Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 32

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 32
Verum mjúk við umhverfið Oft berjum við íslendingar okkur á brjóst og fuliyrðum að við búum í heimsins hreinasta landi. Þó eru margir sem vita að ekki er allt sem sýnist. Til dæmist losum við okkur við allt skólp óhreinsað, nema hvað Reykjavíkurborg grófhreinsar skólpið. Það hefur loðað við okkur að segja að lengi taki sjórinn við og vissulega er það rétt, að minnsta kosti að hluta. Við þurfum þó að hafa hugfast að til að geta selt útlendingum þá ímynd að ís- land sé hreint land verðum við að hafa hlutina í lagi - og kannski ekki síður að við lifum á auðlindum hafsins. Því hljót- um við að leggja áherslu á að mengun í sjónum sé í lágmarki og til að geta gert slíka kröfu hljótum við að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftirfarandi pistill um mýkingarefni kemur frá dönsku neytendastofnuninni og er ætlaður þeim sem vilja taka tillit til umhverfísins í sinni daglegu neyslu. Um leið er ástæða til að minna á að mestur hluti þeirra hreinlætisvara sem við notum innihalda efni sem menga umhverfið. Mýkingarefni menga, þau kosta pen- inga, þau geta verið erfið að burðast með heim, þau draga úr rakadrægni, þau geta safnast upp í efninu og þau geta orsakað bletti í fötunum. Vissulega fjarlæga þau rafmagn úr þvottinum og geta auðveldað straujun eitthvað. Og hægt væri að minnka mengandi, katjónísk, yfírborðs- virk efni (tensíðar) um allt að 40% ef mýkingarefni væru alls ekki notuð. Þetta eru niðurstöður úr rannsókn dönsku neytendastofnunarinnar á mýkingarefn- um. Rannsökuð voru 28 mýkingarefni, sem sum eru á markaði hér. Þvotturinn verður mýkri Ástæða þess að svo margir nota mýking- arefni er að þvotturinn verður mýkri. En um leið er dregið mjög úr hæfileika þvottarins til að draga í sig vökva og það getur skipt verulegu máli, til dæmis hvað varðar handkiæði og margnota bleiur. Dæmi voru jafnvel um að rakadrægni færi niður í 0% og þar af leiðandi voru til dæmis handklæðin með öllu ónothæf til síns brúks. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að mýkst urðu frottéhandklæði með því að láta þau í þurrkara og ekki með því að nota mýkingarefni, en vissulega þarf að nota rafmagn við þurrkunina. Þegar handklæði eru hengd upp til þerris án þess að mýkingarefni hafi verið notað verða þau stíf séu þau þurrkuð við stofu- hita. Þau verða mýkri ef þau eru hengd upp í röku herbergi og einnig ef þau eru hengd upp utandyra þegar vindur er. Bómullarefni eru mjög þægileg í notkun þar sem rakadrægni þeirra er mikil. En þegar mýkingarefni eru notuð við þvottinn hrinda þau frá sér vatni í meira eða minna mæli. Handklæði voru sérstaklega rannsökuð og kom í ljós að þegar mýkingarefni voru notuð gátu þau einfaldlega „synt ofan á vatninu“ og rakadrægnin var í sumum tilvikum eng- in. Mýkingarefni menga Mýkingarefni hafa verið undir smásjá umhverfisyfirvalda í nágrannalöndum okkar vegna þess að þau efni sem mýkja þvottinn eru mjög mengandi og brotna mjög erfiðlega niður í náttúrunni. Þess vegna er mælt með því að neytendur noti þau í eins litlum mæli og mögulegt er og eingöngu þegar vandamál með raf- magn í fötum verður verulegt. Þetta hefur leitt til þess að framleið- endur hafa á síðustu árum fundið önnur efni til að nota í mýkingarefni. Þó að þau séu ekki hættulaus gagnvart umhverfinu eru þau stórt skref í rétta átt. Samkvæmt upplýsingum sem Neytendablaðið hefur aflað sér hefur þessi þróun enn ekki átt sér stað hérlendis en menn eru að íhuga málin. Og vilji neytendur vera umhverf- isvænir hikar danska neytendastofnunin ekki við að mæla með því þeir sleppi einfaldlega mýkingarefninu.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.