Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Qupperneq 14

Neytendablaðið - 01.04.1998, Qupperneq 14
Heilsa Varað við sólarlömpum Það er ekki hættulaust að sóla sig í sólarlömpum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og fjölmargir vísinda- menn vara við því. Hættan á húðkrabba er einfaldlega of mikil. En það er vissulega freistandi á löngum vetrar- dögum, ekki síst fyrir þá yngri, að fara á sólbaðsstofu til að fá örlítinn lit á húðina. En hugsaðu þig um fyrst. Áttu erfitt með að verða brúnn, ertu með mikið af fæðingar- blettum, er krabbamein í ætt- inni eða hefur þú brunnið illa í sól sem barn? Ef eitthvað af þessu á við þig þarftu að fara varlega í sakirnar bæði hvað varðar sól og sólarlampa. Útfjólubláa geisla er að fínna jafnt í geislum frá sól- inni og sólarlömpum. Alþjóð- lega skammstöfunin UV er oft notuð um útfjólubláa geisla. Þessir geislar geta valdið mismunandi tegundum af krabbameini og er sortu- æxli það alvarlegasta. Sortu- æxli myndast í litarfrumum og líkist oft fæðingarbletti. Sortuæxlum hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Reynslan af sólar- lömpum er ennþá lítil Það liggur fyrir að UV-geislar gera húðina hrukkótta, sér- staklega ef viðkomandi reykir einnig. Ef augun eru ekki var- in sérstaklega getur hom- himnan skaðast og jafnvel myndast ský á augun. Rann- sóknir benda líka til þess að ónæmiskerfi líkamans minnki við of mikla eða sterka UV- geislun. Of mikil UV-geislun er sérstaklega skaðleg ung- lingum þar sem þessir geislar hafa mest áhrif á líffærakerfi sem er að vaxa. Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in mælir með því að sólar- lampar séu ekki notaðir til sólbaða en hún tekur líka fram við þá sem ekki vilja sinna þeim ráðum að fara alls ekki í ljós meira en tvisvar í viku og 30 sinnum á ári. 14 / Frakklandi er börnum og unglingum innan 18 ára aldurs óheimill aðgangur að sólbaðsstofum. Reynslan af sólarlömpum er hins vegar takmörkuð, enda hafa þeir aðeins verið á mark- aði í um 20 ár. UVA-geislar eru ekki hættulausir UV-geislar em orkunkir og geta valdið skaða á húðinni. Sólin gefur frá sér þrjá mis- munandi UV-geisla, UVA, UVB og UVC. Ósonlag lof- hjúpsins verndar okkur fyrir UVC-geislum. UVA-geislam- ir gera okkur brún en UVB- geislar gefa húðinni roða og við brennum af völdum þeirra geisla við of mikið sólbað. Sólarlampi gefur að mest- um hluta frá sér UVA-geisla og 3-4 sinnum meira en nátt- úrulegt sólskin. UVB-geislar em orkuríkari. Þessir geislar gera það að verkum að litar- myndunin fer af stað þegar þeir dreifast í yfírhúðinni og húðin verður þykkari og þoln- ari fyrir fleiri UV-geislum. Samkvæmt nýjustu rann- sóknum em UVA-geisIar ekki eins hættulausir og talið hefur verið. Þessir geislar fara langt ofan í húðina. Sólarlampar gefa frá sér svo mikið af UVA-geisIum að húðin getur fengið dökkbrúnan lit, en hef- ur ekki að sama skapi myndað vörn gegn UVB-geislum þar sem ekki er mikið af þeim í sólarlömpum. Því getur mað- ur brennst illa í sól þrátt fyrir sólbrúnan húðlit. Að nota sól- arlampa til að verða brúnn áður en ferðast er til sólar- landa gefur því ekki neina sérstaka vernd, heldur getur aukið hættuna. Sólarlömpum er skipt upp í fjóra flokka eftir styrk og notkun. Aðeins ein tegund, UV-3, er leyfileg hér á landi í fegrunarskyni, þ.e. til ljósa- baða í sólbekkjum. Þessi teg- und líkist mest sólarljósinu. Hafa þarf í huga að það getur verið varasamt að fara á sól- baðsstofur í útlöndum þar sem aðrar tegundir sóllampa eru Ieyfðar sums staðar. Geislamir frá sólarlömpum af gerðinni UV-3 eru að meg- inhluta UVA-geislar (með langri bylgjulengd) en einnig í takmarkaðra mæli UVB- geislar (með stuttri bylgju- lengd). Geislar með stuttri bylgjulengd eru orkumeiri og hættulegri en þeir sem em með langri bylgjulengd. Styrkur UV-geislunar má ekki vera meiri en frá sólinni að sumri til. Þau mörk er rétt að taka alvarlega, enda er UV- geislun frá sólarlampa álíka og frá sól við miðbaug, og hefur UV-tölugildi 12. UV- tölugildið, sem er á bilinu 0 til 15, er mælikvarði á útfjólu- bláa geislun og skaðsemi hennar. Sem dæmi má nefna að á sólríkum sumardegi í Svíþjóð er UV-tölugildið 6. Ekki liggja fyrir tölur um hvað það er hér á landi en ætla má að það sé eitthvað lægra vegna hnattstöðu. Sólarlampar verða að vera viðurkenndir Sá sem ætlar að opna sólbaðs- stofu verður að hafa til þess leyfi viðkomandi heilbrigðis- eftirlits og sá sem flytur inn sólarlampa þarf leyfi Geisla- vama ríkisins fyrir innflutn- ingnum. Leyfi til innflutnings er því aðeins veitt að sólar- lampinn sé í flokki UV-3 miðað við þær pemr sem framleiðandi gerir ráð fyrir að NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.