Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 22
Þing Neytendasamtakanna Þuríður Jónsdóttir lét af embœtti varaformanns á þinginu. Neytendur eigi aðgang að réttlæti Þing Neytendasamtakanna felur stjórn samtakanna að knýja á um að íslenskri löggjöf verði breytt þannig að neytendur eigi greiðan aðgang að úrlausn deilumála sinna við seljendur. Á þann hátt er tryggt að íslenskir neytendur hafi fulla vissu um að þeir geti ætíð fengið réttláta, ódýra og skjóta málsmeðferð og að erlendir neytendur þurfi ekki að láta ófullkomna löggjöf aftra sér frá því að eiga hagkvæm viðskipti hér á landi, segir í ályktun þingsins um aðgang neytenda að réttlæti. í ályktuninni segir enn fremur: „Þingið telur einnig nauðsynlegt að komið verði á einfaldari meðferð dómsmála til að auðvelda neytendum að koma fram með ágreiningsmál fyrir almennum dóm- stólum. Jafnframt telur þingið nauðsynlegt að Neytendasamtökin eigi þess kost að höfða mál fyrir hönd neytenda eins eða fleiri.” Þingið bendir jafnframt á það í ályktun sinni að nefnd á vegum Evrópusambands- ins telji að kostnaður sem verður vegna erfiðleika neytenda á að ná fram rétti sín- um, kostnaður vegna minni verslunar og óhagkvæmari, nemi ekki minna en 30 milljónum ECU á ári á Evrópska efna- hagssvæðinu eða jafnvirði 2,5 milljarða íslenskra króna. Aukinn kostnaður stjóm- valda við að bæta hag neytenda að þessu leyti sparar því annan kostnað, að mati þingsins. Fjármál heimilanna í ályktun þingsins um ijármál heimilanna er bent á að fjárhagsvandi heimila hafi aukist ár frá ári. Ástæður þessa em taldar meðal annars þessar: ■ Lægri tekjur vegna atvinnuleysis og/eða minni möguleika á aukavinnu. ■ Óvarkámi einstaklinga í fjármálum sín- um. ■ Óábyrg útlánastefnu lánastofnana. ■ Skortur á raunhæfu greiðslumati. ■ Skyndiákvarðanir stjómvalda um breyt- ingar á sköttum, vaxtabótum og bama- bótum. ■ Breytingar á fjölskylduhögum, t.d. vegna skilnaðar, slysa og sjúkdóma. ■ Vístöluviðmiðun lána og háir vextir. Þá lýsti þingið óánægju sinni með að ekki hefði verið fallist á tillögur NS um að sett yrðu lög um greiðsluaðlögun einstak- linga og lagði þunga áherslu á að þegar yrði hafist handa við að móta gmndvöll um viðmiðunameyslu. Ennfremur fagnaði þingið tilkomu ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Umboðsmaður neytenda Ályktun þingsins um umboðsmann neyt- enda er svohljóðandi: „Þing Neytendasamtakanna beinir því til viðskiptaráðherra að þegar verði hafinn undirbúningur að stofnun embættis um- boðsmanns neytenda. Stofnun þess er nauðsynleg til að efla neytendavemd og búa íslenskum neytendum að þessu leyti svipaðar aðstæður og bjóðast annars stað- ar. Á Norðurlöndunum, að Islandi undan- skildu, vom embætti umboðsmanna neyt- enda stofnuð á áttunda áratugnum og em umboðsmenn þar skipaðir af stjómvöld- um. Hlutverk umboðsmanna er m.a. að hafa eftirlit með lögum um óréttmæta við- skiptahætti. Umboðsmaður neytenda hefur einnig það hlutverk að setja almennar viðmiðun- arreglur í viðskiptum, auk þess sem hann gegnir hlutverki sáttasemjara í ágreinings- málum neytenda við hagsmunaaðila. Um- boðsmaður getur farið með mál fyrir dóm- stóla þar sem hann ver hagsmuni neytenda að eigin fmmkvæði og/eða fylgir málum sínum eftir. Umboðsmaður neytenda tryggir þannig að eðlilegar og sanngjamar leikreglur ríki á markaðnum, að farið sé að þeim leikreglum sem í gildi em og að fullt tillit sé tekið til sjónarmiða neytenda og hagsmuna þeirra gætt. Þing Neytendasamtakanna minnir á að það er ekki tilviljun að frændþjóðir okkar hafa talið nauðsynlegt að skilja að starf- semi samkeppnisyfirvalda og umboðs- manns neytenda og að umboðsmaður neytenda annist sérstaka hagsmunágæslú þeirra. “ Ofangreindar ályktanir og aðrar álykt- anir þingsins má nálgast á skrifstofu Neyt- endasamtakanna. Meðal annarra ályktana má nefna ályktun um neytendur og opin- bera þjónustu, vísitölubindingu fjárskuld- bindinga, vaxtamun og þjónustugjöld, um stuðning verkalýðsfélaga við neytenda- starf, umhverfi og neytendur, neytenda- fræðslu, öryggi neytenda og öryggi neysluvöm og fleira. Athugasemdir vegna markaðskönnunar Nauðsynlegt er að leiðrétta eftirfarandi atriði vegna markaðskönnunar á þvotta- vélum sem birtist í síðasta tölublaði: Þvottavélar: Ignis Belle 90: Vinduhraði er 800- 1500. Um var að ræða rangar upplýsing- ar frá seljanda. Seljandi gaf jafnframt skjalfestar upplýsingar um rafmagns- notkun og lengd suðuþvottar, en segir þær nú rangar. Zerowatt ZX 647 Idroplus: Vindu- hraði er 600, rafmagnsnotkun 2,2 kWh og lengd suðuþvottar er 115 mínútur. Um var að ræða rangar upplýsingar frá seljanda. Zerowatt ZX 847 Idroplus Electronic: Vinduhraði er 400-800 og rafmagnsnotk- un 2,05. Um var að ræða rangar upplýs- ingar frá seljanda. Zerowatt 1047 ZDRO Electronic: Vinduhraði er 400-1000. Zerowatt ZX 1247 Electronic: Vindu- hraði er 600-1200. Zerowatt 33-800 ZDRO Electronic: Vinduhraði er 400-800. White Westinghouse LA 68 WS: Ranghermt var að vélin væri uppseld. Þurrkarar: Þurrkari sem sagður var heita Zer- owatt A2R Plus X heitir Zerowatt Air Plus X.Neytendablaðið biðst velvirðing- ar á mistökum sínum. 22 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.