Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 8
Landbúnaður - úttekt Óhagstætt neytendum og framleiðendum Utlitið í landbúnaðarmálum í Evrópusambandinu er óhagstætt bæði neytendum og framleiðendum. Verð á landbúnaðarafurðum í heiminum fer hækkandi og óvíða hafa stjórnvöld vald á þróuninni. Þetta er niðurstaða skýrslu sem breska neytendaráðið (National Consumer Council) gaf út í september 1995 um stöðu og stefnu land- búnaðarmála í Evrópusambandinu. Skýrsla Breska neytendaráðsins er byggð á rannsóknarvinnu Marion Cooper, ráð- gjafa í Evrópumálefnum. Hún bendir á að kostnaðurinn við landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (ESB) muni ná met- fjárhæð 1996 og nema um 47% af fjár- lögum þess. Til að sjá heildarmyndina þarf að bæta við útgjöldum á fjárlögum ríkjanna sjálfra. Af tölum OECD frá 1994 má ráða að heildarkostnaður innan ESB vegna land- búnaðarmála hafi samsvarað um 8.830 milljörðum ísl. kr. og að af því hafí um 5.270 milljarðar runnið til bænda. A ár- inu 1994 námu framlög sameiginlegra sjóða og ríkissjóða til landbúnaðar innan ESBi samtals um 3.300 milljörðum ísl. kr. Ur ESB-sjóðum komu um þrír fjórðu hlutar (um 2.500 milljarðar ísl. kr.) en úr ríkissjóðum um fjórðungur (rúmlega 800 milljarðar kr.). Heildarkostnaður skatt- greiðenda vegna hærra matvælaverðs en vera þyrfti (ef landbúnaður nyti einskis stuðnings eða sérstöðu) er talinn hafa byltingum í verkkunnáttu en þrengingar bænda eru meiri en annarra þar sem eignir þeirra eru að langmestu leyti bundnar í búrekstrinum og nýtast ekki ef þeir skipta um starf. Bankamaður í Reykjavík eða á Akureyri, sem missir vinnuna vegna tölvuvæðingar, getur hins vegar búið áfram í sömu íbúð þótt hann skipti um starf. Það er umræðunnar vert hvort það numið um 4.920 milljörðum fsl. kr. Hverjar 1000 kr. sem bændur fá kosta skattgreiðendur ESB um 1700 kr. ESB- féð rennur ekki allt til bænda eða land- búnaðar. Meira en helmingurinn af land- búnaðarpakka ESB hefur að staðaldri runnið til þess að losa birgðir, í útflutn- ingsbætur, geymslu matvæla og eyðingu þeirra. Bændur hagnast óbeint á þessu (verðið helst hátt) en mestan gróða upp- skera þeir sem annast geymslu á matvæl- um eða viðskipti með þau. I ár er reiknað með að fram komi inn- an ESB tillögur um sparnað í styrkjum til landbúnaðar og endurskoðun á þeim. Ráðagerðir um fjölgun aðildarríkja og takmörkun útflutningsbóta hafa í för með sér að stemma verður stigu við opinber- um kostnaði vegna landbúnaðar. Á árinu 1996 koma ný landbúnaðarlög (Farm Act) Bandaríkjamanna einnig til fram- kvæmda. Með þeim eru styrkir ekki afnumdir en verulega dregið úr þeim. Um þriggja áratuga skeið hafa málefni eigi ekki að vera almenn regla að sam- félagið hlaupi undir bagga með einstak- lingum þegar þeir verða fyrir tjóni vegna atvinnubreytinga sem þorri landsmanna hagnast á. Ef slík aðstoð væri veitt í réttu hlutfalli við skakkaföll myndu bændur fá hæsta styrk. En sú gamla landbúnaðarstefna sem mönnum tókst ekki að slíta sig frá í fyrrasumar feist í því að koma í veg fyrir framfar- landbúnaðar í ríkjum Evrópusambands- ins lotið reglum „sameiginlegu landbún- aðarstefnunnar“ (CAP-The Common Agricultural Policy). í viðamiklu stjóm- kerfi landbúnaðar eru ýmsar leiðir famar til að vemda hann og styrkja. Meðal al- kunnra aðferða til að stýra markaði em tryggingar á verði til bænda, framleiðslu- kvótar, háir tollar á innflutningi, útflutn- ingsbætur og eyðilegging matvæla. Landbúnaðurinn hefur ævinlega verið þyngsti liðurinn á fjárlögum ESB. Á átt- unda og níunda áratugnum voru útgjöld til hans sjaldan minni en 60% af heild- inni og stundum allt að 75%. Andstæð neytendum Breska neytendaráðið hefur ámm saman bent á að sameiginlega landbúnaðarstefn- an sé andstæð hagsmunum evrópskra neytenda. I skýrslu sem ráðið sendi frá sér 1988 var komist að þeirri niðurstöðu að stefnan ylli alltof háu matvælaverði, takmarkaði valfrelsi neytenda, drægi úr vömgæðum og stríddi gegn ráðlegging- um næringarfræðinga. Auk þess skaðaði hún neytendur óbeint með því að stuðla að umhverfisspjöllum og truflunum á al- þjóðaviðskiptum. Og allt þetta leiddi stefnan af sér án þess að koma nokkrum irnar fremur en að aðstoða við aðlögun að þeim. Þegar einum tekst að ljúka því sem áður var tveggja manna verk skap- ast tækifæri til að bæta lífskjör. Meðan stjórnvöld leggja ekki í þá pólitísku vinnu sem nauðsynleg er til að slík tækifæri nýtist tekur því ekki að skipa fleiri nefndir til að stuðla að samkeppni og hagvexti. Markús Möller er hagfrœðingur. Búvörusamningurinn: Gríðarleg vonbrigði 8 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.