Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 27

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 27
Fjárhagsvandi heimilanna Verkefni Ráðgjafarstof- unnar er fyrst og fremst að veita endurgjalds- lausa ráðgjöf til fólks sem á í verulegum greiðsluerfiðleikum og komið er íþrot með fjár- mál sín, fólks sem þarf aðstoð við aðfá yfirsýn yfir fjármál sín, hjálp við að gera greiðsluácetlanir, velja úrrœði og semja við lánardrottna. Ráðgjafarstofan veitir hjálp til sjálfshjálpar Aundanförnum árum hafa NS lagt áherslu á að tekið verði á raunhæfan hátt á fjárhagsvanda heimila. Samtökin hafa sótt mikla reynslu til ná- grannalandanna og komið með tillögur til úrbóta. Til að sinna þjónustu við þá sem verst voru settir buðu NS uþþ á ráðgjöf en fljótlega kom í Ijós að vanda- málið var svo stórt að samtökin réðu ekki við það. Eftir Þuríði Jónsdóttur lögfræðing Það var því mjög ánægjulegt þegar samstarf tókst, undir forystu félagsmálaráðuneytis- ins, milli fjölmargra aðila svo sem Húsnæðisstofnunar, Reykjavíkurborgar, Neyt- endasamtakanna, ASI, BSRB, þjóðkirkjunnar, banka og líf- eyrissjóða, um Ráðgjafarstofu um íjármál heimilanna. Ráð- gjafarstofan var opnuð í lok febrúar og er starfsemin til húsa að Lækjargötu 4. Hér er um að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára. Tilgangur og markmið Verkefni Ráðgjafarstofunnar er fyrst og fremst að veita endurgjaldslausa ráðgjöf til fólks sem á í verulegum greiðsluerfiðleikum og komið er í þrot með fjármál sín, fólks sem þarf aðstoð við að fá yfirsýn yfir fjármál sín, hjálp við að gera greiðslu- áætlanir, velja úrræði og semja við lánardrottna og get- ur ekki leitað annað, svo sem til viðskiptabanka síns. Ráð- gjafarstofan mun leitast við að tryggja jafna möguleika landsmanna til að leita að- stoðar. Ráðgjafarstofan mun einnig aðstoða fólk með fræðslu og ráðgjöf við að koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun, vinna með fólki að lausn mála og veita því hjálp til sjálfshjálpar. Rík áhersla er lögð á að hjón eða sambúðarfólk komi saman til að leita ráða. Einnig að hvetja til ráðdeildar og fyrirbyggj- andi aðgerða í fjármálum. A vegum Ráðgjafarstofunnar verður auk þess unnið al- mennt að fræðslu um málefni sem snerta fjármál heimil- anna. Lánastofnanir hafa einnig á undanförnum árum aukið stórlega ráðgjafarstarf, boðið nýja þjónustu við greiðslu- dreifingu og hafa viðskipta- vinir nýtt sér þá þjónustu í auknum mæli. Fjármál heimilanna í nýju umhverfi Orsakir og afleiðingar greiðsluvanda fólks eru aðrar í dag en fyrir tíu árum. Stór- kostlegar breytingar hafa orð- ið á því fjármálaumhverfi sem fjölskyldan býr við, svo og öðrum ytri aðstæðum. í ár- daga ráðgjafarstarfsemi Hús- næðisstofnunar var helsta vandamálið skortur á Iang- tímalánum. Nú er þessu öðru- vísi farið. Dagleg neysla er mjög oft tekin að láni með greiðslukortum og gylliboð um lán og fyrirgreiðslu verður mörgum fjötur um fót. Fjár- málamarkaðurinn er flóknari og erfitt getur reynst að þekkja kostnaðinn af lántök- um. Skuldir heimilanna hafa stórlega aukist á síðustu árum og vanskil eru meiri en nokkru sinni fyrr. Sú þróun hefur verið einkennandi víð- ast á Vesturlöndum. Miklar skuldir krefjast stöðugleika í launamálum. Atvinnuleysi er nýtt vandamál hér á landi en áður gátu menn leyst fjárhagsvandamál sín að nokkru leyti með því að vinna meiri aukavinnu. Meirihluti þjóðarinnar býr í eigin hús- næði og verður því að nokkru leyti erfiðara að kljást við vanda sem hlýst af lækkuðum tekjum og atvinnuleysi. Skuldbreytingar og greiðslufrestur Samhliða samkomulagi þess- ara aðila um starfrækslu Ráð- gjafarstofu var undirritað nýtt samkomulag um aðgerðir til að leysa greiðsluvanda fólks. Að samkomulaginu standa fé- lagsmálaráðuneyti, Húsnæðis- stofnun og lánastofnanir í samvinnu við samtök lífeyris- sjóða og Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Sam- komulagið er yfirlýsing um samræmdar aðgerðir sem geta falið í sér skuldbreytingar NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996 27

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.