Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Qupperneq 17

Neytendablaðið - 01.06.1998, Qupperneq 17
Gæðakönnun Könnun rakakrema Merki / tegund Juvena Skinmarine Mat Inni- hald í ml Verð kr. Verð í kr. pr. 10 ml Kremið sjálft Krem- gæðin samtals Umbúðirnar Umbúðir samtals Heildar niður- staða Raka eigin- leikar Gegn þurrki og misfellum Notkunar- eigin- leikar Innihalds- lýsing Notkunar- eigin- leikar Umhverfis vænt 50 2.765 553 ★ ★ ☆ ★ ☆ ☆ 3 O ☆ Oil of Ulay Active Beauty Fluid 100 469 47 ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ O O ☆ The Body Shop Light Moisture Lotion 50 960 192 ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Lancome/Hydrative Ressource Permanente D'hydration 50 3.230 646 ★ ★ ☆ ★ ☆ ☆ • • O L'Oréal Plénitude Hydro-Active 50 689 138 ★ ★ ☆ ★ ☆ ☆ • • O ★ ☆ O 3 • Best ------►Lakast Þrjátíu konur dœmdu þessi fimm krem. Þau fá öll góða einkunn ogfæst mestfyrir krónurnar efOil ofUIay er keypt. Húðvæn krem með óheppilegum efnum Enginn hafði neitt út á kremin að setja með tilliti til þægi- legra áhrifa þeirra á húðina. Það þýðir þó ekki að þau geti ekki valdið einhverjum not- endum óþægindum. Rotvarn- ar- og ilmefni sem oft eru not- uð í snyrtivörur geta valdið óþægindum í húðinni, en rot- varnarefni fannst í öllum kremtegundunum. Konur sem þola illa ilmefni geta valið Body Shop, sem er án ilm- efna. Notkun á ilmefnum sem heita „nítromoskus“ hafa ver- ið gagnrýnd. Þessi efni voru lengi notuð sem ilmefni, til dæmis í krem. Líkaminn á erfitt með að eyða efnunum, þau smjúga gegnum húðina og setjast að í fituvefjum. Þau hafa meðal annars fundist í móðurmjólk. Bannað er að nota eitt þessara efna, moskus ambretto, í snyrtivörur. Rætt hefur verið um að banna einnig önnur nítromoskus- efni. í Lancöme-kreminu fannst örlítið af tveimur tegundum þessara efna. Lancöme-fyrir- tækið ætti eins og keppinautar þess að sniðganga varasöm efni. Allur vafi á að vera neyt- endum í vil og framleiðendur verða því að hætta notkun þeirra efna sem eru gagnrýn- isverð. Umbúðirnar lækka einkunnina Það er fleira en eiginleikar kremanna sem skiptir máli í heildarniðurstöðu rannsóknar- innar. Þar koma umbúðirnar einnig við sögu. Hjá Lancöme og L'Oréal eru umbúðirnar þrisvar sinnum þyngri en innihaldið. Umhverfisvænum neytendum finnst óásættan- legt að svo mikið skuli lagt í umbúðirnar, dýrar öskjur, jafnvel pappafóðraðar, og fyr- irferðarmiklar krukkur. Vegna umbúðanna fá góðu kremin frá Lancöme og L’Oréal slök- ustu einkunnina þegar litið er til umhverfisþáttarins og það er eina ástæðan fyrir því að þessar tvær tegundir fá með- aleinkunn í heildarniðurstöð- unni. Verðmunur er mikill Það er ekki mikill munur á þessum fimm kremtegundum þegar metnir eru eiginleikar þeirra og er aðalmunurinn á umbúðunum eins og áður er greint frá. Aftur á móti er verðmunurinn gríðarlegur. Lancöme er dýrast og kosta 10 millilítrar af því 646 krónur. Sama magn af Juvena kostar 553 krónur, af Body Shop 192 kr., L'Oréal 138 kr., og ódýrast er Oil of Ulay, að- eins 47 krónur á 10 millilítra. Umbúða- farganið I sumum tilvikum eru umbúðir þrefalt þyngri en innihaldið og á þetta til dœmis við um Lancöme. Ljóst er að neytandinn hefur enga þöiffyrir þetta, en spurningin er hins vegar: Hvað grœða framleiðendur á slíkri sóun ? NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998 17

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.