Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 20
Lækkun húsnæðiskostnaðar Rekstur húsfélaga Iöllum fjölbýlishúsum og öðrum fjöl- eignarhúsum er húsfélag fyrir hendi. Þetta gildir án tillits til þess hvort ein- hvem tíma hefur verið haldinn formlegur „stofnfundur“ eða hvort starfsemi félags- ins er virk á hverjum tíma. Hlutverk húsfélagsins er fyrst og fremst að sjá um viðhald og rekstur sam- eignar íbúðareigendanna, svo sem stiga- húss, þaks, útveggja, lóðar o.s.frv. Hús- félagið er þannig vettvangur ákvarðana um sameiginleg hagsmunamál íbúðareig- endanna. Um málefni húsfélaga er fjallað í lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994. Eintak af lögunum fæst hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, húsnæðisnefndum sveit- arfélaga, Húseigendafélaginu og víðar. I húsfélögum er oft sýslað með háar fjárhæðir. Hagsmunir eigendanna af því að rekstri þeirra sé hagað með skynsam- legum og lögmælum hætti eru að sama skapi miklir. Af þessum sökum er undar- legt hversu sinnulausir margir íbúðareig- endur virðast vera um starfsemi húsfé- lagsins síns. Þannig eru mörg dæmi um að eigendur hafí orðið fyrir miklu tjóni vegna almennrar óráðsíu í rekstri húsfé- lags, mistaka eða vankunnáttu forsvars- manna félagsins og jafnvel fjárdráttar. Þá er einnig ljóst að skortur á forsjálni eða fyrirhyggju getur verið dýrkeyptur. Hvað er dýrt? Að taka lán fyrir viðgerðum og framkvæmdum. Að kaupa þjónustu að ástæðu- lausu. Að þurfa að greiða dráttarvexti og kostnað vegna vanskila. Að láta einstaka eigendur hlaða upp vanskilum við hússjóð. Að einstakir eigendur sleppi við greiðsluskyldu vegna galla við ákvörðunartöku. Að standa í ónauðsynlegum deil- um. Að þurfa að nota yfirdráttarheimild vegna skorts á yfirsýn yfir rekst- urinn. Að láta hússtjórnina komast upp með óráðsíu. Að leita langt yfir skammt eftir þjónustu. En hvað kostar að reka húsfélag og hvernig má spara í rekstrinum? Hvaða kostnaður er af sameigninni? Þeim kostnaði sem til fellur í húsfélögum má í grófum dráttum skipta í þrjá flokka: Framkvæmdakostnað, rekstrarkostnað og iðgjöld/opinber gjöld. Um skattlagningu íbúðarhúsnæðis var fjallað sérstaklega í Neytendablaðinu, 3. tbl. 1997, og í I. tbl. 1998 var fjallað um húseigendatrygging- ar. I eftirfarandi umfjöllun um hina flokkana tvo er reynt að gefa hugmynd um þann kostnað sem um getur verið að ræða. Fjölbýlishús eru hins vegar svo margbreytileg að allri gerð að einungis er unnt að gefa vísbendingar. Eins og endranær skiptir miklu að bera saman verð og gæði þegar leitað er eftir tiltekinni þjónustu. Framkvæmdakostnaður Framkvæmdakostnaður getur falist í stofnkostnaði, til dæmis kaupum á leik- tækjum fyrir lóð eða teppi á stigahús. Slíkur kostnaður er auðvitað svo ólíkur frá húsi til húss að hann verður með engu móti áætlaður. Þá getur framkvæmda- kostnaður fallið til vegna viðgerða eða fyrirbyggjandi viðhalds, til dæmis múr- viðgerða eða málningar. Um kostnað við viðhald fasteigna er fjallað sérstaklega í 2. tölublaði Neytendablaðsins 1997, og eru lesendur hvattir til að kynna sér þá grein. Meginreglan er sú að framkvæmda- kostnaði er skipt á milli eigenda í sam- ræmi við hlutfallstölur íbúða. Frá þessu eru gerðar nokkrar undantekningar sem tíundaðar eru í 45. grein laga um fjöl- eignarhús. Þannig skal skipta að jöfnu milli eigenda kostnaði við gerð og við- hald bílastæða, viðhald þvottahúss og kaup á tækjum fyrir það, viðhald lyftu, kaup og viðhald dyrasíma, sjónvarps- og útvarpskerfa, loftneta, póstkassa, nafn- skilta og annars búnaðar sem eigendur hafa jöfn afnot og gagn af með líkum hætti. Benda má á að um skiptingu sam- eiginlegs kostnaðar í fjölbýlishúsum er nánar fjallað í tímaritinu Húseigandinn, 1. tölublaði 1996. Mörg húsfélög leggja á mánaðarlegt framkvæmdasjóðsgjald til að eiga fyrir kostnaði af þessu tagi. Oft er þetta gert með það fyrir augum að safna fyrir til- teknum framkvæmdum sem ákveðið hef- ur verið að leggja í og miðast þá framlag- ið við að safna nægu fé í tæka tíð. Hafi húsfélag ekki sýnt þá fyrirhyggju að safna í framkvæmdasjóð þarf oft að taka lán. Um lán og lánskjör verður nán- ar fjallað í Neytendablaðinu síðar. Rekstrarkostnaöur Rekstrarkostnaður nokkuð dæmigerðs húsfélags gæti falist í kostnaði við hita, rafmagn, þrif, sorpumsjón, lóðarumhirðu og umsýslu vegna hússjóðs. Þá má nefna hér húsvarðarlaun til viðbótar. Allur sameiginlegur rekstrarkostnað- ur, svo sem rafmagn, hiti og vatn í sam- eign og umhirða húsrým.is og lóðar, er jafnskiptur. Sama á við um kostnað við hússtjórn og endurskoðun auk sameigin- legra afnotagjalda og félagsgjalda. Kveð- ið er á um þetta í 45. grein laga um fjöl- eignarhús. Um kostnað við hita og rafmagn var fjallað sérstaklega í síðasta Neytenda- blaði og skal því ekki fjölyrt um hann hér. Hins vegar má benda á nokkur atriði um aðra þætti. Þrif: Stigahús eru yfírleitt þrifin viku- lega. Þá eru teppi ryksuguð, flísar skúraðar, gluggar í forstofu pússaðir o.s.frv. Kostnaður hverrar íbúðar við kaup á slíkri þjónustu er oft um 1.000 kr. á mánuði. Nokkuð er um að húsfélög geri samn- inga um leigu og hreinsun á for- stofumottum. Kostnaður við slíkt fer eftir stærð mottunnar og því hversu oft hún er hreinsuð. Hægt er að leigja forstofumottu (stærð 85-150 cm) með hreinsun á 2 vikna fresti fyrir um 2.000 krónur á mán- uði. Auk hinna reglulegu þrifa getur þurft að hreinsa teppi og þvo glugga í húsinu einu sinni til tvisvar á ári. Kostnaður við teppahreinsun fyrir fjölbýlishús með 8 í- búðum á 4 hæðum mun vera á bilinu 12-17.000 kr. Kostnaður við gluggaþvott fyrir sama hús mun vera á bilinu 15-20.000 kr. Þá er ekki reiknað með körfubíl. Eftir Sif Guðjónsdóttur lögfræðing hjá Húsnæðisstofnun ríkisins 20 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.