Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 2
Leiðarinn Rannsóknin sem aldrei var gerð „Ég hugsa oft og skrifa stundum um hvemig landbúnaður verði rekinn þannig á Islandi, að ekki samsvari hálfgildíngsatvinnuleysi fyrir þá sem hann stunda. Einkum lángar mig til að láta rannsaka hvort það getur borgað sig hér að hafa sauðfé. Sem stendur er til að- eins ein örugg leið til algerðrar fátæktar á ís- Iandi, og það er að hafa kindur. Ráðmenn landsins horfa með sljóurn hundíngjahætti á „eigendur" 5-6000 ögnsmárra undirkapítalí- séraðra landbúnaðarfyrirtækja sveitast blóði liggur mér við að segja, hlaupandi kríngum örfáar sauðskepnur allan ársins hríng. Af hverju er ekki gerð vísindaleg tilraun að reka sauðbú á arðgæfan hátt, sauðbú sem þolir fólkshald með því verði sem nú er á vinnu- krafti? Slíkt virðist eingum á íslandi hugleik- ið, og menn halda áfram að hlaupa á eftir rollum samkvæmt því lögmáli einu, að það sem þeir hafa ekki í höfðinu skuli þeir hafa í fótunum.“ I blaðinu er að þessu sinni fjallað ítarlega um landbúnað. Tilvitnunin hér að framan er ekki ný af nálinni, þótt eflaust mætti halda það miðað við umfjöllunina. Þar kemur enn og aftur fram að auka þurfi hagræðingu og hagkvæmni í landbúnaði. Svo er einnig í til- vitnuninni. Hún er hins vegar skrifuð árið 1947 af nóbelskáldinu okkar góða Halldóri Laxness. Yfirskriftin var „Rannsókn sem þarf að gera“, en sú rannsókn sem Halldór kallaði eftir var aldrei gerð. Því fór sem fór og enn stöndum við í sömu sporum, með óhagkvæman landbúnað sem framleiðir allt of dýrar vörur á sama tíma og bændur hafa vart ofan í sig né á miðað við þá framleiðslu sem þeir mega hafa vegna framleiðslustýr- ingar. Og eins og frem kemur í blaðinu er því miður lítilla breytinga að vænta með ný- gerðum búvörusamningi. Og það er því miður svo, eins og skýrt kemur fram í ályktun um lífræna framleiðslu Jóhannes Gunnarsson á þingi Neytendasamtakanna að forystan í landbúnaði hér á landi hefur takmarkaðan áhuga á nýsköpun innan landbúnaðar, a.m.k. virðast allir á þeim bæ vera sammála um að ekki skuli hlúð að þeim græðlingi sem reynt hefur verið að gróðursetja og gæti orðið að stóru tré ef rétt væri á málum haldið. Foryst- an vill fremur halda áfram bullinu um „vist- rænar" landbúnaðarvörur, hugtak sem t.d. umboðsmaður neytenda í Danmörku hefur bannað markaðsfærslu á. Neytendasamtökin hafa af heilum hug tekið þátt í því starfí sem ýmsir áhugamenn hafa komið á í sambandi við lífræna landbúnaðarframleiðslu en því miður hefur Iandbúnaðarforystan látið sem það brautryðjendastarf sé nánast ekki til. Á sama tíma og miklum ijármunum er varið úr sameiginlegum sjóðum til misheppnaðrar markaðsfærslu á „vistræna" kjötinu, fást engir fjármunir úr sömu sjóðum til að koma lífrænni framleiðslu á fót. I lokin skal enn vitnað í nóbelskáldið: „I blaði er nýlega haft eftir einum gáfað- asta embættismanni landsins, Vilmundi land- lækni, að þegar til hans kom bóndi að bera sig undan læknisleysi í sveit hafí landlæknir sagt hitt meira vandamál, hvemig þeir sem enn væm eftir í sveitum ættu að komast það- an. Slík orð em bersýnilega höfð skakt eftir viljandi til að færa óvelkomið svar útí öfgar - einsog þegar haft var eftir undirrituðum að landbúnaður hveiju nafni sem hann nefnist sé kjánalegt sport.“ Flestir Islendingar em sammála um að hér skuli reka landbúnað en þá má ekki gera það eins og „kjánalegt sport" heldur sem alvömatvinnugrein. Til þess að svo verði þurfa markaðslögmálin að fá að ráða. Hagkvæmnin verður að vera í fyrirrúmi, ella er íslenskur landbúnaður sjálfdauður í þeirri vaxandi samkeppni sem framundan er í alþjóðaviðskiptum með þessa vöm. Jóhannes Gunnarsson ritstjóri Neytendablaðsins NEYTENDASKRIFSTOFUR -1ÞINA ÞAGU Höfuðborgarsvæðið Skúlagötu 26,101 Reykjavík Opið virka daga kl. 9-16, s. 562 5000 Fax 562 4666 Vesturland Furugrund 17, s. 431 1402 og 431 3069 Fax 431 2841 Starfsmaður: Árný Ármannsdóttir Vestfirðir Pólgötu 2, s. 456 5075 Fax. 456 5074 Starfsmaður: Aðalheiður Steinsdóttir Opið virka daga kl. 8-12 Norðurland Glerárgötu 20, pósthólf 825, Akureyri. Opið kl. 9-13 virka daga, símatími kl. 11-13, s. 461 1336 Fax 461 1332 Starfsmaður: Vilhjálmur I. Árnason Austur-Skaftafellssýsla Víkurbraut 4, Höfn s. 478 2295, fax 478 1538 Starfsmaður: Birna Arnaldsdóttir Opið 16-18.30 mánudaga Suðurland Eyrarvegi 29, Selfossi. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-12, s. 482 2970 Fax. 482 2775 Starfsmaður: Halldóra Jónsdóttir Suðurnes Hafnargötu 90, pósth. 315, Keflavík. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl.10-12, s. 421 5234, Fax. 421 5234 Starfsmaður: Edda Kristjánsdóttir Framkvæmdastjórn Neytendasamtakanna Drífa Sigfúsdóttir formaður Jón Magnússon varaformaður Ágúst Ómar Ágústson ritari Einar Jón Ólafsson gjaldkeri Hrönn Marinósdóttir Mörður Árnason Sverrir Arngrímsson Þráinn Hallgrímsson Formenn neytendafélaga Neytendafélag höfuðborgarsvæðisins Jón Magnússon Neytendafélag Akraness Ásdís Ragnarsdóttir Neytendafélag Vestfjarða Aðalheiður Steinsdóttir Neytendafélag Akureyrar og nágrennis Vilhjálmur I. Árnason Neytendafélag Fljótsdalshéraðs Oddrún Sigurðardóttir Neytendafélag Austur-Skaftafellssýslu Birna Arnaldsdóttir Neytendafélag Suðurlands Sigurbjörg Schiöth Neytendafélag Suðurnesja Halldór Levý Björnsson Neytendasamtökin eru landssamtök neytendafélaga sem eru starfandi víða um land. Þeim sem ekki eiga kost á þjónustu neyt- endaskrifstofu í sínu héraði er bent á að leita til skrifstofu Neyt- endasamtakanna að Skúlagötu 26 í Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga klukkan 10-12:30 og 13-15. Sími 562 5000. Grænt númer 800 6250 Netfang: neytenda @itn.is og heima- síða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda 2 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.