Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 15
Heilbrigði AHijl óþægilegum rangfærslum í gleraugunum. Staðsetning brennipunkts í glerinu er mikilvægt atriði. Sjónmiðja glersins þarf að vera nákvæmlega framan við augasteininn þegar notandinn horfir beint fram. Flestir sjón- tækjafræðingar nota sérstök tæki þegar þeir mæla fyrir staðsetningu sjáaldursins. Tækin eru sett framan við augu viðkomandi, stundum svo nærri að ósjálfrátt horfir fólk oft örlítið of nærri nef- inu. Fyrir suma leiðir þessi ónákvæmni til þess að gler- augun verða ekki nógu þægi- leg. Þótt aðeins muni örfáum millimetrum geta komið upp vandamál, sérstaklega þegar um sterk gler er að ræða, og mikill munur er á milli ein- staklinga. Ef um einföld gler- augu er að ræða er það í mörgum tilfellum ekki vanda- mál þótt ljósmiðjan flytjist eitthvað til þegar glerið er unnið, en sumir eru hinsvegar þannig gerðir að litla tilfærslu þarf til að valda óþægindum. Ef glerin eiga einnig að bæta upp augngalla af ein- hverri gerð eykst vandinn enn ef uppsetning glerjanna er skökk. Gleraugnamæling á myndbandi Ýmis tæki hafa verið fram- leidd til að bæta niðurstöður mælinganna. Nýlega hefur þýska fyrirtækið Zeiss þróað tölvustjómað myndbandstæki sem mælir úr fjögurra metra fjarlægð hvemig hanna á gler- augun. Tækið samanstendur af tölvu og tveimur myndbands- tökuvélum sem taka á sama tíma upp andlits- og vanga- mynd af viðkomandi með þá gleraugnaumgjörð sem valin hefur verið. Aður hafa mál umgjarðarinnar verið sett í tölvuna og hún mælir út hvar sjónmiða glersins á nákvæm- lega að vera. Einnig er hægt að nota tækið til að ákveða hvaða glertegund eigi best við og hvort mögulegt er að ná bestu útkomunni í þeim um- gjörðum sem valin hafa verið. Tískuvara Gleraugu em einnig tískuvara og tískan hefur áhrif þegar gleraugnaumgjörð er valin. Nú em lítil gleraugu í tísku, og þáð getur valdið erfiðleik- Stuðst er við grein um sama efni í danska neytendablaðinu Tœnk og upplýsingar frá Áma B. Stefánssyni augnlœkni og Karli Davíðssyni sjóntækja- frœðingi. um þegar margskiptu glerin eiga í hlut. Maður á þá á hættu að kaupa gleraugu sem hafa ekki alla þá fleti sem nauðsynlegir em, eða þá að sumir fletimir em ekki nógu stórir, því hlutar þeirra hafa verið slípaðir burt svo glerin passi í umgjörðina. Á hinn bóginn getur umgjörðin einnig verið svo stór að ekki er tæknilega mögulegt að setja margskiptu glerin í þau. Fagurfræðin og tískan geta einnig haft áhrif á sjóngæðin þegar velja þarf á milli þunnra og þykkra glerja. Ráð Neytendablaðsins Ráðfærðu þig við augnlækninn sem skoðar og mælir sjónina um hvað hentar þér best með tilliti til fyrir- hugaðrar notkunar gleraugnanna. Láttu gera sjónathugun sem tekur tillit til fjarlægðar við lestur. Kynntu þér verð og tegundir hjá nokkrum aðilum áður en þú ákveður kaupin. Kannaðu einnig hvað er í boði ef gleraugun venjast ekki. Spurðu sjóntækjafræðinginn hvaða gler uppfylli þínar sjónþarfir og þá hvers vegna. Veldu þá umgjörð sem sjóntækjafræðingurinn fullyrðir að nái fram hámarksgæðum glerjanna. Mátaðu umgjörðina áður en glerin eru sett í hana og láttu gera nauðsynlegar mælingar með umgjörðina eins og þú vilt hafa hana. í síðasta lagi eftir tvær vikur áttu að hafa vanist gler- augunum þannig að þau valdi ekki.óþægindum. Ef ekki láttu þá athuga hvort gleraugun eru í réttum styrkleika og hvort þau eru rétt unnin. N E YTEND ABLAÐIÐ - júní 1998 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.