Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 31

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 31
Húsnæðiskaup verðbætur eru ávallt sömu að raungildi. í byrjun eru greiðslur aðallega vextir en afborganir litlar. Þegar líður á lánstímann vaxa afborganir en vaxtagreiðslur minnka. Húsnæðiskaupendur fá opinbera aðstoð í formi vaxtabóta. Þær fínnast sem greiddir vextir að frádregnum 6% af tekjum. Vaxtabætumar minnka með lækkandi vöxtum. Nettógreiðslubyrði er greiðslur af fasteignaveðlánunum að frá- dregnum vaxtabótum. Greiðslur af lán- unum em alltaf þær sömu að raungildi en vaxtabætumar falla smám saman niður. Greiðslubyrði húseigenda þyngist þess vegna þegar líður frá kaupunum. Til þess að lýsa þessu betur má taka dæmi af fjölskyldu sem kaupir íbúð, á fyrir útborgun en fær 65% kaupverðs í Huga verður að tekjum fjöl- skyldna um langt árabil, líta á samsetningu þeirra og aldur fjölskyldumeðlima. húsbréfum. Greiðslubyrðin að frádregn- um vaxtabótum er í upphafi 13,5% af tekjum en þyngist ört. Eftir 10 ár er hún 18% og verður mest 26% sem er 93% hærra en þegar lánið var tekið. Kaupgeta er almennt metin út frá greiðslubyrði fyrstu afborgana en í húsbréfakerfinu verða menn að líta á greiðslubyrðina eftir 10-15 ár. Hið staðlaða greiðslumat kerf- isins sýnir þó aðeins greiðslur fyrstu 6 árin sem er oft ófullnægjandi. Þá er í dæmum sem Húsnæðisstofnun sendir frá sér kaupgeta miðuð við 18% greiðslu- byrði að teknu tilliti til vaxtabóta. I mörgum tilvikum getur það jafngilt því að greiðslubyrðin fari yfir 25% af laun- um þegar líður frá kaupunum. Barnabætur ofreiknaðar Þau mistök urðu í greininni Lífskjör á íslandi í þriðja tölublaði síðasta árs að barnabætur voru ofreiknaðar. Bama- bætur fyrir tvö böm yngri en sjö ára á árinu 1995 voru 8.200 krónur á mán- uði. Með hámarksbarnabótaauka verð- ur þessi upphæð 15.960 krónur. í yfir- liti hjónanna Elísabetar og Rúnars er upphæðin 21.300 krónur en það er sú upphæð sem þau fengu greidda á síð- asta ári á þriggja mánaða fresti. Þetta leiðréttist hér með og biðst Neytenda- blaðið velvirðingar á mistökunum. NHYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996 31

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.