Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 13
Verðlaunahafar átaksins Öryggi barna - okkar ábyrgð 1996: Einar Gunnlaugs- son, Mótorsmiðjan og Herdís Storgaard. Mikilsvert framlag til öryggis barna Þrír hlutu viðurkenningu átaksins Öryggi barna - okkar ábyrgð í ár; Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, Mótorsmiðjan og Einar Gunnlaugsson. Viðurkenningunni fylgir réttur til að nota merki átaks- ins með ártali sem sýnilegan vott og tákn um mikilsvert framlag til öryggis barna. Herdís Storgaard fékk viðurkenningu fyrir að starfa af fagmennsku og sér- stökum áhuga og ötulleika að öryggi bama í umhverfinu. Stjóm átaksins veitti Mótorsmiðj- unni viðurkenningu fyrir hugmynd að nýstárlegu og vel útfærðu forvarnar- starfi og vel heppnaða og skipulagða vinnu með bömum og unglingum sem þangað leita. Einar Gunnlaugsson hlaut viður- kenningu átaksins fyrir að hanna og koma á framfæri vel útfærðri hugmynd að meðfærilegum öryggisútbúnaði fyrir heita potta. Markmið átaksins er að auka öryggi bama og er stefnt að því að tíðni barnaslysa lækki um fimmtung á fimm ára tímabili, 1992-1997. Að átakinu standa Neytendasamtökin, Rauði kross Islands, Umferðarráð, Foreldrasamtök- in og embætti landlæknis. þegar reynt er að ná sambandi verður innhringibúnaðurinn að vera í lagi. Ef mótöldin eru of fá og áskrifendur of margir getur verið erfitt að ná sambandi. Æskilegur fjöldi er 10-15 notendur á hvert mótald ef um ótakmarkaðan að- gang er að ræða. Það veltur þó einnig á hversu virkir notendumir em. Seljendur ættu helst að setja þá reglu að fjölga mótöldum ef notendur verða fyrir því að ná ekki sambandi í ákveðnum fjölda til- vika, segir Maríus. Hvað er innifalið? Áskrifandinn fær oftast í hendur diskett- ur með nauðsynlegum hugbúnaði og sjálfvirkri uppsetningu. Sums staðar fylgir einnig handbók með algengum notendavandamálum. Ef grunnþekking á tölvum er til staðar og hugbúnaðurinn góður á notandinn að geta sett upp bún- aðinn sjálfur en annars sinna nettengisal- ar slíkri þjónustu gegn gjaldi sem er mis- hátt eftir því hvort komið er með tölvuna eða notandinn sóttur heim. Innifalið er yfirleitt póstfang, aðgang- ur að Veraldarvefnum og IRC-spjallrás- unum. Sem stendur hafa Nýherji og Mið- heimar hraðvirkasta sambandið en hægt er að auka bandvíddina með nokkurra daga fyrirvara. Misjafnt er hvort áskrift fylgir fullur aðgangur að Usenet, ráð- stefnu- og fréttakerfinu en yfir 15.000 ráðstefnur og um 300.000 greinar berast daglega í gegnum ISnet. Á slóðinni http://www.isnet.is/status fást upplýsing- ar um fjölda tenginga hjá fyrirtækjum við Usenet, ástand biðraða og fleira. Sumir seljendur veita skeljaraðgang til þess að vista gögn og keyra upp forrit. Ef óskað er eftir aðstoð við uppsetn- ingu eða notkun á netinu veita flestir nettengisalar ráðgjöf í síma alla virka daga en t.d. hjá Miðheimum og Islandia er tæknimaður ejnnig tiltækur á kvöldin og um helgar. Slíkt er mikilvægt, sérstak- lega í byrjun þegar notandinn lendir í alls kyns ógöngum. Islandia er ódýrast Vegna aukinnar samkeppni hefur afnota- gjald að Intemetinu lækkað töluvert. Flestir bjóða ótakmarkaðan aðgang gegn mánaðargjaldi. Eftir því sem Neytenda- blaðið kemst næst er áskriftin ódýmst hjá Islandia á 1.150 kr. en dýmst hjá Is- lenska menntanetinu á 2.055 krónur. Menntanetið hefur sér til framdráttar að bjóða landsþjónustu þannig að síma- kostnaður er alls staðar sá sami. Auk þess er bandvíddin mun betri en hjá Is- landia. Frumskógur Póstur og sími er með 374 króna afnota- gjald á mánuði en tekur 1,12 króna gjald fyrir hverja mínútu sem tengingin varir. Upphæðin er því fljót að hækka nema notkunin sé t.d. einskorðuð við að senda tölvupóst. Stofngjaldið hjá þeim er 623 krónur og engin notendaþjónusta er í boði. Stofngjald þarf sums staðar að greiða. Til dæmis er það 300 kr. hjá Hringiðunni og hjá Skímu er það 1.494 kr. og er vistun fyrstu heimasíðu innifalin. Sums staðar er vistun á heimasíðu ein- staklinga innifalin í mánaðargjaldi, t.d. hjá Treknet, Islandia og Menntanetinu. Utseld vinna er einnig misdýr; hjá Is- landia kostar klukkutíminn 1.900 kr. en algengasta verðið er um 3.500 krónur. Ogrynni af tilboðum er í gangi. Til dæmis fá viðskiptavinir Sparisjóðanna áskrift á 1.350 kr. hjá Margmiðlun og Gagnabankinn Villa býður afnotagjald á 690 kr. á mánuði ef notkunin er takmörk- uð við tvo tíma á dag. Hjá Miðheimum kostar ársáskrift 20.000 kr. en mánuður- inn annars 1.992 krónur. Tölvu- og verk- fræðistofan býður afslátt ef notandinn er einnig áskrifandi að Tölvumeistaranum. Vonandi hafa neytendur nú fengið nasasjón af því hvað er á boðstólum á þessum fjölbreytilega markaði. Nánast ógerlegt er að gera marktækan saman- burð nema tengjast hverjum seljenda fyrir sig og meta síðan þjónustu á móti kostnaði. Það verður að bíða betri tíma. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.