Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 11
þó ekki refsað fyrir þetta í þessum lið, en það kemur nið- ur á því hve vel þau strauja. Straugæði Þetta er veigamesti þáttur könnunarinnar og vegur þyngst í heildareinkunn. Hér var tvennt prófað, annarsveg- ar hve vel jámin strauja og hins vegar hve vel miðað við tímann sem það tók. Gæði velta á mörgum þáttum, svo sem hitastigi jámsins, gufuflæði, hve auðveldlega þau renna áfram og þyngd járnsins. Prófunin var þannig gerð að atvinnustraujarar straujuðu flíkur á vissum still- ingum og gæðin vom svo metin daginn eftir, en fatnað- urinn á það til að innihalda gufu í sér fyrst eftir straujun, sem getur falið krumpur. Tími og gæði voru vegin þannig að gæði vógu 60% af einkunni, en tíminn 40%. Philips HI 510 og Philips 530 komu best út í þessari prófun. Þægindi í notkun Atvinnustraujarar, tæknimenn og heimavinnandi neytendur dæmdu þægindi við notkun. Hér voru margir þættir próf- aðir, eins og það hversu fljót- legt er að setja járnið af stað og ganga frá því eftir notkun, hvort rafmagnsnúran er til óþæginda, hve auðvelt og þægilegt er að stilla járnið og stjórna því, hve fljótt það hitnar og hve fljótt það kólnar eftir notkun, og hættan á að straujarinn brenndi sig var einnig metin. Braun PV 2210, Philips HI 530 og Mistral HI 284 komu best út í þessari prófun. Ending Gera þarf fyrirvara við þenn- an þátt í könnuninni. Erlendis er vatnið oft mjög steinefna- ríkt, sem hefur mikil áhrif á endingu gufustraujárna. Stein- efnin orsaka fellingar sem myndast við uppgufun vatns- ins, en slíkar fellingar geta stíflað og eyðilagt straujámið. Hér á landi skiptir þetta litlu máli enda era steinefni í sára- litlum mæli í vatni hér. Þessi þáttur könnunarinnar gefur því ekki fullnægjandi mynd fyrir íslenska neytendur. Eins og sjá má í töflunni fá öll straujárnin góða einkunn fyrir þennan lið nema Philips HI 220, Princess 2400 og Ufesa PV 4323, sem gerir heildar- einkunnina lægri en ef rann- sakað hefði verið við íslensk- ar aðstæður. Einnig voru aðrir þættir varðandi endingu próf- aðir, svo sem höggþol, en vægi þessa var ekki mikið og hafði lítil áhrif á niðurstöður. Ending botnsins Straujámið þarf að renna auð- veldlega yfir, en hættan er sú að sé farið hratt yfir getur botninn rispast. Hér er því rannsakað tvennt, annars veg- ar hve auðveldlega straujámið rennur yfír við ýmiss konar núning, svo sem rennilása, tölur og aðra erfiða fleti, og hins vegar hve auðveldlega straujámið rispaðist. Braun 2210 og Tefal 1470 fengu besta einkunn fyrir þetta, en þau era bæði með glerjaðan álbotn. Þess konar botnar komu best út, en teflon-húð reyndist líka vel. Rafmagnsöryggi Hér voru straujámin prófuð samkvæmt Evrópustöðlum og stóðust þau öll prófíð að því leyti að engin þeirra vom talin hættuleg, þó nokkur tæki höfðu þó minni háttar galla. Sigurvegararnir Eftirtalin straujám fá hæstu einkunn (4 af 5 mögulegum): Braun PV 2210 á 4.690 kr„ Philips HI 510 á 6.990 kr„ Philips HI 530 á 7.390 kr„ Tefal 1470 3.696 kr. og Tefal 1625 á 4.320 kr. Fast á fætur þeim komu, með sömu heild- areinkunn en þó ívið slakari einkunnir fyrir einstök atriði sem prófuð voru: Braun PV 2510 á 5.690 kr„ Philips Mistral HI 284 á kr. 3.990 kr. og Rowenta DE 121 á 2.533 kr. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.