Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 29
Fjárhagsvandinn
gjalda, stimpilgjalda af fjár-
námum og skuldbreytingum,
nauðungarsölugjalda og virð-
isaukaskatts af þjónustu lög-
manna.
Ríkið gerir sér skuldir
fólks og greiðsluvanda að fé-
þúfu og hefur af þeim veru-
legar tekjur. Slíkt er bæði sið-
laust gagnvart þeim einstak-
lingum sem í hlut eiga og
þjóðhagslega óhagkvæmt.
Hér er um að ræða óréttláta
skattlagningu sem kemur
verst við þá sem síst skyldi,
eykur á vanda þeirra og á sinn
þátt í fjölda fjámáma, nauð-
ungarsala og gjaldþrota.
Bankar og lánastofnanir
Bankar og lánastofnanir hafa
einnig komið fram af full-
komnu ábyrgðarleysi gagn-
vart sínum viðskiptavinum,
fólkinu í landinu. Greiðslu-
geta fólks eða möguleikar
þess til að greiða til baka lán
skiptir þá engu. Einungis er
horft á ábyrgðir og veð.
Bankamir hafa engum skyld-
um að gegna gagvart ábyrgð-
armönnum hvað varðar upp-
lýsingar um stöðu þeirra og
réttindi. Abyrgðarmenn vita
þannig oft lítið um það hvað
þeir em í raun að gangast
undir og frétta það ekki fyrr
en við fjámám hjá sýslu-
manni. Fólki er att út í skulda-
fen þar sem vinir og ættingjar
skuldara em dregnir til
ábyrgðar fyrir óhóflegar lán-
veitingar bankanna. Bankarnir
reyna í lengstu lög að komast
hjá ábyrgð á sínum útlánum.
Ekkert raunverulegt greiðslu-
mat fer fram og traust pen-
ingastofnana gagnvart sínum
viðskiptavinum er ekkert enda
skiptir slikt ekki máli þar sem
þær leggja allt upp úr utanað-
komandi ábyrgðum vegna
samskipta við viðskiptavini.
Nýjasta lausnarorð bank-
anna er skuldbreyting til
þeirra sem ekki geta staðið í
skilum. Slíkt er því miður oft
einungis lenging í heningaról
viðskiptavinarins sem virðist
raunverulega miða að því að
hámarka afrakstur bankans af
viðkomandi skuldara áður en
hann er afskrifaður. Þannig
nýta bankar sér tækifærið til
að hækka vexti og auka fram-
tíðargreiðslubyrði með slíkum
skuldbreytingum, þvert á
hagsmuni skuldara sem á
engra kosta völ en er sífellt att
lengra út í skuldafenið.
Þegar síðan kemur að óhjá-
kvæmilegu greiðsluþroti er
gengið að ábyrgðum og veð-
um með fjárnámum og nauð-
ungarsölum. Samkvæmt nýj-
um upplýsingum frá dóms-
málaráðuneyti er áætlað að
um þriðjungur fjámáms-
beiðna sem grundvallast á al-
gengustu lánakröfum beinist
gegn ábyrgðarmönnum á
skuldabréfum eða útgefend-
unt og ábekingum víxla.
Þrátt fyrir þetta eru útlána-
töp bankanna gríðarleg. Ut-
lánatöp ríkisbanka og sjóða
frá árinu 1990 til ársins 1994
eru 22 milljarðar króna. Það
virðist því sem sú útlána-
stefna sem hér hefur verið lýst
hafi brugðist. Framkvæmda-
stjóri Húsnæðisstofnunar rrk-
isins segir í Morgunblaðinu
13. janúar sl. að stofnunin tapi
yfirleitt á nauðungaruppboð-
um.
Þrátt fyrir það hafi stofnun-
in aldrei undirbúið fleiri upp-
boð eða keypt fleiri hús á
nauðungaruppboðum en á síð-
asta ári. Ætla má að þetta eigi
við í enn frekari mæli um aðr-
ar útlánastofnanir sem hafa
sína veðrétti á eftir Húsnæðis-
stofnun. Því virðist sem þeir
einstaklingar sem missa heim-
ili sín á nauðungamppboðum
séu ekki þeir einu sem tapa á
þeim uppboðum. Bankamir
gera það líka. Gjaldþrot ein-
staklinga vom á síðasta ári
um 1.000 og í 99% tilfella var
um eignalaus bú að ræða þar
sem kröfuhafar fengu ekkert í
sinn hlut annað en kostnað og
fyrirhöfn.
Úrræði eða úrræðaleysi
Hvaða tilgangi þjónar það að
gera umtalsverðan hluta þjóð-
arinnar að vanskilafólki og
stefna því í greiðsluþrot?
Hversu mörgum heimilum á
að fórna á altari skuldastefnu
stjórnvalda og banka? Sú
stefna er sjálf gjaldþrota.
Núverandi stefna stjóm-
valda sem felur í sér að auka
við neyð fólks með skattlagn-
ingu á skuldir þess, gengur
ekki lengur. Núverandi út-
lánastefna banka og útlána-
stofnana er einnig komin í
þrot.
Þau áform sem ríkisstjórn-
in hefur kynnt til úrlausnar
þessum vanda em smá-
skammtalækningar sem litlu
munu skila. Nær væri að af-
nema skuldaskattana ásamt
því að fara að dæmi ýmissa
nágrannalanda okkar og taka
upp kerfi greiðsluaðlögunar
þar sem fólki yrði gert kleift,
með aðhaldssemi og spamaði,
að greiða þann hluta sinna
skulda sem viðráðanlegur er
en fá að því loknu eftirstöðvar
felldar niður. Að auki verður
að gera kröfu til aukinnar
ábyrgðar í útlánastefnu banka
og sparisjóða. Hér er ekki ein-
ungis um að ræða hagsmuni
skuldaranna sjálfra heldur
einnig bankanna og þjóðfé-
lagsins alls. Allir tapa á nú-
verandi kerfí.
Svo virðist sem stór hluti heillar kynslóðar
stefni hraðbyri í fjárhagslega blindgötu.
Spyrja má hve stór hluti þjóðarinnar þurfi að
komast í greiðsluþrot til þess að slíkt hætti
að vera vandamál viðkomandi einstaklinga
og verði vandamál þjóðarinnar allrar.
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996
29