Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 13
Fjármál heimilanna laráður en Fjárhagserfiðleikar aukast efekkert er að gert og á endanum getur allt farið í óefni, segir Sólrún meðal annars. Hvert á að leita? Þegar í fjárhagserfiðleika er komið er oft erfitt að gera sér grein fyrir vandamálinu og ákvarðanir einkennast af bráðabirgða- úrræðum. Mjög algengt er einnig að fólk missi alla yfirsýn yfir fjármálin. Það er því skynsamlegt að leita til ut- anaðkomandi aðila til að hjálpa sér að finna lausn á vandanum ásamt því að fá hjálp við að öðlast yfirsýn yfir fjárhags- stöðuna. Þessi utanaðkomandi aðili er oftast fjárhagsráðgjafi hjá bankanum þínum. Einnig getur þú leitað til ráðgjafa hjá í óefni fer Sólrún Halldórsdóttir hagfræðingur skrifar Hvað gerist síðan er auðvitað mis- munandi frá einni fjölskyldu til annarrar. Fáir komast út úr erfiðleikunum með því að spila í happdrætti. Eina raunhæfa leið- in til þess að koma í veg fyrir verulega fjárhagserfiðleika er að taka á vandamál- inu með því að setjast yfir reikninga og gera áætlun um tekjur, framfærslukostn- að og hvemig þið ætlið að komast aftur á „núllið“. En það er ástand þar sem íjöl- skyldan á fyrir öllum reikningum, þarf ekki að slá neinum afborgunum á frest og á einnig fyrir nauðsynlegri fram- færslu. Ef ykkur reynist erfitt að gera slíka áætlun sjálf þá leitið strax til ráðgjafa. Byrjið alltaf á að leita til ráðgjafa í bank- anum ykkar. Hann getur hjálpað ykkur að gera greiðsluáætlun, útgjaldadreifingu og ef nauðsyn krefur skuldbreytt lánum hjá bankanum. Því lengur sem þið dragið að taka á fjárhagsvandamálum því erfið- ara verður að finna viðunandi lausn. Húsnæðisstofnun, ef erfiðleikarnir eru fyrst og fremst vegna húsnæðiskaupa. Hvað ertil ráða? Byrjaðu alltaf á að leita allra leiða til að draga úr útgjöldum og mundu að margt smátt gerir eitt stórt. Ef fjárhagsvandinn er ekki mjög mikill reynist oft nægjan- legt að dreifa útgjöldum og vanskilum. Þetta er gert með útgjaldadreifingu hjá bankanum. Þetta hefur reynst vel fyrir minni háttar vanskil og skammtíma erf- iðleika. Oft er talað um skammtíma erf- iðleika ef vanskil hafa staðið skemur en þrjá mánuði og sýnt er að fjölskyldan hefur nægjanlega greiðslugetu í framtíð- inni til að geta staðið í skilum. Ef vanda- málið er meira en það er oftast nauðsyn- legt að sækja um skuldbreytingu á lán- um. Skuldbreytingin felst þá í lengingu lánstíma, þannig að greiðslubyrðin verði léttari og sé í samræmi við greiðslugetu fjölskyldunnar. Dæmi eru um að hægt sé að fá skammtímalán lengd til allt að tíu til fimmtán ára. Ef viðskiptabankinn þinn getur ekki boðið þér upp á lán til nægjanlega langs tíma til að greiðslubyrðin verði í sam- ræmi við greiðslugetuna er rétt að athuga vel með aðra lánsmöguleika. Skuld- breyttu aldrei láni nema það leysi vanda- mál þín. Ef skuldbreytt er til að fá stund- arfrið koma erfiðleikarnir bara harðar niður á fjölskyldunni síðar meir. Ef fjárhagserfiðleikar eru einkum hjá Húsnæðisstofnun ríkisins vegna húsnæð- iskaupa er rétt að leita ráðgjafar þar. A síðustu misserum hefur meirihluti þeirra sem leitað hafa eftir aðstoð fengið úr- Nokkrar staðreyndir um fjárhags- erfiðleika Vandamálin leysast ekki af sjálfu sér. Verið óhrædd við að leita eftir að- stoð. Þið eruð ekki eina fólkið sem lent hefur í fjárhagserfiðleikum. Margir eru í sömu sporum. Ráðgjafar eru til að hjálpa ykkur að finna lausn. Það er ykkar að ákveða hvað gera skal. Fjárhagserfiðleikar aukast ef ekkert erað gert. lausn. I sumum tilfellum hefur þó reynst nauðsynlegt að selja fasteign og kaupa aðra ódýrari, en þegar slíkt leysir fjár- hagserfiðleika er auðvitað um úrlausn að ræða. Ef fjárhagserfiðleikar eru verulegir og hætta er yfirvofandi á að þið missið hús- næðið á nauðungaruppboði er rétt að reyna alltaf að selja á frjálsum markaði heldur en að missa húsnæðið við nauð- ungarsölu. Undantekningarlaust fæst hærra verð fyrir fasteign á frjálsum markaði. Samstarf banka og sparisjóða Allt frá árinu 1993 hafa bankar og spari- sjóðir og nokkrir lífeyrissjóðir haft með sér samstarf um að leysa úr fjárhagserfið- leikum fólks með skuldbreytingum. Þetta samstarf hefur þróast á undanfömum misserum og nú stendur til að útvflcka það, bæði hvað varðar samstarfsaðila og úrræði. Þann 23. febrúar verður opnuð ráð- gjafarstofa að Lækjargötu 4 í Reykjavík sem fólk af öllu landinu getur leitað til ef það er í verulegum fjárhagserfiðleikum. Neytendasamtökin vom fmmkvöðull í því að koma ráðgjafarstofunni á laggirn- ar og er von okkar sú að hér sé kominn sá aðili sem vinna muni að víðtækari úr- lausnum fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum, ásamt því að beita sér fyrir fræðslu og lagabreytingum til að fyrirbyggja að fólk lendi í erfiðleikum. Hægt er að fá upplýsingar um ráðgjaf- arstofuna í þínum viðskiptabanka, hjá Húsnæðisstofnun eða hjá félagsmála- ráðuneytinu. NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.