Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 18
Öryggi Öryggi barnareiðhjóla egar sól hækkar á lofti er gjarnan farið er að huga að kaupum á fyrsta reiðhjóli barnsins eða endurnýjun á eldra reiðhjóli. Hjólreiðar eru frábær íþrótt og vistvænn ferðamáti, en að mörgu er að hyggja sem lýtur að reiðhjól- um og útbúnaði þeirra til að tryggja öryggi barna í um- ferðinni. Astæða er til að minna á að í 40. grein um- ferðarlaga segir að barn yngra en 7 ára má ekki hjóla á ak- braut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri. Hér á markaði eru til tvenns konar reiðhjól fyrir börn. Annars vegar eru svokölluð „leikreiðhjór sem ætluð eru minni börnum. Slík hjól sem eru allt að 635 mm að hæð þurfa að uppfylla kröfur samkvæmt staðlinum ÍST-EN 71 sem fjallar um ör- yggi leikfanga, og falla þau því undir hugtakið leikföng í skilningi laga. Þarf af leiðandi eiga þau að vera CE-merkt. Notagildi þessara leikreið- hjóla er að engu leyti það sama og reiðhjóla sem ætluð eru til nota á vegum úti og í umferð, enda er útbúnaður þeirra í samræmi við það. Reiðhjólum skulu fylgja leið- beiningar á íslensku um réttar stillingar og viðhald á örygg- isbúnaði. Ennfremur skal fylgja yfirlýsing frá framleið- anda hjólsins um aflfræðilega eiginleika þess og skal hún studd tilvitnun í viðurkennda staðla og/eða vottorðum um prófanir. Fyrir þá sem hyggjast kaupa reiðhjól fyrir börn sín er mikilvægt að hafa í huga að leikreiðhjól eru eingöngu ætluð til notkunar í lokuðum görðum eða stígum þar sem engin umferð er. Á leikreið- hjólum eru oftar en ekki hjálpardekk, en þau eru talin 18 tefja fyrir því að börn fái til- finningu fyrir jafnvægi og því er mælt með að börn fái hjálp við að æfa sig á reiðhjóli án hjálpardekkja, til þess að flýta því að þau nái tökum á því vandasama verki sem hjól- reiðar eru. Önnur barnareiðhjól eiga að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru tií reiðhjóla fullorðinna. Við kaup á reið- hjólum er mjög mikilvægt að leita upplýsinga um þann aukabúnað sem á að vera á reiðhjólum lögum samkvæmt. Aukabúnaður á reiðhjóli samkvæmt reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla (nr. 57/1994): • Þríhliða rautt glitmerki að aftan og hvítt að framan • Hvít eða gul glitmerki skulu vera á báðum hliðum fót- stigs • Gul eða hvít glitmerki á teinum hjólsins • Ljósker að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi*5' • Ljósker að aftan sem lýsir rauðu ljósi*:* • Búnaður til að læsa hjólinu • Hlíf yfir keðju og/eða drif- búnaði • Bjalla ❖Á við ef reiðhjól eru notuð í myrkri eða skertu skyggni. Kostnaður við slíkan búnað getur verið umtalsverður og þegar boginn er spenntur til hins ýtrasta hvað varðar kaup á reiðhjólinu sjálfu er viðbúið Eftir Birnu Hreiðarsdóttir á markaðsgæsludeild Löggildingarstofu Hjálmur og fullkominn öryggisbúnaður er mikilvœgari en margir gírar þegar keypt eru reiðhjól fyrir börnin. að ekki séu peningar afgangs til kaupa á öryggisbúnaðin- um. Það er afar bagalegt, svo ekki sé meira sagt, því skipt getur sköpum að hann sé á reiðhjólinu til að koma í veg fyrir slys, sem geta haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar. Það er mun affarasælla að kaupa einfaldara og ódýrara reiðhjól fyrir börnin, til dæmis með færri gírum, en gæta þess að allur nauðsynlegur öryggis- búnaður fylgi reiðhjólinu. Góð ráð við kaup á reiðhjól- um fyrir börn: • Aðgætið vel að reiðhjólið hæfi aldri og stærð bams- ins. Eðlilegt er að böm nái til jarðar með báðum fótum þegar þau sitja á hjólinu. • Því einfaldara sem reiðhjól- ið er að gerð, þeim mun betra fyrir bamið að ná tök- um á því. • Leitið upplýsinga um út- búnað sem vera skal á reið- hjólum lögum samkvæmt. • Þegar keyptur er reiðhjóla- hjálmur á barnið um leið og það fær hjólið er stuðlað að því að hjálmur og reiðhjól verði órjúfanleg heild í huga bamsins! NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.