Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 24
Neytendavernd Þurfum við umboðsmann? Isíðasta tölublaði Neyt- endablaðsins var fjall- að um umboðsmenn neytenda annars staðar á Norðurlöndum. Fram kom að þar gilda sérstök markaðslög og sam- kvæmt þeim er sérstakt embætti umboðsmanns neytenda sem sér um að framfylgja þeim og gæta hagsmuna neytenda. Hér á landi hefur hins vegar verið valin sú leið að hafa sérstakan kafla í samkeppnislögum sem fjallar um ólögmæta við- skiptahætti og neytenda- vernd og er þar byggt á norrænum markaðslög- um. Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd samkeppnislaga en samkeppnisráð og Sam- keppnisstofnun fara með dag- lega stjómsýslu. Georg Olafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir neytendamál í þokkalegu horfi hér á landi og gott sam- starf vera á milli þeirra aðila sem fara með neytendamál; viðskiptaráðuneytis, Neyt- endasamtakanna og sam- keppnisyfirvalda. Hjá stjóm- völdum hefur aukin áhersla verið lögð á málaflokkinn, meðal annars vegna upptöku EES-laga um neytendavernd og lög um óréttmæta við- skiptahætti frá 1993. Tveir starfsmenn Mikill fjöldi erinda berst Samkeppnisstofnun frá fyrir- tækjum og einstaklingum varðandi samkeppnislögin, til að mynda um villandi auglýs- ingar, lög um gagnsæi mark- aðarins og lög um eftirlit með greiðslukortastarfsemi. Ymis sérlög um neytendamál voru sett vegna samningsins um EES sem Samkeppnisstofnun ber einnig að framfylgja, svo Jóhannes Gunnarsson, framkvœmdastjóri Neytendasamtakanna. sem lög um neytendalán, al- ferðir (pakkaferðir) og reglur um verðmerkingar. Að mati Georgs er ólíklegt að stofnun eins og umboðs- maður neytenda ætti við á Is- landi sökum fámennis. - Neytendamálum hefur verið reynt að haga eins ódýrt og hægt er en ef fjármagn væri fyrir hendi mætti bæta ýmislegt. Til að mynda er búið er að bæta við okkur verkefnum án þess að til komi meira fjármagn. Einungis tveir starfsmenn vinna í neyt- endamáladeild Samkeppnis- stofnunar. Vonandi geta sam- keppnisyfirvöld í ríkari mæli tekið upp mál að eigin frum- kvæði í framtíðinni. Ljóst er af umfangi laganna að þar er af nógu að taka og að for- gangsraða þarf verkefnum, segir Georg. Arið 1994 komu til meðferðar 80 mál sem falla undir neytendavernd. Fervel saman Georg segir að upphaflega hafi sparnaðarsjónarmið ráðið því að neytendalögin voru lát- in tilheyra Samkeppnisstofn- un. Síðar hafi komið í ljós að neytendamálin fari vel saman við samkeppnismálin. - Sums staðar skarast þessi svið; ef um villandi upplýs- ingar í auglýsingu er t.d. að ræða þá skaðar hún ekki ein- ungis neytendur heldur einnig Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar. samkeppnisaðila. í Bretlandi og Frakklandi er fyrirkomu- lagið álíka og hér á landi og hefur gefíst vel, segir Georg. Áfrýjunarnefnd jafngildir dómstóli Ef samkeppnislögin eru brotin nægir yfírleitt að samkeppnis-' yfírvöld geri athugasemd en . nokkrum sinnum hefur stofn- unin þó orðið að leysa málin með bönnum. Banni má fylgja eftir með ákvörðun um dagsektir sem geta numið frá 50 þúsundum til 500 þúsunda króna hvem dag sem bann er brotið. Ákvörðunum sam- keppnisráðs og Samkeppnis- stofnunar má áfrýja til þriggja manna áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. - Nú getum við hótað að beita dagsektum ef við teljum ástæðu til en aðilar geta áfrýj- að okkar úrskurði til áfrýjun- amefndar. Það er veigamikil breyting. Viðkomandi aðili verður að áfrýja til áfrýjunar- nefndar innan fjögurra vikna frá því úrskurður liggur fyrir og áfrýjunamefnd hefur sex vikur til að kveða upp úrskurð sinn. Áfrýjunarnefndin hefur dómstólaígildi, þar sitja tveir lögmenn og einn hagfræðing- ur, segir Georg. Að auki starfar þriggja manna auglýsinganefnd Sam- keppnisstofnun og samkeppn- isráði til ráðagjafar. Nefndin skal fjalla um auglýsingar og gæta þess að þær veiti ekki rangar eða ófullnægjandi upp- lýsingar og brjóti ekki í bága við ákvæði laganna. NS vilja umboðsmann í viðtali við Neytendablaðið sagðist Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna, taka undir þau orð Georgs Ólafssonar, for- stjóra Samkeppnisstofnunar, að gott samstarf væri milli Neytendasamtakanna, Sam- keppnisstofnunar og við- skiptaráðuneytis. Að sínu mati hefðu áherslur í neyt- endamálum verið auknar að undanfömu hjá Samkeppnis- stofnun. Einnig væri það ánægjulegt að núverandi við- skiptaráðherra hefði gefið til kynna að ráðuneytið myndi sinna neytendamálum í enn ríkari mæli heldur en verið hefur. - Það er hins vegar skoðun Neytendasamtakanna, sem var staðfest á síðasta þingi þeirra, að skipta beri Sam- keppnisstofnun upp og stofna sérstakt embætti umboðs- manns neytenda, en Sam- keppnisstofnun sinni sam- keppnismálum. Ástæða þessa er fyrst og fremst sú að áherslur í neytendamálum og samkeppnismálum fara ekki alltaf saman. Með ákvörðun- um um aukna neytendavernd er oft verið að draga úr sam- keppni og því getur það farið eftir þeim sem hverju sinni stýra Samkeppnisstofnun og sitja í samkeppnisráði hvor málaflokkurinn á að skipa hærri stöðu. Því er það að mati Neytendasamtakanna heppilegast, þegar til lengri tíma er litið, að aðskilja þetta tvennt með embætti umboðs- manns neytenda. Það er engin tilviljun að þessi leið hefur verið farin í öllum nágranna- löndum okkar, segir Jóhann- es. Hrönn Marinósdóttir stjórnmálafrœðingur. 24 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.