Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 30

Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 30
Húsnæðiskaup Greiðslubyrðin þyngist stöðugt Greiðslumat í okkar húsnæðiskerfi er vandasamt og gera verður meiri kröfurtil þess en í helstu grannlöndum. Greiðslubyrði hús- næðislána þróast hér á allt annan hátt en í öðrum löndum. í stað þess að léttast þyngist hún stöðugt. Munurinn kemur vel fram í meðfylgjandi línuritum. Eftir Stefán Ingólfsson verkfræðing Greiðslumat við þær aðstæður verður að taka tillit til margra þátta sem menn geta litið fram hjá erlendis. Huga verður að tekjum fjölskyldna um langt árabil, líta á samsetningu þeirra og aldur fjölskyldu- meðlima. Meta verður almennt líklega efnahags- og launaþróun. Greiðslumat húsbréfakerfisins mætir ekki þessum kröfum. Það gerir auknar kröfur til kaup- endanna sjálfra. Greiðslumat til margra ára Þegar húsnæðislán eru óverðtryggð fellur greiðslubyrðin frá upphafi. Greiðslumat- ið getur þess vegna miðast við fjöl- skylduaðstæður fárra ára. Þegar húsnæði er keypt eingöngu með verðtryggðum jafngreiðslulánum þyngist greiðslubyrðin hins vegar að teknu tilliti til vaxtabóta. Greiðslumatið verður því að miðast við fjölskylduaðstæður eftir allmörg ár. Við matið verða menn að skyggnast eins langt fram í tímann og tekur að greiða upp fasteignalánin, almennt 25 ár. A öllu því tímabili þarf að meta fjölskyldutekj- ur, framfærslukostnað, skattaaðstoð (vaxtabætur) og greiðslubyrði lána. A aldarfjórðungi munu fjölskyldutekjur breytast, upp mun koma 2-3 sinnum mis- gengi lánskjara og launa og skattareglur breytast. Há laun auka kaupgetu Nákvæmt greiðslumat þarf að taka tillit til fleiri þátta en brúttótekna. Ákveðinn hluti af fjölskyldutekjum fer til nauð- þurfta sem ganga fyrir húsnæðiskaupum. Þar á meðal má nefna matvöru, fatnað, heilsuvernd, rafmagn og hita, ungbama- vörur og skatta. Þegar þær hafa verið greiddar getur fjölskyldan lagt út fyrir húsnæðislánum. Hátekjumenn hafa meira til ráðstöfunar en lágtekjumenn eftir að greiddar hafa verið nauðþurftir og geta þess vegna varið hærra hlutfalli tekna sinna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisstofn- un ríkisins heldur því fram að hér á landi hafi hátekjumenn ekki hlutfallslega meiri kaupgetu en almennt gerist. Sú kenning fær ekki staðist. Þótt markskattar séu sagðir 70% hjá vissum þjóðfélagshópum hafa þeir enn 30% tekna sinna til eigin ráðstöfunar. Það er hærra en Húsnæðis- stofnun miðar greiðslumat við. Fjölskyldustærð skiptir máli Fjölskyldustærð og samsetning fjöl- skyldna hefur áhrif á greiðslugetuna. Framfærslukostnaður fjölskyldumeðlima er til dæmis breytilegur eftir aldri. Ekki liggja fyrir áreiðanlegar upplýsingar en fullyrt er að framfærsla bams kosti yfir 250 þúsund á ári. Sennilega vex fram- færslukostnaður um nálægt 10% fyrir hvern nýjan fjölskyldumeðlim. Kaupget- an minnkar sem því nemur. I húsbréfa- kerfinu er ekki tekið tillit til samsetning- ar og stærðar fjölskyldna við greiðslu- mat. Á því verður að ráða bót. Lán húsbréfakerfisins em verðtryggð jafngreiðslulán. Afborganir, vextir og Vanmetin Fólk sem á ekki fyrir útborgun býr við sérstök vandamál í greiðslumati húsbréfakerfisins. Kerfið hefur tilhneigingu til að vanmeta kaupgetu þessa hóps. I honum er til dæmis ungt fólk að kaupa sína fyrstu eign. Það á nú kost á húsbréfaláni fyrir 70% kaupverðs. Fjármögnun útborgunar, 30% kaup- verðs, er hins vegar ráðandi fyrir kaup- getu þessa hóps. Algengast er að kaup- endur eigi 15% kaupverðs í sparnaði og taki 15% að láni, almennt til skamms tíma. Sparnaður Spamaður er afar mikilvægur því hann minnkar þörfina á skammtímalánum. Því eru þó takmörk sett hversu fólk get- ur sparað mikið áður en að kaupum kemur. Algengt er að spamaður sé 15%-20% af kaupverði við fyrstu kaup. Áhrif skammtímalána á kaupgetu eru mjög afgerandi. Þörfin fyrir skamm- tímalán minnkar með auknum sparnaði. Ekki fer fjarri að fyrir hverjar 100 þús- und krónur sem fólk nær að spara auk- ist kaupgetan um 300 þúsund. Með því að spara 10 þúsund á mánuði í 3 ár get- ur fjölskylda þess vegna aukið kaup- getu sína um allt að 1,2 milljónir. Mis- munurinn á sparnaði og útborgun er brúaður með skammtímalánum, oft frá banka. Greiðslubyrði þeirra ræðst af kaupgeta Sparnaður er afar mikilvœgur því hann minnkar þörfma á skammtíma- lánum við húsnœðiskaup, segir Stefán Ingólfsson. lánstímanum. Með því að lengja hann má minnka greiðslubyrðina og auka kaupgetuna umtalsvert. Sem dæmi um áhrif lánstíma má nefna að með því að lengja hann úr 3 í 4 ár má almennt auka kaupgetuna um 13%. Þá er miðað við að skammtímalán séu 15% kaupverðs. Ef lánstíminn er aukinn í 5 ár vex kaup- getan um 22% og með 7 ára láni vex hún um 34% miðað við 3 ára lán. 30 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.