Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 2
<b Erfðabreytt matvæli Erfðabreytt matvæli eru mjög til um- ræðu, enda ör þró- un á þessu sviði. Það er þó lág- markskrafa að neytandinn eigi val. Gleraugu með tvískiptu gleri Það er ekki einfalt að kaupa sér slík gleraugu. Neyt- endablaðið hefur kannað málið og rætt við sérfræð- inga. Digital- sjónvörp Digital-sjónvörþin koma á markað í haust. En er ástæða til að kaupa strax? Neytenda- blaðið hefur skoðað málið. Gufu- straujárn Neytendablaðið hefur gert markaðskönnun á gufustraujárnum og Ijóst er að úr nægu er að moða, en verð- ið er breytilegt. Neytenda- blaðið hefur einnig gert gæðakönnun í samvinnu við International testing á sumum af þeim tegundum sem hér fást. 11-13 Þing Neytendasamtakanna 1998 í blaðinu er sagt frá ávörþum gesta á þinginu og kynntar nokkrar þær ályktanir sem samþykktar voru á þinginu. 3-5 Rekstur húsfélaga Rekstur húsfélaga er ekki alltaf einfaldur. í þessari grein er fjallað um reksturinn og hvernig best er að hátta honum, meðal annars til að gera hann sem ódýrastan. 20-22 Góð andlitskrem Neytendablaðið hefur gert gæða- könnun á fimm tegundum dag- og næturkrema. Niðurstaðan er að öll eru þetta góð krem. Verðmunur er aftur á móti verulegur. 16-17 Neytendasamtökin eru brjóstvörnin Nokkuð hefur blásið um Neytendasamtökin að undanförnu. Því væntu þess margir að þing Neytendasamtakanna sem haldið var nýlega mundi einkennast af innbyrðis deilum milli þing- fulltrúa og forystufólks samtakanna. Sú varð ekki raunin, allt þingstarf einkenndist af mikilli ein- drægni. Jafnframt tók við á þinginu ný stjórn þar sem tryggð er áframhaldandi þátttaka einstak- linga sem öðlast hafa mikla reynslu á sviði neyt- endamála og inn koma nýir kraftar með ferskar hugmyndir, en um rúmlega þriðjungur stjórnar- manna sitjur þar í fyrsta sinn. Því ber að fagna að svo mikil samstaða skyldi ríkja, enda eru verkefnin næg, eins og fram kem- ur í blaðinu í umfjöllun um þingið. Nefna má bætta neytendalöggjöf og að tryggt sé að neyt- endur eigi greiðan aðgang að úrlausnum í deilum sínum við seljendur, hvort heldur um er að ræða einkafyrirtæki eða opinber. Einnig er mikið starf framundan til að hafa áhrif á þróun markaðarins og tryggja neytendum eðlilegan aðgang að hlut- lausum upplýsingum. Þetta eru aðeins örfá dæmi um verkefni sem bíða Neytendasamtakanna á komandi árum. Það er afar mikilvægt að vel takist til, enda verður að hafa í huga að neytendastarf hér á landi er fyrst og fremst á vegum Neytendasamtakanna. Hér eru ekki mannmargar neytendastofnanir eins og í nágrannalöndum okkar, heldur ekki embætti um- boðsmanns neytenda eins og annarstaðar á Norðurlöndum og enn síður opinber kvörtunar- og upplýsingaþjónusta eins og víðast í Vestur-Evr- ópu. Það er því Ijóst að Neytendasamtökin verða hér eftir sem hingað til helsta brjóstvörn íslenskra neytenda. Á næstu síðu er sagt frá ávarpi Þórðar Frið- jónssonar ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu á þinginu. Þar kemur fram vilji hjá viðskiptaráðu- neytinu að gera þjónustusamning við Neytenda- samtökin. Þessu fagna Neytendasamtökin, enda hafa þau lengi talið eðlilegt að skilgreint sé hvaða þættir í starfi Neytendasamtakanna séu samfé- lagsleg þjónusta sem eðlilegt sé að hið opinbera greiði. Þar er mikilvægast að hið opinbera tryggi að neytendur eigi greiðan aðgang að hlutlausri upplýsinga- og kvörtunarþjónustu og aðgang að úrskurðarnefndum náist ekki niðurstaða milli neyt- anda og seljanda. Hið opinbera hefur hér skyld- um að gegna og minna má á að í nágrannalönd- um okkar er litið á þetta sem samfélagslega þjón- ustu. Neytendasamtökin hafa veitt almenningi þessa þjónustu og lýsa sig reiðubúin til að halda því áfram, enda hafa samtökin öðlast mikla reynslu á þessu sviði. Það er hins vegar ekki sanngjarnt að þessi samfélagslega þjónusta sé að mestum hluta greidd með félagsgjöldum fé- lagsmanna í Neytendasamtökunum. Jóhannes Gunnarsson Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík, s. 562 5000. Netfang: neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: Einar Ólason. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Um- brot: Blaðasmiðjan. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 19.000. Blað- ið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.400 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytenda- blaðinu í öðrum fjölmiölum, sé heimildar getið. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.