Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 28
vanskila og/eða frestun
greiðslna þegar vanskil
stafa af tekjulækkun vegna
langvarandi veikinda, at-
vinnuleysis eða af öðrum
óviðráðanlegum ástæðum.
Húsnæðisstofnun hefur á
þessum forsendum heimild
samkvæmt nýsettum lögum
til að veita skuldbreyting-
arlán til allt að 15 ára og að
fresta greiðslum í allt að
þrjú ár. Einnig er hægt að
óska eftir því að fresta
greiðslum áður en til van-
skila kemur ef sýnt þykir
að í óefni stefni verði ekk-
ert að gert.
Enn fremur hefur ríkis-
stjórnin lagt fram þrjú ný
lagafrumvörp til lausnar á
þessum málum. Frumvarp
til laga um réttaraðstoð við
einstaklinga sem leita
nauðasamninga, frumvarp
til laga um breytingu á lög-
um um Innheimtustofnun
sveitarfélaga, vegna með-
lagsskulda og frumvarp til
breytinga á lögum um
tekju- og eignarskatt sem
fela í sér heimild inn-
heimtumanna til að sam-
þykkja nauðasamninga.
Neytendasamtökin hafa á
síðustu árum barist fyrir að
sett verði lög um greiðslu-
aðlögun en það er sú leið
sem stjómvöld í nágranna-
löndum okkar hafa valið.
Stjórnvöld hér á landi hafa
ekki fallist á þá leið. Neyt-
endasamtökin hafa því
ákveðið að styðja leið
stjórnvalda um réttaraðstoð
til einsstaklinga til að leita
nauðasamninga vegna þess
gríðarlega vanda sem mörg
heimili búa við. Ef sú til-
raun tekst ekki með þeim
hætti sem til er ætlast
vænta Neytendasamtökin
þess að sett verði lög um
lögþvingaða greiðsluaðlög-
un.
Neytendasamtökin
leggja jafnframt áherslu á
að leitað verði fleiri úrræða
til að leysa greiðsluvanda
heimilanna í landinu og þar
hafa samtökin bent á fjöl-
margar leiðir á undanförn-
um árum.
Þuríður er starfsmaður NS
og stjórnarformaður Ráð-
gjafarstofu umfjármál
heimilanna.
Heimili
í skuldnauð
Að undanförnu hefur átt sér stað nokkur umræða um skuldastöðu almenn-
ings. Sú umræða setti svip sinn á kosningabaráttu fyrir síðustu alþingis-
kosningar og hefur verið nokkur síðan. í grein í Morgunblaðinu þann 16. desem-
ber 1994 lýsti núverandi viðskiptaráðherra áhyggjum sínum yfir skuldastöðu
heimilanna eins og hún var þá. Hann taldi að allt stefndi í holskeflu gjaldþrota
sem myndi gera þúsundir fjölskyldna heimilislausar. Frá því að greinin var skrif-
uð hafa skuldir heimilanna enn aukist. Frá því í október 1994 til september si.
haust nam þessi aukning 27 milljörðum króna.
Eftir Runólf Ágústsson lektor
Skuldir íslenskra heimila eru í
dag að mati Seðlabankans lík-
lega hærri en í nokkru öðru
aðildarríki OECD. Þessar
miklu skuldir eru komnar að
hættumörkum. Árið 1980
voru skuldir heimilanna, sem
hlutfall af ráðstöfunartekjum,
24% en náðu 136% árið 1994
og hafa síðan stórhækkað.
Þann 1. janúar 1995 voru
18.000 skuldarar í vanskilum
við byggingalánasjóðina og
námu þau vanskil meira en 2
milljörðum króna. Samkvæmt
könnun Félagsvísindastofnun-
ar áttu þá 37% fólks á aldrin-
um 25-39 ára í vandræðum
með að standa í skilum með
venjuleg útgjöld heimilisins
og 32% íbúðareigenda áttu í
vandræðum með að standa í
skilum með íbúðarlán. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hús-
næðisstofnun sóttu 2.500
manns um aðstoð stofnunar-
innar vegna greiðsluerfíðleika
á tveggja ára tímabili, frá því
síðla árs 1993 til 1995. Með-
algreiðslubyrði þessa fólks
vegna lána var 98% af heild-
artekjum þess og það var flest
með margföld mánaðarlaun
sín í vanskilum.
Fjárnámum, nauðungarsöl-
um og gjaldþrotum fjölgar ár
frá ári í beinu hlutfalli við
skuldaaukninguna og vanskil-
in. Svo virðist sem stór hluti
heillar kynslóðar stefni hrað-
byri í fjárhagslega blindgötu.
Runólfur er lektor við Sam-
vinnuháskólann á Bifröst og
fuUtrúi sýslumanns í Borgar-
nesi.
Spyrja má hve stór hluti þjóð-
arinnar þurfí að komast í
greiðsluþrot til þess að slíkt
hætti að vera vandamál við-
komandi einstaklinga og verði
vandamál þjóðarinnar allrar.
Hversu margir þegnar lands-
ins þurfa að verða gjaldþrota
til að þjóðin sjálf verði gjald-
þrota?
Þáttur hins opinbera
Þrátt fyrir að ríkisstjórn og
Alþingi hafi viðurkennt ógn-
vænlega skuldastöðu heimil-
anna í landinu og hafíð að-
gerðir í því sambandi ganga
þær allt of skammt. Lenging
lána í húsbréfakerfinu er um-
deild ráðstöfun sem dregur
stórlega úr raunverulegri
eignamyndun hjá þeim lán-
takendum sem það nýta sér og
ný ráðgjafarstöð um fjármál
heimilanna hefur í raun fá og
smá úrræði fyrir fólk. Þeir
fjármunir sem verja á til að
aðstoða fólk í greiðsluvanda
eru aðeins brotabrot þeirra
tekna sem ríkið hefur af
skuldum fólks og vanskilum.
Samkvæmt upplýsingum
fjármálaráðherra frá því í vor
innheimtir ríkið hátt á fjórða
hundrað milljóna króna á
hverju ári vegna fjámáms og
nauðungarsala og rúma 2,3
milljarða í stimpilgjöld, aðal-
lega af skuldabréfum ýmiss
konar. Þótt ekki liggi fyrir
skipting á þessum tekjum rík-
isins á milli einstaklinga og
lögaðila er ljóst að stór hluti
þessara 2,8 milljarða króna er
innheimtur af einstaklingum.
Hjón eða par sem fer út í
húsnæðiskaup á 10 milljóna
króna eign, sem metin er á 7
milljónir í fasteignamati, og
tekur 8 milljónir króna að láni
til kaupanna, greiðir til ríkis-
sjóðs tæp 150.000. Þetta bæt-
ist ofan á greiðslubyrði vegna
lána þar sem margir mæta
þessum kostnaði með hærri
bankalánum. Lendi þetta fólk
í greiðsluvanda með sínar
skuldbindingar er ekki óraun-
hæft að setja upp dæmi þar
sem gjaldtaka ríkisins yrði
annað eins í formi fjámáms-
28
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996