Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 18
Umhverfi Tiltölulega einfalt er að endurvinna lífrœnan úrgang hér á landi og þörfin fyrir afurðina er nánast óþrjótandi. Er þetta bara rusl eða möguleg verðmæti? Þetta er spurning sem við spyrjum okkur kannski þeg- ar við Ijúkum upp skáphurðinni undir eldhúsvaskin- um. Hvað er fram undan fyrir bananahýðið, getur það borið ávöxt á ný eða er það best gleymt og graf- ið? Og hvað með hringlandi Ijósaperuna, er bjart fram undan hjá henni? Ekki er örgrannt um að agn- arsmátt samviskubit geri vart við sig við þessar að- stæður. Eftir Björn Guðbrand Jónsson umhverfisráðgjafa Reynslan sýnir að flestir neyt- endur eru áfram um að hægt sé að nýta sem mest af þeim úrgangi sem við látum frá okkur. Okkur óar við öllu því magni sem frá okkur fer beint á haugana, engum til gagns og flestum til leiðinda og ama. Virðuleg stjómvöld em sömu skoðunar og hafa sett fram það markmið að minnka úrgang til urðunar og brennslu um 50% fyrir næstu aldamót. Hvernig það verði best gert hafa sömu virðulegu stjómvöld ekki hugmynd um. Hér er lýst tveimur tilraun- um til að þróa fram aðferðir til að ná fram þessu mark- miði. I báðum tilvikum er unnið með lífrænan úrgang og honum umbreytt í jarðvegs- bæti. Áburðarefnin, þ.e. þau næringarefni sem plöntur eru háðar um vöxt og þroska, eru varðveitt í slíkum jarðvegs- bæti og afurðin nýtist því við 18 hvers kyns ræktun og upp- græðslu. í raun er rætt um framleiðslu á lífrænum áburði. Ástæða þess að kröftum er beint að lífrænum úrgangi er í aðalatriðum tvíþætt. Annars vegar sú ástæða að lífrænn úr- gangur er mjög stór hluti af heildarmagni úrgangs og hins vegar að þessi efni er tiltölu- lega einfalt að endurvinna hér á landi og að þörfin fyrir af- urðina er nánast óþrjótandi. Venjan er að skipta föstum úrgangi í það sem kemur frá heimilum annars vegar og hins vegar það sem kemur frá atvinnurekstri. Skiptingin er áætluð 40% frá heimilum og 60% frá atvinnurekstri. Skipt- ing heimilisúrgangs í hina ýmsu flokka úrgangs er nokk- uð vel þekkt og er að líkind- um svipuð frá einu sveitarfé- lagi til annars. Mælingar frá síðasta ári sýndu eftirfarandi skiptingu heimilisúrgangs: Matarleifar 25 % Dagblöð og tímarit 12% Garðaúrgangur 10% Pappaumbúðir 7 % Bylgjupappi 3 % Alls lífrænt og jarðgeranlegt 57 % Plast 7 % Gler 3% Fatnaður 2% Málmar 2% Spilliefni 1 % Stórir hlutir 10% Annað 18 % AIls ólífrænt 43 % Sambærileg gögn eru ekki til staðar varðandi úrgang frá atvinnurekstri en líkur benda til að hann sé a.m.k. að jafn- miklum hluta lífrænn þegar tillit er tekið til þess hve mat- vælaiðnaður hvers konar er áberandi í íslenskri fram- leiðslustarfsemi. Tvö verkefni þar sem líf- rænn úrgangur hefur verið unninn með svo nefndri jarð- gerð hafa nú verið í gangi í tvö ár á tilraunastigi. Áður en lengra er haldið er rétt að árét- ta hvað jarðgerð er. Hin eigin- lega skilgreining hljóðar svo: „Líffræðileg og loftháð ummyndun á lífrænum úr- gangi yfir í afurð sem í meg- inatriðum líkist frjósömum jarðvegi. Meginþáttum ferlis- ins er stýrt þannig að hita- myndun í massanum sé kröft- ug og ferlið gangi hratt fyrir sig.“ Bæði verkefnin eru unnin í stórum stíl sem þýðir að massanum er safnað á einn stað og hann unninn með nokkuð stórvirkum aðferðum. Sú nálgun er einnig möguleg að lífrænn úrgangur sé unninn heima við í safnhaugum eða safnkössum. Við það tapast þó venjulega möguleikinn á að stýra aðstæðum en stýring- in gerir það að verkum að hægt er að tryggja að mikill hiti myndist og að ferlið gangi hratt og örugglega fyrir sig. Jarðgerð Sorpu Töluvert magn af garðaúr- gangi fellur til á höfuðborgar- svæðinu aðallega á tímabilinu aprfi-september ár hvert. Magnið er á bilinu 6.000- 9.000 tonn á ári og fer vax- andi í takt við aukningu trjá- gróðurs og grænna svæða. Ur- gangurinn er aðallega trjá- greinaklipp, gras og annar mjúkur plöntuvefur og kemur frá heimilum í gegnum gáma- stöðvar Sorpu en einnig beint frá garðavinnu sveitarfélag- anna. Vorið 1994 hófst tilrauna- verkefni um jarðgerð þessa úrgangs á vegum Sorpu. Starfseminni var valinn staður í Gufunesi og þangað var öllu því magni safnað sem náðist NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.