyngdar-, rúmmáls-, lengdar- eða flatarmálseiningu, svo sem kfló, lítra, metra eða fermetra. Með tilkomu reglna um mælieiningarverð eiga því allar vömr, sem seldar em miðað við fyrrgreindar mælieiningar, að vera merktar með mæli- einingarverði auk söluverðs. ► Eins og nefnt var munu Bandaríkin og fleiri lönd sækja það gegnum Alþjóðaviðskipta- stofnunina, WTO (áður GATT), að þessi ákvæði í lög- um verði úrskurðuð sem tæknilegar viðskiptahindranir og þar með óheimilar. Vegna þessa hafa neyt- endasamtök í Evrópu rætt mikið þá stöðu sem komin er upp og er niðurstaðan sú að hormónakjötið muni verða löglegt í Evrópu innan skamms. Þá má velta fyrir sér hvort sérákvæðið í íslenskri löggjöf muni halda. Af viðtöl- um sem Neytendablaðið hefur átt við menn, bæði innan landbúnaðarráðuneytis og landbúnaðarforystu, telja menn svo vera. En við spyrj- um: Ef bann við innflutningi hormónakjöts verður dæmd tæknileg viðskiptahindrun á grundvelli WTO, mun ekki gilda það sama um íslensku lögin? Það er afar líklegt að við munum heldur ekki geta staðið á móti. Er stríðið tapað? Hvað er þá til ráða? Neyt- endasamtök Evrópu hafa sagt að verði notkun hormóna leyfð þurfi að tryggja þrennt: 1. Ávallt verði á áberandi hátt getið um það við sölu til neytenda hafi hormónar verið notaðir við fram- leiðslu kjötsins eða mjólk- urinnar. 2. Eftirlit með því að horm- ónanotkunin sé í samræmi við reglur, bæði hvað varð- ar tegundir og magn, verði tryggt og hörð viðurlög við broti. 3. Stjómvöld í hverju landi verða að tryggja að fulltrú- ar neytenda geti tekið full- an þátt í starfi Codex Ali- mentarius til að tryggja að reglur séu settar út frá hagsmunum neytenda en ekki eingöngu út frá hags- munum framleiðenda. En hvað getur íslenskur landbúnaður gert? í Finnlandi hafa neytendasamtök, land- búnaðarsamtök og landbúnað- aryfirvöld sameinað krafta sína í þessu máli. Eigum við ekki samleið með þeim? Einnig má benda á að með nýja GATT-samningnum munu heimsmarkaðsviðskipti aukast og samkeppni harðna. Ef okkur tekst með öllu að halda notkun hormóna utan íslenskrar landbúnaðarfram- leiðslu í framtíðinni er hægt að nota það í samkeppninni, ekki aðeins hér innanlands, heldur einnig á erlendum mörkuðum. Eins og komið hefur fram hér að framan vilja neytendur erlendis í vaxandi mæli ekki afurðir af dýrum sem fengið hafa hormóna. Umræðan hér á landi hefur hins vegar verið lítil og hana þarf að auka. Með aukinni umræðu munu íslenskir neyt- endur án efa taka sömu af- stöðu og neytendur í ná- grannalöndum okkar. 26 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.