Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 10

Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 10
Landbúnaður - úttekt Óhagstætt í Evrópu Raunhœfari verðstuðningur og brotthvarf framleiðslutakmark- ana í áföngum mun auka samkeppnishœfni landbúnaðar- geirans og lœkka kostnað neytenda. þar. Frá 1990 hafa Kínverjar tvöfaldað neyslu sína á nauta- kjöti og aukið svínakjöts- neyslu um þriðjung. Þeir fluttu á árinu 1995 í fyrsta sinn inn verulegt magn af komi og fer það að mestu til eldis nautgripa og svína. Ein afleiðingin er snarhækkun á kjamfóðurverði til íslenskra bænda. Tillögur neytendaráðsins Breska neytendaráðið setur fram tillögur til úrbóta. I skýrslu sinni frá 1988 lagði ráðið til að skilið yrði í áföng- um milli stuðningskerfa við búvömverð annars vegar og tekjutryggingu bænda hins vegar. Leyfa yrði markaðsöfl- um að ráða verðmyndun og nota ætti beingreiðslur til bænda til að ná félagslegum, staðbundnum og vistvænum markmiðum. Að hluta hefur þessum lausnum verið beitt innan ESB frá árinu 1992 (með svonefndri MacSharry- umbótaáætlun). Á hinn bóginn telur neyt- endaráðið í nýju skýrslunni að verðstuðningur sé enn of mik- ill. Beingreiðslur séu enn bundnar núverandi fram- leiðslumagni en í stað þess eigi að slíta þær úr tengslum við framleiðsluna. Þar að auki miðist beingreiðslumar ekki í nægum mæli að því að ná þeim félagslegu, staðbundnu og vistvænu markmiðum sem eigi að vera í fyrirrúmi. Loks nái endurbætur innan land- búnaðarkerfis ESB aðeins til um helmings búvömfram- leiðslunnar, sumar greinar hennar hafí alveg verið látnar afskiptalausar. Neytendaráðið heldur enn við tillögur sínar um að að- skilja stuðningskerfí landbún- aðar. Besta leiðin til þess að beingreiðslur komi að tilætl- uðum notum sé að losa um miðstýringu landbúnaðarkerf- isins og láta stjómvöld í hverju aðildarlandi fyrir sig sjá um þær. Ábyrgð á verð- og markaðsstefnu og milli- ríkjaverslun eigi áfram að vera innan stjómkerfís ESB, sem og eftirlit með því að stuðningur úr ríkissjóðum brengli ekki ESB-markaðinn. Og til þess að tryggja að fá- tækari svæði ESB verði ekki fyrir alvarlegum skakkaföll- um samfara endurbótunum eigi að beina því fé sem spar- ast í landbúnaðargeiranum í sjóði til uppbyggingar og styrkingar, þar sem þeir verði notaðir til verkefna á sviði umhverfismála og þróunar í dreifbýli. í þessum leiðum felst miklu hagkvæmari og áhrifa- meiri landbúnaðarstefna að mati Breska neytendaráðsins. Raunhæfari verðstuðningur og brotthvarf framleiðslutak- markana í áföngum mun auka samkeppnishæfni landbúnað- argeirans og lækka kostnað neytenda. Beinn stuðningur, sem stjómað verði á lands- vísu, tryggi betri nýtingu á skattfé því að markmið yrðu skilgreind á raunhæfari máta. Með þessu sé hægt að varð- veita einingu sameiginlega markaðarins og samt hlíta þeim lögmálum staðbundinn- ar stjómunar sem áskilin er í Maastricht-samningnum. Þessi nálgun muni aðlagast stefnumiðum í umhverfís- og skipulagsmálum. Hún muni líka samræmast þeirri stefnu- mótun sem tekin hafi verið upp eftir inngöngu Austurrík- is, Svíþjóðar og Finnlands í ESB og muni gera það auð- veldara að taka inn ný aðild- arríki í Mið- og Austur-Evr- ópu. Neytendaráðið leggur fram beinar tillögur í sjö liðum. í þeim felst m.a. að íhlutun ESB-stjómvalda í landbúnað- argeiranum takmarkist aðeins við skammtíma aðlögun á markaði, þegar sveiflur em óvenju miklar, og að hætt verði eyðingu og umbreytingu matvæla. Beingreiðslur til bænda komi úr ríkissjóðum innan fímm ára. Hætt verði öllum aðgerðum til að draga úr neyslu innfluttra vömteg- unda sem em í samkeppni við ESB-vömr og samþykkt að banna sambærilegar aðferðir. Stuðningur við verðmyndun verði færður niður svo hann samsvari aðeins raunhæfu heimsmarkaðsverði. Kvóta- kerfi verði lögð niður og hætt að taka land úr notkun, inn- flutningstollar lækkaðir í sam- ræmi við ákvarðanir GATTAVTO og útflutnings- bætur aflagðar í áföngum. Bændum verði greitt fyrir störf að umhverfismálum sem séu í almannaþágu. Hætt verði að nota kerfí „grænu peninganna" (sérstakt land- búnaðar-gengi ESB-mynta til umreiknings á búvömverði), svo ekki sé hægt að teija verðlækkanir, en raunvemleg- um, sameiginlegum matvæla- markaði ESB verði komið á fót. „Græna gengið“ sé verð- bólguhvetjandi og feli raun- vemlegt búvömverð fyrir neytendum og skattgreiðend- um. Framtíðarhorfur Tekið var undir mörg sjónar- mið Breska neytendaráðsins í síðasta áramótahefti breska tímaritsins The Economist en í því birtist að venju álit virtra sérfræðinga á stöðu og þróun efnahagsmála. Spáðu þeir því að landbúnaðarframleiðsla ykist vemlega á næstu tíu ámm en verð færi áfram hækkandi. Orsakir þess eru aðallega tvær. Fjölmennar þjóðir Asíu eta kjöt í sífellt meira mæli eftir því sem efna- hagur þeirra batnar en kjöt- neysla er dýrari leið til mann- eldis heldur en jurtafæði. Hin aðalorsök dýrari landbúnaðar- afurða á alþjóðamarkaði er sú að innan WTO, Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, hafa þjóðir skuldbundið sig til að draga úr og hætta niður- greiðslum og útflutningsbót- um. Sérfræðingar The Economist álykta að aðeins þau stjómvöld sem ekki fylgj- ast með tímanum, eins og framkvæmdanefnd ESB, boði enn sjálfsþurftarbúskap, þ.e.a.s. þá stefnu að þjóðir og ríkjasvæði eigi að vera sem mest sjálfum sér næg í fram- leiðslu matvæla. Fijáls milli- ríkjaviðskipti án opinberrar truflunar muni hins vegar jafna framleiðslunni á þá staði þar sem hún er öllum hag- kvæmust þegar til lengdar lætur. ÓlafurH. Torfason tók saman. Heimildir: Agricultural policy in the European Union. The consu- mer agendafor reform. An analysis by the National Consumer Council, London 1995. The World in Figures: Industries: Agriculture. The Economist. The World in 1996. London 1995, 93. 10 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.